Stofnanir og félagssamtök

Hér má finna stofnanir og félagasamtök sem snúa að því að styðja fólk með ýmist fatlanir, raskanir og sértæka námsörðugleika.

____________________________________________________________________________________________

1. ADHD samtökin www.adhd.is

Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.

Hjá samtökunum má finna upplýsingar og fræðsluefni um AD(H)D. Þar er jafnframt hægt að skrá sig á hjálpleg námskeið, t.d. námskeiðið „Taktu stjórnina“ fyrir fullorðna með ADHD.

● Sími: 581 1110

● Netfang: adhd@adhd.is

____________________________________________________________________________________________

2. Blindrafélagið www.blind.is

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl – mannréttindasamtök og hlutverk þess er að stuðla að því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og séu ábyrgir og virkir samfélagsþegnar.

Hjá félaginu má finn alls kyns þjónustu og fræðslu, t.d. kynning á Dóru og Karli, íslensku talgervilsröddunum. Þar má jafnframt finna tæknilegar upplýsingar og ýmsar hjálplegar vörur í vefverslun þeirra.

● Sími: 525 0000

● Netfang: blind@blind.is

____________________________________________________________________________________________

3. Einhverfusamtökin www.einhverfa.is

Starfsemi félagsins hefur að mestu beinst að því að bæta þjónustu við einhverfa og því sem tengist einhverfurófinu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að taka virkan þátt í mótun þjónustu fyrir það fólk. Jafnframt eru samtökin vettvangur fyrir gagnkvæman stuðning einhverfra, aðstandenda og allra þeirra sem áhuga hafa á málefnum fólks á einhverfurófi.

Hjá samtökunum má finna upplýsingar og fræðslu um einhverfu, réttindi einhverfs fólks, fræðsluefni og hópastarf.

● Sími: 562 1590/862 1590

● Netfang: einhverfa@einhverfa.is

____________________________________________________________________________________________

4. Félag heyrnarlausra www.deaf.is

Félag heyrnarlausra eru hagsmunasamtök sem veita hvers konar ráðgjöf og álit er snúa að málefnum heyrnarlausra. Félagið gefur út fréttir varðandi málefni heyrnarlausra og auglýsir viðburði. Auk þess bjóða þau upp á ráðgjöf, veita upplýsingar um táknmálstúlkun og 112 Döff appið þeirra.

● Sími: 561 3560

● Netfang: deaf@deaf.is

____________________________________________________________________________________________

5. Félag lesblindra www.lesblindir.is

Hjá félaginu má finna upplýsingar og fræðsluefni um félagið. Jafnframt má finna ýmislegt gagnlegt á netinu s.s. http://www.lynda.com/, svo sem mákennslumyndbönd um allt milli himins og jarðar, s.s. að læra á hugbúnað, hvernig er hægt að bæta sig í að taka ljósmyndir, auka lestrarhraða og margt fleira. Einnig má finna upplýsingar um tæknilega aðstoð.

● Sími: 534 5348

● Netfang: fli@fli.is

____________________________________________________________________________________________

6. Fjölmennt: Símenntunar- og þekkingarmiðstöð www.fjolmennt.is

Símenntunarstöðin er ætluð fyrir fatlað fólk að leita sér ráðgjafar og sækja ýmis konar námskeið. Má þar nefna heimilisfræði, handverk og myndlist, tónlist, tölvur, leiklist, íþróttir, sjálfstyrkingu, heilsubraut, ökunám- fræðilegur hluti og fleira.

● Sími: 530 1300

● Netfang: fjolmennt@fjolmennt.is

____________________________________________________________________________________________

7. Geðhjálp www.gedhjalp.is

Tilgangur hagsmunasamtakanna Geðhjálpar er að bæta hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun.

● Sími: 570 1700

● Netfang: gedhjalp@gedhjalp.is

____________________________________________________________________________________________

8. Gigtarfélag Íslands www.gigt.is

Markmið félagsins er að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma sem og þeirra sem eiga á hættu að fá þá. Hjá félaginu má finna upplýsingar um þjónustu, fræðslu, ráðgjöf, réttindi, hópþjálfun, fræðsluerindi, sjúkraþjálfun og fleira gagnlegt.

● Sími: 530 3600

● Netfang: gigt@gigt.is

____________________________________________________________________________________________

9. Heilaheill www.heilaheill.is

Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum slagþola og aðstandenda þeirra á landsvísu, með það að leiðarljósi að auðvelda samskipti milli þeirra og heilbrigðisyfirvalda hvar sem þeir búa.

● Sími: 561 2200 / 860 5585

● Netfang: heilaheill@heilaheill.is

____________________________________________________________________________________________

10. Hringsjá www.hringsja.is

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkað eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Hjá félaginu má fá ráðgjöf, stuðning og sækja námskeið, svosem; Daglegt líf með ADHD, að ná tökum á reiði, sjálfstyrking, lesblindunámskeið, tölvur og fleira.

● Sími: 510 9380

● Netfang: hringsja@hringsja.is

____________________________________________________________________________________________

11. Hugarafl www.hugarafl.is

Hugarafl er félag fyrir fólk með geðrænar áskoranir. Hjá félaginu er hægt að nálgast fræðsluefni og upplýsingar um hópastarf.

Hjá Hugarafli er hægt að sækja sér samfélagslega geðþjónustu þar sem teymi fagfólks og notenda sinnir batahvetjandi stuðningi, svo sem með viðtölum, fjölskyldufundum, hópastarfi og fleira.

● Sími: 414 1550

● Netfang: hugarafl@hugarafl.is

____________________________________________________________________________________________

12. Janus www.janus.is

Janus er læknisfræðileg starfsendurhæfing þar sem markmið starfseminnar er að aðstoða fólk við að komast á vinnumarkað og fyrirbyggja varanlega örorku. Endurhæfingin er unnin í þverfaglegum teymum stýrðum af heilbrigðisstarfsfólki. Þátttakendur fá einstaklingsmiðaða dagskrá sem samanstendur af þeim námskeiðum sem í boði eru hverju sinni.

● Sími 514 9175

● Netfang: janus@janus.is

____________________________________________________________________________________________

13. MS-félagið www.msfelag.is

Markmið félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi.

● Sími: 568 8620

● Netfang: msfelag@msfelag.is

____________________________________________________________________________________________

14. SEM samtökin www.sem.is

SEM eru Samtök Endurhæfðra Mænuskaddaðra. Markmið félagsins eru að efla samhjálp mænuskaddaðra, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Samtökin veita fræðslu, fundi, styrki og bjóða upp á skemmtanir.

● Sími: 588 7470

● Netfang: sem@sem.is

____________________________________________________________________________________________

15. Sjálfsbjörg www.sjalfsbjorg.is

Sjálfsbjörg er Landssamband fatlaðs fólks. Hjá samtökunum má sjá yfirlit yfir réttindi, þjónustu og aðstoð sem auðveldar sjálfstætt líf. Á vefsíðu Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar: http://www.thekkingarmidstod.is/ má finna fræðslu og ábendingar, meðal annars um atvinnu/menntun, tómstundir, réttindi, aðgengi, velferð og fleira.

● Sími: 550 0360

● Netfang: info@sjalfsbjorg.is

____________________________________________________________________________________________

16. Tölvumiðstöð fatlaðs fólks www.tmf.is

Tölvumiðstöðin er sjálfstæð stofnun þar sem boðið er upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið á sviði upplýsingatækni. Miðstöðin býður upp á margs konar námskeið sem eru breytileg í hvert sinn, svo sem: Tækni í lestri og ritun, iPad í námi, tjáskiptaforritið TD Snap og fleira.

● Sími: 562 9494.

● Netfang: sigrun@tmf.is

____________________________________________________________________________________________

17. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga www.midstod.is

Miðstöðin veitir ráðgjöf og þjónustu í tengslum við blindu, sjónskerðingu og samþættri sjónskerðingu. Markmið þeirra er að auka möguleika blindra og sjónskertra til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra. Jafnframt veiti hún fræðsluefni og upplýsingar um réttindi, námskeið og vinnusmiðjur.

● Sími: 545 5800.

● Netfang: midstod@midstod.is

____________________________________________________________________________________________

18. ÖBÍ réttindasamtök www.obi.is

ÖBÍ réttindasamtök eru stefnumótandi í réttindum fatlaðs fólks og frumkvöðull innan málaflokksins. Hlutverk þeirra er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum. Markmið ÖBÍ er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku.

● Sími: 530 6700

● Netfang: obi@obi.is

Þetta verkefni er styrkt af ÖBÍ réttindasamtökum og kemur frá verkefninu Réttinda Ronja