Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri ríkisháskóli sem er með starfsemi sína á Akureyri en rekur þó víðtækt fjarnám.

Vefslóð: unak.is

Hafa samband

Sími: 460 8000

Netfang: unak@unak.is

Hver háskóli hefur svarað spurningarlista um hin ýmsu aðgengismál. Spurningalistinn er í 7 köflum: aðgengi, námið, próftaka, starfsemi, húsnæðismál, réttindi nemenda og jafnrétti og fræðsla. Hér fyrir neðan má sjá svör og einkunnargjöf fyrir Háskólann á Akureyri.

Einkunn

Náms- og starfsráðgjöf HA

Heimasíða: https://www.unak.is/is/nemandinn/thjonusta/nams-og-starfsradgjof

Netfang: radgjof@unak.is

Náms- og starfsráðgjafar HA veita nemendum persónulega ráðgjöf. Allir geta leitað til námsráðgjafa – líka þeir sem eru ekki í HA. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Þú getur bókað viðtal á bókunarvefnum okkar Hvað gera náms- og starfsráðgjafar?

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa er einstaklingsbundin. Meðal þess sem þeir gera er:

● Leiðsögn, kennsla og ráðgjöf um bætt vinnubrögð í námi og námstækni

● Ráðgjöf um námsval og námsframvindu

● Ráðgjöf, leiðsögn og skráning vegna sérúrræða í námi

● Ráðgjöf um líðan, persónuleg málefni og jafnvægi hlutverka

● Kennsla, til dæmis prófkvíðanámskeið, námskeið í námstækni og stutt örnámskeið um allt mögulegt sem tengist náms- og starfsráðgjöf og líðan stúdenta

● Starfsráðgjöf, áhugasviðskönnun og námskeið

Við störfum í þágu nemenda og gætum hagsmuna þeirra. Það má tala um allt milli himins og jarðar við okkur og öll samtöl eru trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um sérúrræði í námi í Háskólanum á Akureyri: https://www.unak.is/is/nemandinn/thjonusta/nams-og-starfsradgjof/studningur-vegna-sertharfa

Þetta verkefni er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og kemur frá verkefninu Réttinda Ronja


Spurning Svarið
Er hjólastólaaðgengi inn og út úr öllum byggingum skólans?
Er almennt hjólastólaaðgengi innan bygginga skólans?
Er jafnt og þétt undirlag án hæðarmunar á skólasvæðinu? (Stígar ekki úr möl, hellur óbrotnar, auðvelt að komast upp á gangstéttir og í gegnum dyr, hæðarmunur ekki meiri en 2,5cm) Nei
Er skólinn í einni innangengri byggingu? Nei
Eru breiðar dyr og hurðir fyrir hjólastóla, sem einnig er auðvelt að opna á skólasvæðinu?
Eru breiðir gangar og snúningsstaðir fyrir hreyfihamlaða?
Eru innréttingar og búnaðir í réttri hæð fyrir hjólastólanotendur? Hvaða búnað erum við að tala um?
Eru lyftur fyrir hreyfihamlaða til þess að komast á milli hæða?
Geta allir notað lyfturnar í skólanum án lykils?
Eru klósett fyrir hreyfihamlaða í öllum byggingum skólans?
Eru blá bílastæði nálægt aðalinngangi bygginga?
Er reglulegur snjómokstur á göngustígum á skólasvæðinu?
Eru handrið báðum megin í stigum? Nei
Eru staðir þar sem hægt er að setjast niður og hvíla sig fyrir fatlaða nemendur eða aðra sem þurfa?
Eru herbergi til að hvíla sig fyrir fatlaða nemendur eða aðra sem þurfa? Nei
Uppfylla rampar ákvæði byggingar-reglugerðar um halla?
Er kort af byggingu skólans á heimasíðu skólans?
Er hægt að skoða kort af skólanum á netinu þar sem sjá má aðgengi fyrir fólk sem notar hjálpartæki? Nei
Eru línur í gólfum fyrir blindrastafi? Nei
Eru stofur merktar með blindraletri? Nei


Spurning Svarið
Eru nemendur látnir vita með tölvupósti í upphafi hverrar annar hvar skal fá upplæysingar um stuðning í námi?
Hafa allir nemendur greiðan aðgang að skrifstofu náms- og starfsráðgjafa?
Geta nemendur nálgast glærur kennara á netinu?
Geta nemendur nálgast hljóðupptökur af kennslustundum skólans?
Geta nemendur fengið glósu-vin? Glósuvinur er annar nemandi sem skrifar niður það sem er sagt í kennslustund
Geta nemendur fengið glósur á blindraletri? Það hefur ekki reynt á það enn
Er hægt að fá bækur á stafrænu formi fyrir tölvu-þul, svo hægt sé að láta tölvu lesa upp náms-bækur? Í flestum tilfellum eru bækur í stafrænu formi, ef námsefnið er það ekki er ávallt unnið að því að finna tæknilausn þannig að allt námsefni sé aðgengilegt viðkomandi
Eru góðir stólar í öllum kennslustofum?
Eru borð fyrir nemendur í öllum kennslustofum (s.s. ekki bara stólar með felliborðum)?
Geta nemendur fengið borð sem er hægt að hækka og lækka? Það eru ekki upphækkanleg borð í kennslustofum en alltaf hægt að komast til móts við þá sem þess þurfa
Geta nemendur sem eiga erfitt með að lesa fengið að hlusta á allt námsefni og upplýsingar? Já varðandi námsefni (þ.e. hægt að aðlaga það að tölvuþul) Upplýsingar (tölvuþulur á vef UNAK en ekki á Uglu?)
Eru myndir notaðar til að útskýra námsefni? Í einhverjum tilfellum já
Eru upplýsingar frá skólanum á skýru og einföldu máli? Skólinn og samskiptasvið leggja sig fram við að upplýsingar frá skólanum séu skýrar og á eins einföldu máli og hægt er. Einnig er lagt upp úr að hafa upplýsingar í auknu mæli einnig á ensku. [10:25] Silja Jóhannesar Ástudóttir - HA Það er ekki gott að hafa yfirsýn yfir allt efni sem allir kennarar láta frá sér í 2500 stúdenta skóla.
Hafa allir heyrnarskertir einstaklingar aðgengi að öllum námsgreinum skólans?
Geta heyrnaskertir nemendur fengið tónmöskva í kennslustundum? Nei
Eru tölvur með sérhæfðum búnað fyrir blinda og sjónskerta til staðar í skólanum? Nei


Spurning Svarið
Geta nemendur sem þurfa af einhverjum ástæðum að vera utan skóla fengið að taka fjarpróf? Við buðum upp á rafræna vöktun í covid en ekki lengur. Nemendur þurfa að útvega sér prófstað þar sem einhver getur setið yfir. Nemendur hafa til dæmis tekið próf á sjúkrahúsum.
Hafa nemendur kost á lengri próftíma, sem á því þurfa?
Geta nemendur tekið próf á ensku?
Það fer alfarið eftir kennaranum, í Inspera prófum gefa sumir kennarar leyfi fyrir að opið sé á rafrænar orðabækur
Geta nemendur óskað eftir að taka próf í rólegum aðstæðum þar sem færri nemendur deila próftökustað?
Geta nemendur sótt um að hafa ritara í prófum?
Geta nemendur fengið hvíld innan prófs án skerðingar próftíma? Þeir nemendur sem hafa sérúrræði um hvíld, standa upp, hreyfa sig hafa vanalega aukatíma.
Er í boði að taka öll próf í tölvu? Það eru dæmi um að ef prófið er á pappír þá fái nemandi með þetta sérúrræði að svara í tölvu.
Er í boði að taka próf í tölvu með stafsetningarforriti? Nei
Er í boði að taka öll próf munnlega? Ég myndi halda að það væri undir hverjum kennara komið
Geta nemendur fengið próf upplesin (t.d. með talgervli)? Í læstu prófi í Inspera þarf próf að vera á ensku svo hægt sé að láta talgervil lesa það upp. Þegar prófið er á íslensku þá fær nemandi mp3 spilara með upplestri. Í opnum prófum nota nemendur eigin búnað.
Geta nemendur fengið próf á blindraletri? Veit ekki um dæmi þess í HA
Er í boði að fá hljóðeinangrandi eyrnarskjól í prófum? Nemendur með þetta sérúrræði, sem eru örfáir við HA, þurfa að koma með eigin hljóðeinangrandi eyrnarskjól
Eru einhver prófúrræði sem skólinn býður upp á sem ekki hafa komið fram hér að ofan? Ef próf er í tölvu að fá það útprentað, nemandi svarar samt í tölvunni, oft þarf að fá blöð í öðrum litum en hvítum.


Spurning Svarið
Er sálfræðiþjónusta í boði fyrir nemendur innan veggja skólans?
Býður skólinn upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu?
Býður skólinn upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu? sálfræðiþjónusta NSHA er nemendum að kostnaðarlausu
Er möguleiki á stuðningsviðtali hjá starfsfólki skólans, t.d. hjá námsráðgjafa?
Getur skólinn boðið upp á táknmálstúlk fyrir nemendur?
Getur skólinn beðið um ritttúlk fyrir nemendur?
Er prófkvíðanámskeið í boði fyrir nemendur á vegum skólans?
Er námskeið varðandi námstækni í boði fyrir nemendur á vegum skólans?
Býður skólinn upp á eitthvað umfram það sem komið hefur fram hér að ofan, tengt starfsemi skólans á einn eða annan hátt?


Spurning Svarið
Eru stúdentagarðar í göngufæri við skólann?
Eru stúdentaíbúðir í færi með almenningssamgöngum?
Eru stúdentaíbúðir í færi með einkabíl?
Eru sérútbúnar íbúðir fyrir fatlaða á stúdentagörðum skólans? Allar íbúðir eru hannaðar samkvæmt byggingareglugerð varðandi gott aðgengi


Spurning Svarið
Eru upplýsingar um réttindi nemenda aðgengilegar á heimasíðu skólans?
Er ákveðið starfsfólk í skólanum með upplýsingar á færi varðandi rétt nemenda?
Bendir starfsfólk (t.d. náms- eða starfsráðgjafi) skólans nemendum á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?
Ef til þess kemur- af heimasíðu skólans: Nemendur við Háskólann á Akureyri sem eru með fatlanir eða sértæka námsörðugleika, sem geta á einhvern hátt verið hindrun í háskólanámi, eiga rétt á sértækum úrræðum lögum samkvæmt og eftir því sem kveðið er á um í reglum háskólans
Bendir starfsfólk skólans fötluðu fólki á þjónustuna sem það getur nálgast hjá Öryrkjabandalaginu og öðrum sambærilegum samtökum? Eins og á við
Heilt yfir, getur skólinn vel sinnt þörfum nemenda með sérþarfir?
Býður skólinn upp á eitthvað umfram það sem komið hefur fram hér að ofan tengt réttindum nemenda á einn eða annan hátt? Stúdentafélagið sinnir einnig hagsmunagæslu nemenda og vinnur í góðu samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans sem eru talsmenn nemenda


Spurning Svarið
Tryggir skólinn reglulega fræðslu til kennara og starfsfólks?
Er hagsmunafélag í skólanum sem er aðgengilegt öllum?
Er virkt hinseginfélag í skólanum sem er aðgengilegt öllum? það er ekki hinsegin félag innan HA en Q félagið er opið fyrir alla stúdenta þó það hafi byrjað innan HÍ.
Er virkt jafnréttisfélag sem er aðgengilegt öllum? Nei
Er skólinn með verklagsáætlun ef upp koma ofbeldismál?
Er aðgengileg viðbragðsáætlun vegna ofbeldis á heimasíðu skólans?
Er tilkynningarhnappur vegna ofbeldis á heimasíðu skólans?
Hafa þolendur ofbeldis greiðan aðgang að tilkynna slík mál innan skólans?
Leitar skólinn til utanaðkomandi sérfræðinga er upp koma ofbeldismál?
Er markvisst unnið gegn kynbundnu ofbeldi innan skólans?
Fá kennarar kynfræðslu í skólanum? Nei
Fá kennarar kynjafræðslu í skólanum? Nei
Fá kennarar hinseginfræðslu í skólanum? Nei
Er kynjalaus klósett aðstaða?