Sjóðir og örorka

Hér má finna ýmislegt sem snýr að fjárhagsmálum nemenda með fatlanir eða sértæka námsörðugleika. Þar má nefna sjóði sem hafa þann tilgang að styrkja nemendur, allt um tengsl námslána og örorku sem og einfalda leið til að borga lægri skrásetningargjöld vegna örorku.

________________________________________________________________________________________

1. Örorkulífeyri

Lægri skrásetningargjöld við HÍ vegna örorku.

Eftirfarandi eru upplýsingar til að fá niðurfelld hluta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands vegna örorku.

Þú getur komið með örorkuskírteinið þitt á þjónustuborð Háskólatorgs eða til Nemendaskrár og fær þar lækkun á skrásetningargjöldum: 55.000kr.

Rétt til örorkulífeyris eiga þeir sem eru með 75% örorku á aldrinum 18-67 ára. Leiðbeiningar um að sækja um örorkulífeyri má sjá hér: http://www.thekkingarmidstod.is/rettindi/almannatryggingar/ororkulifeyrir/styrkir/baetur/

Lægri skrásetningargjöld við HA vegna örorku.

Þeir sem hafa 75% örorkumat fá 50% skráningargjalds endurgreitt gegn framvísum á staðfestingu á örorkumati til nemendaskrár. Greiða þarf fullt skráningargjald áður en endurgreiðslu er óskað.

________________________________________________________________________________________

2. Skerðing námslána vegna örorkulífeyris

Námslán skerðast ef árstekjur nemandans, þar með talið örorkulífeyri fara yfir frítekjumark, 1.622.000 á árinu 2023. Ef farið er yfir frítekjumark koma 45% af umframtekjum til frádráttar á námsláni.

Til að eiga rétt á námsláni þarf nemandi að ljúka að lágmarki 22 ECTS-einingum eða ígildi þeirra á hverju misseri eða önn. Það er hægt að fá undanþágu ef nemandi nær ekki lágmarks námsframvindukröfum vegna örorku sinnar, lesblindu eða sértækrar námsörðugleika allt að 13 ECTS-einingum. Þá miðast lánsréttur hans við lágmarkseiningafjölda.

________________________________________________________________________________________

3. Námsláns undanþága fyrir fólk með örorku eða sértæka námsörðugleika:

Geti námsmaður ekki skilað lágmarks námsárangri vegna örorku sinnar er heimilt að bæta við allt að 13 ECTS-einingum í misserisskólum og 8 ECTS-einingum í fjórðungsskólum við námsferil námsmanns.

Skilyrði fyrir veitingu á þessari undanþágu er að það liggi fyrir mat frá lækni að læknisfræðileg örorka viðkomandi námsmanns sé að minnsta kosti 50%. Sækja þarf sérstaklega um þessa undanþágu til sjóðsins. Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð.

https://menntasjodur.is/namsmenn/namsframvinda-undanthagur/#Barneignir- Námsláns undanþága fyrir fólk með námsörðugleika:

Geti námsmenn ekki vegna lesblindu eða aðra sértæka námsörðugleika skilað lágmarks námsárangri er heimilt að bæta við allt að 13 ECTS-einingum í misserisskólum eða 8 ECTS-einingum í fjórðungsskólum við loknar einingar.

Skilyrði fyrir veitingu á þessari undanþágu er að fyrir liggi staðfest vottorð/greining um námsörðugleika sem staðfestir að námsmaður geti ekki skilað lágmarks námsárangri vegna lesblindu eða annarra sértækra námsörðugleika. Að auki þarf að liggja fyrir staðfesting á því svigrúmi sem skóli viðkomandi námsmanns veitir honum vegna þessarra námsörðugleika. https://menntasjodur.is/namsmenn/namsframvinda-undanthagur/#Einingaskil-vi%C3%B0-s%C3%A9rstak ar-a%C3%B0st%C3%A6%C3%B0ur-og-%C3%AD-lok-n%C3%A1ms

________________________________________________________________________________________

4. Greiningarstyrkir Stúdentasjóðs

Greiningarstyrkir. Allir stúdentar við Háskóla Íslands geta sótt um styrk hafi þeir farið í greiningu vegna sértækra námsörðugleika eða athyglisbrests/ofvirkni (ADHD) og fengið niðurstöður úr slíkri greiningu. Greiningar sem gerðar voru vegna ofantalinna atriða á síðustu 5 árum frá dagsetningu úthlutunar sem um ræðir, eru gildar. Greiningarstyrkir eru aðeins veittir í seinni úthlutun sjóðsins á hverju misseri.

Umsóknareyðublöð ásamt lögum þessum og vinnureglum sjóðsins skulu liggja frammi á skrifstofu SHÍ og vera aðgengilegar á heimasíðu SHÍ. Á umsóknareyðublöðum skal sérstaklega vakin athygli umsækjenda á 16. gr.

Á umsóknareyðublöðum vegna greiningarstyrks skal sérstaklega vekja athygli umsækjenda á 16. gr. Umsóknir skulu berast til skrifstofu SHÍ. Umsóknaraðili, sem jafnframt er ábyrgðaraðili umsóknarinnar, ber ábyrgð á því að formlega sé tekið á móti umsókninni. Sjóðsstjórn getur ákveðið að umsóknum skuli skilað rafrænt. 3. mgr. Umsóknum sem berast of seint sem og ófullnægjandi umsóknum verður sjálfkrafa vísað frá. Mögulegt er að leggja þær aftur fyrir við næstu úthlutun.

Í eftirfarandi vefslóð má sjá öll lög Stúdentasjóðs:

https://student.backend.jldevelopment.is/wp-content/uploads/2021/09/Lo%CC%88g-Stu%CC%81dentasjo

%CC%81ds-14.09.2021.docx.pdf

________________________________________________________________________________________

5. Þórsteinssjóður

Styrkur til blindra og sjónskertra nemenda við HÍ.

Megintilgangur Þórsteinssjóðs er að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Enn fremur er sjóðnum ætlað að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn og

afleiðingum hennar og fjölga þannig tækifærum blindra og sjónskertra til að auðga og efla líf sitt. Sérstök áhersla er lögð á styrki til rannsókna í félags- og hugvísindum sem falla að tilgangi sjóðsins.

Sjóðurinn var stofnaður af Blindravinafélagi Íslands 6. desember 2006 og er sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis en tilkoma hans eykur möguleika blindra og sjónskertra stúdenta til háskólanáms. Hlutverk og tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins Bjarnasonar, sem fæddist 3. desember árið 1900. Hann stofnaði Blindravinafélag Íslands 24. janúar 1932 og var það fyrsti vísir að félagi til hjálpar fötluðu fólki hér á landi. Þórsteinn helgaði líf sitt blindum og sjónskertum einstaklingum á Íslandi á síðustu öld án þess að þiggja nokkru sinni laun fyrir heldur lagði félaginu þvert á móti til fé úr eigin vasa.

Styrktarsjóðir Háskóla Íslands hafa umsjón með sjóðum og gjöfum sem ánafnaðar hafa verið skólanum, allt frá stofnun hans. Flestir þeirra starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og er þeim ætlað að styðja ýmis verkefni á ákveðnum fræðasviðum til hagsældar fyrir Háskóla Íslands, stúdenta eða starfsfólk.

Nánari upplýsingar veitir Helga Brá Árnadóttir, verkefnisstjóri styrktarsjóða og hollvina Háskóla Íslands, helgab@hi.is, sími 525-5894.

Nánar um Þórsteinssjóð má finna á eftirfarandi slóð: https://sjodir.hi.is/thorsteinssjodur

Sótt af: https://www.blind.is/is/moya/news/uthlutad-ur-thorsteinssjodi

________________________________________________________________________________________

6. Námsstyrkir ÖBÍ réttindasamtaka

Námsstyrkir ÖBÍ réttindasamtaka eru veittir fötluðu fólki, auk þess er heimilt að veita öllum þeim styrki sem sækja nám í þroskaþjálfafræði eða fötlunarfræði. Námsstyrkjum ÖBÍ er úthlutað að vori og hausti.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn móttöku ÖBÍ réttindasamtaka og má senda tölvupóst á mottaka@obi.is eða hafa samband í síma 530-6700. Sjá nánar um sjóðinn: Námsstyrkir ÖBÍ - ÖBI (obi.is)

________________________________________________________________________________________

7. Hjálparsjóður Sjálfsbjargar á Akureyri

Félagsmenn Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni geta sótt um styrk til Hjálparsjóðs vegna háskólanáms. Umsóknir skal skila inn skriflega á útbúnum eyðublöðum og fer úthlutun fram á degi fatlaðra þann 3. desember á hverju ári.

https://bjargendurhaefing.is/hjalparsjodur/

________________________________________________________________________________________

8. Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar

Sjóðurinn hefur veitt styrki til náms og til úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks en umsækjendur þurfa að vera hreyfihamlaðir. Ekki er sérstakt umsóknareyðublað en þeir sem sækja um námsstyrk þurfa að sýna fram á að þeir séu skráðir í nám og gott er að greinargóðar lýsingar á stöðu einstaklingsins fylgi með.

Fyrirspurnir um stöðu sjóðsins og hvort sé verið að úthluta úr honum og síðan umsóknir skulu sendast á netfangið: sjalfsbjorg@sjalfsbjorg.is

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á eftirfarandi vefslóð: https://sjalfsbjorg.overcastcdn.com/documents/Skipulagsskra-Minningarsjods-Johanns-Peturs-Sveinsso nar.pdf

________________________________________________________________________________________

9. Þorbjargarsjóður

Þorbjargarsjóður er ætlaður að styrkja ungt fólk með gigt í námi. Með hverri umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni er staðfestir gigtarsjúkdóm umsækjanda.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.gigt.is/felagid/sjodir/

________________________________________________________________________________________

10. Styrkir sveitarfélaga

Sveitarfélögum er heimilt að veita fötluðum styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefslóð:

https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur2012/leidbeinandi_regl ur_verkfaera_og_taekjakaup_20012012.pdf

Þetta verkefni er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og kemur frá verkefninu Réttinda Ronja