Nýársþing 2018: Framtíðarsýn LÍS með áherslu á jafnrétti til náms

Nýársþing LÍS 2018 hófst í dag í húskynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem um 25 stúdentafulltrúar hvaðanæva af landinu eru samankomnir. Yfirskrift þingsins er Framtíðarsýn LÍS með áherslu á jafnrétti til náms og verða ýmis umræðuefni rædd því tengdu með fyrirlestrum og vinnustofum.  Dagskrá í heild sinni má sjá að neðan.

Screen Shot 2018-01-06 at 12.09.20.png

Nýársþing LÍS eru vettvangur fyrir framkvæmdastjórn og nefndir til þess að koma saman, miðla þekkingu og reynslu sín á milli. Þá eru þingin einnig hugsuð til þess að vinna að þeim verkefnum sem eru á döfinni hjá samtökunum hverju sinni og þeim verkefnum sem verða til yfir helgina með hugarflugi þátttakenda í vinnustofum.

LRG_DSC03257.jpg
Previous
Previous

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Next
Next

Bréf til nýs mennta- og menningarmálaráðherra