Stjórnarfundur ESU í Gdansk

Stjórnarfundur European Students Union (ESU) er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Þar koma saman öll 45 landssamtök þeirra 38 landa sem því tilheyra. Fundurinn er haldinn tvisvar sinnum á ári, í desember og maí. Þar eru tekin fyrir og kosið um ýmis málefni sem varða samtökin. Þá má til dæmis nefna lagabreytingar, stefnumótun, aðildarumsóknir og framkvæmdarstjórn ESU gerir grein fyrir vinnu sinni með því að kynna starfskýrslur sínar.

Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórður Jóhannsson, fylgjast með ræðu forsætisráðherra Póllands á opnun stjórnarfundarins

Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórður Jóhannsson, fylgjast með ræðu forsætisráðherra Póllands á opnun stjórnarfundarins

LÍS sendi tvo fulltrúa til Gdansk til þess að sitja 71. stjórnarfundinn sem fór fram í Gdansk (Póllandi) 1. - 3. desember. Það var margt áhugavert sem kom fram en það sem stóð upp úr að mati fulltrúanna var umræða um tvær mikilvægar yfirlýsingar ESU sem báðar voru samþykktar eftir nokkra samvinnu og rökræður.

Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir.

Sú fyrri ber heitið „Statement on the role of education in promoting peaceful and cohesive societies“ og fjallar í stórum dráttum um mikilvægi menntunar í því að styrkja og viðhalda góðum samfélagslegum innviðum. Þá dregur hún einnig fram möguleika og kosti menntunar í baráttunni gegn hvers konar öfgum og þá sérstaklega þeim þjóðernisöfgum sem virðast vera rísandi í Evrópu um þessar mundir.

Sú seinni ber heitið „Statement on the new skills agenda for Europe“ og er í raun ráðlegging stúdenta til Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um það hvernig það eigi að framkvæma sína eigin aðgerðaráætlun í baráttunni gegn vaxandi atvinnuvanda Evrópu.

Nálgast má báðar yfirlýsingarnar á heimasíðu ESU eða hér.

IMG_3783.JPG

Næsti stjórnarfundur verður í Möltu í byrjun maí 2017. Undirbúningur fyrir þann fund er nú þegar hafinn og stefnir LÍS á að senda þrjá fulltrúa.  

 

Frétt unnin af Þórði Jóhannssyni og Aldísi Mjöll Geirsdóttur  

_MG_2539.jpg
_MG_2609 (1).jpg
 
Previous
Previous

Vilt þú taka þátt í spennandi frumkvöðlaverkefni á vegum jafnréttisnefndar LÍS?

Next
Next

Ráðstefna í Malmö: House Erasmus