Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík rekur starfsemi sína í Reykjavík. Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennslu- og námsaðferðir, raunhæf verkefni, vrika þátttöku nemenda og tengsl náms við atvinnulíf og samfélag.

Vefslóð: ru.is

Hafa samband

Sími: 599 6200

Netfang: ru@ru.is

Hver háskóli hefur svarað spurningarlista um hin ýmsu aðgengismál. Spurningalistinn er í 7 köflum: aðgengi, námið, próftaka, starfsemi, húsnæðismál, réttindi nemenda og jafnrétti og fræðsla. Hér fyrir neðan má sjá svör og einkunnargjöf fyrir Háskólans í Reykjavík

Einkunn

Náms- og starfsráðgjöf HR

Heimasíða: https://www.ru.is/radgjof/

Netfang: namsradgjof@ru.is

Til að panta tíma hjá Sálfræðiþjónustu HR skal senda tölvupóst á salfraedithjonusta@ru.is

Hægt er að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjafa beint í gegnum Karaconnect bókunarkerfið okkar. Finndu tíma með því að smella hér .

Markmið okkar er að styðja við nemendur sem stunda nám við skólann. Þjónustunni sinna náms- og starfsráðgjafar og sálfræðingar.

Þú getur meðal annars talað við okkur um:

● náms- og starfsval

● styrkleika

● áhugasvið

● markmiðasetningu og tímastjórnun

● námserfiðleika

● sérúrræði í námi

● jafnvægi hlutverka

● líðan

● persónuleg málefni

Til að fá nánari upplýsingar um sérúrræði í námi í Háskólanum í Reykjavík má fara inn á eftirfarandi vefslóð:

https://www.ru.is/radgjof/serurraedi-i-nami/

Þetta verkefni er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og kemur frá verkefninu Réttinda Ronja


Spurning Svarið
Eru nemendur látnir vita með tölvupósti í upphafi hverrar annar hvar skal fá upplýsingar um stuðning í námi?
Hafa allir nemendur greiðan aðgang að skrifstofu náms- og starfsráðgjafa?
Geta nemendur nálgast glærur kennara á netinu?
Geta nemendur nálgast hljóðupptökur af kennslustundum skólans?
Fer eftir því hvort kennslustund sé tekin upp.
Geta nemendur nálgast myndbandsupptökur af kennslustundum skólans?
Nei
Geta nemendur fengið glósu-vin? Glósuvinur er annar nemandi sem skrifar niður það sem er sagt í kennslustund
Geta nemendur fengið glósur á blindraletri? Nei
Er hægt að fá bækur á stafrænu formi fyrir tölvu-þul, svo hægt sé að láta tölvu lesa upp náms-bækur?
Ekki í gegnum skólann.
Eru góðir stólar í öllum kennslustofum?
Eru borð fyrir nemendur í öllum kennslustofum (s.s. ekki bara stólar með felliborðum)?
Geta nemendur fengið borð sem er hægt að hækka og lækka? Nemendur geta fengið púlt með samningi um sérúrræði.
Geta nemendur sem eiga erfitt með að lesa fengið að hlusta á allt námsefni og upplýsingar?
Nemendur þurfa að verða sér úti um þær þjónustuveitur sem bjóða uppá slíkt.
Eru myndir notaðar til að útskýra námsefni? Það er misjafnt eftir námskeiðum.
Eru upplýsingar frá skólanum á skýru og einföldu máli?
Hafa allir heyrnarskertir einstaklingar aðgengi að öllum námsgreinum skólans?
Geta heyrnarskertir nemendur fengið tónmöskva í kennslustundum Skólinn hefur ekki uppfært tónmöskva skv. nýjustu tækni.
Eru tölvur með sérhæfðum búnaði fyrir blinda og sjónskerta til staðar í skólanum? Nei


Spurning Svarið
Geta nemendur sem þurfa af einhverjum ástæðum að vera utan skóla fengið að taka fjarpróf?
Já ef viðkomandi er með lögheimili utan stór-höfuðborgarsvæðisins.
Hafa nemendur kost á lengri próftíma, sem á því þurfa?
Geta nemendur tekið próf á ensku? Það er undir kennara komið að samþykkja slíkt.
Geta nemendur óskað eftir að taka próf í rólegum aðstæðum þar sem færri nemendur deila próftökustað?
Geta nemendur sótt um að hafa ritara í prófum?
Geta nemendur fengið hvíld innan prófs án skerðingar próftíma? Ef sérfræðingur staðfestir þörf á því.
Er í boði að taka öll próf í tölvu? Nei
Er í boði að taka próf í tölvu með stafsetningarforriti?
Er í boði að taka öll próf munnlega?
Nei
Geta nemendur fengið próf upplesin (t.d. með talgervli)?
Já, ef viðkomandi er með staðfestingu sérfæðings á þörf fyrir því.
Geta nemendur fengið próf á blindraletri? Nei
Er í boði að fá hljóðeinangrandi eyrnarskjól í prófum?
Já, ef viðkomandi er með staðfestingu sérfæðings á þörf fyrir því.
Eru einhver prófúrræði sem skólinn býður upp á sem ekki hafa komið fram hér að ofan?


Spurning Svarið
Er sálfræðiþjónusta í boði fyrir nemendur innan veggja skólans?
Býður skólinn upp á sálfræðiþjónustu fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu?
Býður skólinn upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu? Nei
Er möguleiki á stuðningsviðtali hjá starfsfólki skólans, t.d. hjá námsráðgjafa?
Getur skólinn boðið upp á táknmálstúlk fyrir nemendur?
Nei
Getur skólinn boðið upp á rittúlk fyrir nemendur? Nei
Er prófkvíðanámskeið í boði fyrir nemendur á vegum skólans?
Er námskeið varðandi námstækni í boði fyrir nemendur á vegum skólans?
Býður skólinn upp á eitthvað umfram það sem komið hefur fram hér að ofan, tengt starfsemi skólans á einn eða annan hátt?


Spurning Svarið
Eru stúdentagarðar í göngufæri við skólann?
Eru stúdentaíbúðir í færi með almenningssamgöngum?
Eru stúdentaíbúðir í færi með einkabíl?
Eru sérútbúnar íbúðir fyrir fatlaða á stúdentagörðum skólans?


Spurning Svarið
Eru upplýsingar um réttindi nemenda aðgengilegar á heimasíðu skólans?
Er ákveðið starfsfólk í skólanum með upplýsingar á færi varðandi rétt nemenda?
Bendir starfsfólk (t.d. náms- eða starfsráðgjafi) skólans nemendum á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks? Nei
Bendir starfsfólk skólans fötluðu fólki á þjónustu sem það getur nálgast hjá Öryrkjabandalaginu og öðrum sambærilegum samtökum?
Heilt yfir, getur skólinn vel sinnt þörfum nemenda með sérþarfir?
Býður skólinn upp á eitthvað umfram það sem komið hefur fram hér að ofan tengt réttindum nemenda á einn eða annan hátt?
Nei


Spurning Svarið
Tryggir skólinn reglulega fræðslu til kennara og starfsfólks?
Er hagsmunafélag í skólanum sem er aðgengilegt öllum?
Er virkt hinseginfélag í skólanum sem er aðgengilegt öllum? Ekki vitað.
Er virkt jafnréttisfélag sem er aðgengilegt öllum? Starfandi jafnréttisnefnd þar sem nemendur hafa sinn fulltrúa í.
Er skólinn með verklagsáætlun ef upp koma ofbeldismál?
Er aðgengileg viðbragðsáætlun vegna ofbeldis á heimasíðu skólans?
Er tilkynningarhnappur vegna ofbeldis á heimasíðu skólans?
Hafa þolendur ofbeldis greiðan aðgang að tilkynna slík mál innan skólans?
Leitar skólinn til utanaðkomandi sérfræðinga er upp koma ofbeldismál?
Er markvisst unnið gegn kynbundnu ofbeldi innan skólans?
Fá kennarar kynfræðslu í skólanum?
Nei
Fá kennarar kynjafræðslu í skólanum?
Nei
Fá kennarar hinseginfræðslu í skólanum?
Er kynjalaus klósett aðstaða?


Spurning Svarið
Er hjólastólaaðgengi inn og út úr öllum byggingum skólans?
Er almennt hjólastólaaðgengi innan bygginga skólans?
Er jafnt og þétt undirlag án hæðarmunar á skólasvæðinu? (Stígar ekki úr möl, hellur óbrotnar, auðvelt að komast upp á gangstéttir og í gegnum dyr, hæðarmunur ekki meiri en 2,5cm)
Er skólinn í einni innangengri byggingu?
Eru breiðar dyr og hurðir fyrir hjólastóla, sem einnig er auðvelt að opna á skólasvæðinu?
Eru breiðir gangar og snúningsstaðir fyrir hreyfihamlaða?
Eru innréttingar og búnaðir í réttri hæð fyrir hjólastólanotendur?
Eru lyftur fyrir hreyfihamlaða til þess að komast á milli hæða?
Geta allir notað lyfturnar í skólanum án lykils?
Eru klósett fyrir hreyfihamlaða í öllum byggingum skólans?
Eru blá bílastæði nálægt aðalinngangi bygginga?
Er reglulegur snjómokstur á göngustígum á skólasvæðinu?
Eru handrið báðum megin í stigum?
Eru staðir þar sem hægt er að setjast niður og hvíla sig fyrir fatlaða nemendur eða aðra sem þurfa?
Eru herbergi til að hvíla sig fyrir fatlaða nemendur eða aðra sem þurfa?
Uppfylla rampar ákvæði byggingar-reglugerðar um halla?
Er kort af byggingu skólans á heimasíðu skólans?
Er hægt að skoða kort af skólanum á netinu þar sem sjá má aðgengi fyrir fólk sem notar hjálpartæki?
Eru línur í gólfum fyrir blindrastafi?
Eru stofur merktar með blindraletri?
Nei