
European Students’ Convention 36 í Vín
European Students’ Convention (ESC) er reglubundin ráðstefna sem LÍS sækir tvisvar á ári sem er á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 45 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á rástefnunni eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.
European Students’ Convention (ESC) er reglubundin ráðstefna sem LÍS sækir tvisvar á ári sem er á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 45 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á rástefnunni eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.
European Students’ Convention var haldin í 36 skiptið í Vín á dagana 23.-26. september. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,Public Good Public Responsibility”. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður og Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti sóttu ráðstefnuna fyrir hönd LÍS.
Ráðstefnugestir sóttu fjölbreyttar vinnustofur til að nefna varðandi nýju Persónuverndarlögin og höfundarrétt (e. GDPR and Copyright), upplýsingar og niðurstöður Eurostudent (e. Eurostudent Database), hvernig samstarf og samband milli landssamtaka og aðildafélaga er háttað (e. How do the national union connect with its local/member unions?).
Einnig voru sóttar vinnustofur um breytingar á kosningakerfi ESU, ný mál innan Evrópusambandsins sem og vinnustofu á vegum írsku landssamtakanna um svokallaðan Samstarfssamning (e. Partnership agreement) á milli Landssamtaka stúdenta og ríkisstjórnar, þar sem samningur er gerður á milli þessara tveggja aðila þar sem full þátttaka stúdenta og aðkoma að borðinu í öllum stigum í ákvörðunarferli er tryggð.
Ráðstefnugestir sóttu einnig Gender Session þar sem þeim var skipt upp í hópa til þess að skilgreina hugtök á borð við fordóma (e. Prejudice), mismunun (e. Discrimination), kúgun/kerfisbundin kúgun (e. Oppression/systematic oppression) og forréttindi (e. Privilege).
Women’s Meeting er fundur sem er haldinn á ESU viðburðum, þar sem allir sem skilgreina sig vera konur er velkomið að sækja. Women’s Meeting er öruggur vettvangur fyrir konur innan ESU fyrir umræður og stuðning. Á sama tíma og Women’s meeting var Masculinity Workshop haldið í fyrsta skipti á ESU viðburði og gekk það vonum framar samkvæmt skipuleggjendum vinnustofunnar.
Fulltrúar LÍS héldu sátt heim til Íslands full af metnaði með nýja vitneskju sem mun koma starfsemi LÍS vel að notum.
Nýafstaðin ráðstefna LÍS; Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?
Ráðstefnan „Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?“ fór fram á laugardaginn síðasta, 13. október, í Háskólanum í Reykjavík og var hún haldin af LÍS í samstarfi við RANNÍS og Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þar komu saman fulltrúar þeirra sem gæðamál í íslensku háskólakerfi varða, stúdentar, starfsfólk háskólanna og hinir ýmsu hagaðilar. Tilgangur dagsins var að gera gæðamál, og ýmis önnur málefni er varða stúdenta, aðgengilegri fyrir alla þá sem þau varða.
Ráðstefnan „Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?“ fór fram á laugardaginn síðasta, 13. október, í Háskólanum í Reykjavík og var hún haldin af LÍS í samstarfi við RANNÍS og Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Þar komu saman fulltrúar þeirra sem gæðamál í íslensku háskólakerfi varða, stúdentar, starfsfólk háskólanna og hinir ýmsu hagaðilar. Tilgangur dagsins var að gera gæðamál, og ýmis önnur málefni er varða stúdenta, aðgengilegri fyrir alla þá sem þau varða.
Í byrjun dags fluttu Sigurður Óli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Gæðaráðs íslenskra háskóla og Erna Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi LÍS í ráðinu, erindi um hvernig gæðakerfi í íslensku háskólakerfi eru byggð upp.
Aldís Mjöll Geirsdóttir, gæðastjóri LÍS, opnaði ráðstefnuna og kynnti afrakstur tveggja gæðaverkefna. Annars vegar „Leiðarvísir fyrir stúdenta um gæðastarf háskólanna“ þar sem aðkoma stúdenta að hinum ýmsu málum er varða gæðastarf innan háskólanna er útskýrð á aðgengilegan hátt, leiðarvísinn má finna með því að smella hér. Hins vegar hlaðvarpið „Stúdentaspjallið“, þar sem talað er um gæðamál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Stúdentaspjallið er hugsað sem aðgengileg leið fyrir alla þá sem hafa áhuga á gæðamálum innan háskólanna að kynna sér uppbyggingu þeirra. Fyrsta þáttinn, „Hvað eru eiginlega gæði náms?“ má finna með því að smella hér.
Ráðstefnugestir voru beðnir um að svara því hvað þeir töldu falla undir gæði náms.
Þá voru haldnir örfyrirlestrar um hin ýmsu mál sem snúa að stúdentum. Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti LÍS, og Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS, kynntu verkefnið “Student Refugees” sem LÍS eru að setja af stað þessa dagana. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, hélt erindi um Eurostudent könnunina, þar sem fjallað er um efnahags- og félagslegan hag stúdenta í 28 evrópuríkjum og er þetta í fyrsta skipti sem tölfræðileg gögn liggja fyrir um hag íslenskra stúdenta. Sigrún Jónsdóttir, ritari LÍS, fjallaði um sýn stúdenta á húsnæðismarkaðinn og stöðuna sem þeir standa frami fyrir, hvort sem þeir eru á leigumarkaði eða að hugsa um að kaupa sér fasteign. Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Helga Lind Mar héldu fyrirlestur um viðbragðsáætlanir háskólanna við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Teitur Erlingsson, varaformaður LÍS, hélt erindi þar sem þeir tveir lánasjóðir sem standa stúdentum til boða voru bornir saman og staða LÍN var rædd frá sjónarhorni stúdenta. Alla þessa fyrirlestra má finna með því að smella hér.
Á ráðstefnuna mættu einnig erlendir sérfræðingar um gæðamál og aðkomu stúdenta að þeim, það voru þau Dale Whehelan og Aimee Connelly frá Írlandi og Marija Vasilevska frá Makedóníu. Þau gáfu okkur innsýn í gæðastarf innan háskóla og hversu mikilvæg aðkoma stúdenta er að öllu gæðastarfi og hvernig megi nálgast hana. Erindi þeirra má finna með því að smella hér.
Fulltrúar LÍS á ráðstefnuninni 13. október.
Samtökin vilja þakka öllum þeim er komu að undirbúningi ráðstefnunnar fyrir og einnig þakka þeim gestum sem komu og sóttu ráðstefnuna um þetta mikilvæga málefni.
Taktu þátt og hafðu áhrif! Student Refugees Íslandi
Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir sjálfboðaliðum í starfshóp Student Refugees á Íslandi. Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.
Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir sjálfboðaliðum í starfshóp Student Refugees á Íslandi.
Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.
Markmið starfshóps Student Refugees á Íslandi er að afla gagna og upplýsinga fyrir leiðarvísi verkefnisins og setja upp handbók sem nýtist við gerð vefsíðunnar. Stefnt er að því að vefsíðan fari í loftið í ágúst 2019.
Hæfniskröfur:
Hafa brennandi áhuga á málefnum flóttafólks
Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Reynsla af félagsstörfum er kostur
Umsókn sendist á verkefnastýrur verkefnisins með stuttri kynningu á þér auk ferilskrá.
Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti LÍS, salka@studentar.is, +354 861 6540
Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS, sonja@studentar.is, +354 616 2620
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 22.október 2018.
//
The National Union for Icelandic Students (LÍS), is looking for volunteers to participate in a Working Group for the project Students Refugees in Iceland.
Student Refugees is a project from a Danish model where The National Union for Danish Students (DSF) and Studenterhuset in Denmark run the website www.StudentRefugees.dk. LÍS wants to adjust the project to Icelandic standards and set up the website StudentRefugees.is, the website will handle all the information that refugees need to apply for universities in Iceland.
The purpose of the Student Refugees working group in Iceland is to provide data and information for the project guide and to set up a manual that is useful for making the website. The aim is to launch the website in August 2019.
Qualifications:
Have a keen interest in the affairs of refugees
Outstanding communication skills
Independent and disciplined at work
Experience of social work is an advantage
Applications are submitted to the project managers with a brief description of you as well as your CV.
Salka Sigurðardóttir, International Officer of LÍS, salka@studentar.is, +354 861 6540
Sonja Björg Jóhannsdóttir, Equal Rights Officer of LÍS, sonja@studentar.is, +354 616 2620
The deadline for applications is at 11.59PM, monday the 22nd of October 2018.
Bætum aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag (e. World Mental Health Day). Markmið hans er að auka vitund almennings um geðræn vandamál, mikilvægi geðræktar og forvarna á þessu sviði. Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning sem opnað hefur almenna umræðu um geðheilbrigðismál. Þetta er mjög jákvæð þróun. Opinská umræða dregur úr fordómum í garð fólks sem þjáist af geðrænum sjúkdómum, hjálpar fólki að bera kennsl á einkenni slíkra sjúkdóma og stuðlar að því að það leiti sér aðstoðar í tæka tíð ef þörf krefur.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag (e. World Mental Health Day). Markmið hans er að auka vitund almennings um geðræn vandamál, mikilvægi geðræktar og forvarna á þessu sviði. Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning sem opnað hefur almenna umræðu um geðheilbrigðismál. Þetta er mjög jákvæð þróun. Opinská umræða dregur úr fordómum í garð fólks sem þjáist af geðrænum sjúkdómum, hjálpar fólki að bera kennsl á einkenni slíkra sjúkdóma og stuðlar að því að það leiti sér aðstoðar í tæka tíð ef þörf krefur.
Í ár er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn helgaður geðheilsu ungs fólks. Margt ungt fólk glímir við geðræn vandamál. Orsakirnar eru margvíslegar og oft er um að ræða flókið samspil mismunandi þátta. Algengt er að ungt fólk glími við kvíða og þunglyndi og því miður er tíðni sjálfsvíga víða há meðal þessa hóps. Í mars síðastliðnum komu út sjöttu niðurstöður EUROSTUDENT, alþjóðlegrar könnunar um hagi stúdenta í 28 Evrópulöndum. Um 15% íslenskra stúdenta sögðust þar kljást við andleg veikindi og er hlutfallið hvergi hærra. Gefur þetta til kynna sérstaklega bága stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegu samhengi.
Geðheilbrigðismál hafa verið í forgrunni í hagsmunabaráttu stúdenta síðastliðin ár. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa kallað eftir auknum úrræðum á þessu sviði í nærumhverfi stúdenta, sérstaklega innan háskólanna. Meðal annars leggja samtökin áherslu á að sálfræðingar starfi innan allra háskólanna í þjónustu við nemendur. Bandalag háskólamanna (BHM) stendur heils hugar á bak við LÍS í þessari baráttu.
Sumir háskólanna hafa brugðist við ákalli stúdenta um bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan skólanna. Til að mynda hefur úrræðum á þessu sviði verið fjölgað innan Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR). BHM og LÍS fagna þessu en leggja jafnframt áherslu á að öllum stúdentum í landinu standi til boða viðeigandi ráðgjöf og þjónusta á þessu sviði og að þjónustan sé bæði aðgengileg og sýnileg í nærumhverfi þeirra.
Grein er skrifuð af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur, formanns LÍS, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, 10. október 2018.
DAGSKRÁIN ER KOMIN! Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta, eða hvað?
Dagskráin samanstendur af spennandi fyrirlestrum og ögrandi vinnustofum þar sem ráðstefnugestir fá tækifæri til þess að taka þátt og koma sínum skoðunum á framfæri í opnu samtali við aðra stúdenta sem og aðra hagaðila.
Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.
Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!
Þurfum við nýjan Lánasjóð íslenskra námsmanna? Hver er munurinn á Framtíðinni og LÍN? Hvað eru gæðamál háskólanna og hvernig koma þau stúdentum við? Hvað þýðir það að vera stúdent á Íslandi? Við viljum heyra frá þér.
Landssamtök íslenskra stúdenta og BORE II* bjóða þér á hágæðaráðstefnu laugardaginn 13. október þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni. Á ráðstefnunni verða erlendir sérfræðingar sem miðla af þekkingu sinni um þátttöku stúdenta í gæðastarfi háskólanna og vinna með þátttakendum við að þróa stöðu sína sem talsmenn stúdenta í sínu umhverfi. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir þig til að fræðast um stöðu íslenskra stúdenta í dag, uppbyggingu gæðakerfis háskólanna, viðbragðsáætlanir háskóla við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi, Lánasjóð íslenskra námsmanna, húsnæðismál stúdenta og hvernig þú getur haft áhrif á þessi mál og fleiri.
Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli?
Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefst klukkan 9:30 þann 13. október og lýkur klukkan 16:00 með léttum veitingum. Tilvalið tækifæri til þess að halda samtalinu áfram við aðra ráðstefnugesti.
Við hvetjum alla sem láta þessi mál sig varða að skrá sig og mæta. Við viljum heyra frá ykkur!
*Ráðstefnan er hluti af verkefninu BORE II (Bologna Reform in Iceland II) sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. BORE II nýtur fjárstyrks frá Erasmus+ og er stýrt af Rannís.