Ráðstefna í Malmö: House Erasmus
Nýverið var LÍS boðið að taka þátt í mikilvægu samráði um húsnæðismál háskólanema á Norðurlöndunum, dagana 22. - 23. nóvember. Hrefna Ósk Maríudóttir, fulltrúi í alþjóðanefnd LÍS, sótti fyrsta viðburðinn af þremur sem House Erasmus mun standa fyrir.
Markmið ráðstefnunnar voru m.a. að bera kennsl á þær hindranir og erfiðleika sem skiptinemar þurfa að takast á við til þess eins að setjast að í nýju landi. Með samráði og betri skilningi á núverandi stöðu mála er von að hagsmunasamtök nemenda geti betur stutt við skiptinema sína og auðveldað þeim að finna húsnæði.
Í upphafi viðburðarins fengum við nokkuð ítarlegar skýringar á þeirri tölfræði sem House Erasmus hafði safnað og unnið úr síðastliðna mánuði. Tölfræðin snerti á hlutföllum skiptinema, hvernig þeir finna húsnæði, hversu mikið þeir greiða og hvernig gæði húsnæðisins er.
Þegar leið á daginn hófum þátttakendur að bera saman bækur okkar, nánar tiltekið, hvernig við höfðum nálgast vandamálið í okkar heimalandi. Það var auðvitað töluverður munur á því besta og versta sem háskólar Norðurlandanna bjóða skiptinemum sínum upp á við komu þeirra til landsins. Í flestum tilfellum sjá háskólarnir skiptinemum fyrir húsnæði, en fjöldi íbúða er ávallt takmarkaður og nemendur þurfa að greiða óhemju há gjöld til þess að halda húsnæðinu. Í verstu tilfellunum bjóða háskólarnir ekki upp á neina aðstoð hvað varðar húsnæði og þó nokkrir nemendur enda á því að halda aftur heim þar sem þeir finna hvergi húsnæði.
Einnig kom fram að í flestum löndum eru alls konar skipulagðar svikamyllur sem blekkja nemendur til þess að borga himinháar upphæðir fyrirfram án þess að fá nokkurn tíma lykla að neinu. Okkur var því ljóst að aðstæður skiptinema eru svo sannarlega bágar.
Að loknum samanburði og samráði hófum við leit að ráðum, aðferðum og lausnum. Þar sem þetta var einungis fyrsti samráðsfundur þessarra samtaka eru ekki komnar endarlegar niðurstöður hvað það varðar. Þó má taka fram að aðferðir sem önnur lönd hafa góða reynslu af gætu vel gengið hérlendis til þess að bæta úr stöðu mála.
Svíþjóð, Finnland og Danmörk hafa undanfarið haldið rannsóknir til þess að betur skilja vilja skiptinema sinna og hafa þar af leiðandi marktækar upplýsingar til þess að byggja kröfur sínar á. Þannig sameina þau raddir sínar undir einföldum en skýrum markmiðum sem þau leggja sínar fyrir sínar menntastofnanir og ríkisstjórn.
Frétt unnin af Hrefnu Ósk Maríudóttur