Húsnæðismál

Hér eru upplýsingar um námsmannaíbúðir, bæði frá FS og Byggingarfélagi námsmanna. Nokkrar íbúðir hjá þeim eru ætlaðar fólki með hreyfihömlun. Ekki hika við að hafa samband við FS og/eða Byggingarfélag námsmanna og spurja út í þessar íbúðir.

____________________________________________________________________________________________

1. Stúdentagarðar FS

Félagsstofnun stúdenta annast rekstur Stúdentagarða. Hlutverk þeirra er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands til leigu hentugt og vel staðsett húsnæði á sanngjörnu verði. Allir geta sótt um á Stúdentagörðum en nemendur við Háskóla Íslands njóta forgangs. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum; einstaklingsherbergi- og íbúðir, tvíbýli, paríbúðir og tveggja-, þriggja- og fjögurra- herbergja íbúðir fyrir fjölskyldur. Jafnframt eru nokkrar íbúðir með aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk. Á háskólasvæðinu eru: Oddagarðar við Sæmundargötu, Hjónagarðar við Eggertsgötu 2-4, Vetrargarðar við Eggertsgötu 6-10 og Ásgarðar við Eggertsgötu 12-34, Gamli Garður við Hringbraut og Skerjargarður við Suðurgötu 121. Í miðbæ eru: Skuggagarðar við Lindargötu 42, 44, 46 og 46A og Skjólgarður við Brautarholt 7. Í Fossvoginum eru: Skógargarðar við Skógarveg 18-22, tveggja og þriggja herbergja fjölskylduíbúðir.

Í umsóknarferlinu er möguleiki á að haka við að íbúi hafi þörf á aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Fyrir frekari upplýsingar um Félagstofnun stúdenta og stúdentagarðana: Sími: 570 0 800, netfang: studentagardar@fs.is og vefsíðan: https://www.studentagardar.is/

____________________________________________________________________________________________

2. Byggingarfélag námsmanna

Byggingarfélag námsmanna rekur íbúðir fyrir námsmenn á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðin eru af ýmsum stærðum og gerðum. Nokkrar íbúðir eru ætlaðar fyrir fólk með hreyfihömlun. Þær eru í Völlunum í Hafnarfirði og Skipholti, Austurhlíð/Stakkahlíð, Bólstaðarhlíð, Háteigsvegi, Kapellustíg, Klausturstíg og Kristnibraut í Reykjavík. Síðan eru Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík á Nauthólsvegi. Í umsóknarferlinu er möguleiki á að haka við að íbúi hafi þörf á aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Fyrir frekari upplýsingar um Byggingarfélag námsmanna og íbúðirnar: Sími: 570 6600, netfang: bn@bn.is og vefsíðan: http://www.bn.is

Þetta verkefni er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og kemur frá verkefninu Réttinda Ronja