Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LOFTSLAGVERKFALLIÐ HLÝTUR JAFNRÉTTISVIÐURKENNINGU JAFNRÉTTISRÁÐS // CLIMATE STRIKE RECEIVES THE EQUALITY COUNCIL’S EQUALITY RECOGNITION IN

Mynd: Loftslagsverkfall

Mynd: Loftslagsverkfall

Miðvikudaginn 9. desember hlaut Loftslagsverkfallið jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Viðurkenningin er veitt fyrir mikilvæg og metnaðarfull störf í þágu jafnréttis. Loftslagsverkfallið hugar að loftslagsmálum og berst fyrir grænni framtíð. Samtökin hlutu þá sérstaka hvatningarviðurkenningu fyrir baráttu þeirra fyrir aðgerðum yfirvalda á sviði loftslagsmála hér á landi. Landssamtök íslenskra stúdenta eru ótrúlega stolt af því að geta unnið með Loftslagsverkfallinu og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur. 

Í yfirlýsingu Loftslagsverkfallsins er meðal annars vitnað í rökstuðning Jafnréttisráðs fyrir viðurkenningunni, en þar kemur meðal annars fram: 

“Það er ekki auðvelt að leysa loftslagsvandann en krafa unga fólksins sem stendur að loftslagsverkfallinu er skýr. Það er nauðsynlegt að skipuleggja aðgerðir í loftslagsmálum með þeim hætti að fjölbreytileiki mannkyns fái að njóta sín og að jafnrétti sé haft að leiðarljósi. 

Með þessari viðurkenningu hvetjum við komandi kynslóð til að halda áfram að láta til sín taka á opinberum vettvangi til framtíðar. Öflug forysta ungs fólks í Loftslagsverkfallinu, þar sem stúlkur og ungar konur eru áberandi, gefur góð fyrirheit. Þetta unga fólk krefur okkur sem eldri erum um vönduð vinnubrögð á sama tíma og við fylltumst bjartsýni fyrir framtíðinni.” 

Við hlökkum til að fylgjast með og styðja það mikilvæga starf sem Loftslagsverkfallið vinnur.


-- English Below --

Mynd: Loftslagsverkfall

Mynd: Loftslagsverkfall

On Wednesday, December 9th, the Climate Strike received the Equality Council’s Equality Recognition. This recognition is given for important and ambitious work towards equality. The Climate Strike fights for climate action and aims to ensure a greener future. The organization received a special encouragement recognition for this exact reason - their fight for climate action in Iceland. The National Union of Icelandic Students is extremely proud to work alongside the Climate Strike and congratulate them on this incredible accomplishment. 

In the Climate Strike’s statement, they refer to the following argument given by the Equality Council for the recognition: 

“It is not easy to solve the climate problem, but the demands of the young people involved in the climate strike is clear. It is necessary to plan climate action in such a way that humanity’s diversity is enjoyed and equality is a guiding principle. 

With this recognition, we encourage the future generation to continue to be involved in the public arena. The strong leadership of young people in the Climate Strike, where girls and young women are prominent, is promising. These young people demand of us, as seniors, good work ethic at the same time as we are optimistic about the future.” 

We look forward to following and supporting the important work the Climate Strike is doing. 




Read More