Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun

Starfstengt nám fyrir fólk með þroskahömlun er tveggja ára diplómanám á menntavísindasviði Háskóla Íslands undir deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Námið miðar að því að veita nemendum góðan undirbúning fyrir störf í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum, störf sem snúa að réttindabaráttu og þátttöku fatlaðs fólks og ýmist fleira. Námið er sniðið og skipulagt út frá þörfum og áhuga hvers nemanda.

Inntaka fyrir námið er ákveðin út frá þremur þáttum: áhugi á námi og starfi á þessum vettvangi, framhaldskólamenntun og/eða símenntun og starfsreynsla. Tekið er við umsóknum annað hvert ár og það eru fjöldatakmarkanir.

Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.hi.is/starfstengt_nam_fyrir_folk_med_throskahomlun_grunndiploma

Þetta verkefni er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og kemur frá verkefninu Réttinda Ronja