
Streymi á Landsþing LÍS
Í dag og um helgina halda Landssamtök íslenskra stúdenta Landsþing sitt í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Þingið er stærsti samráðsvettvangur íslenskra stúdenta og æðsta ákvörðunarvald samtakanna, þar sem 39 þingfulltrúar, fulltrúaráð, framkvæmdastjórn og aðrir gestir koma saman til að móta stefnu og framtíðarsýn stúdentahreyfingarinnar. Yfirskrift þingsins er: Þátttaka stúdenta í mótun háskólasamfélagsins.
Tenglar á streymi frá Landsþinginu eru hér:
Á þinginu blæs LÍS því til pallborðsumræðna með Loga Einarssyni, nýjum ráðherra háskólamála, Maríu Rut Kristinsdóttur, nýkjörinni þingkonu Viðreisnar og stofnanda LÍS, Silju Báru R. Ómarsdóttur nýkjörnum rektor Háskóla Íslands og Páli Winkel nýjum framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna.