Opið bréf til flokka er standa í ríkisstjórnarviðræðum

Kæru flokkar sem nú standið í ríkisstjórnarviðræðum, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Þar sem þið vinnið að gerð stjórnarsáttmála er við hæfi að minna á og ítreka áherslur stúdenta. Óhætt er að fullyrða að fyrir kosningar hafi allir flokkar tekið undir að bæta þyrfti margt er varðar kjör stúdenta. Því leggjum við áherslu á að það verði sýnt í verki við skrif stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Við undirstrikum sérstaklega þörfina fyrir nýju lánasjóðskerfi þar sem að við smíð þess verði sterk aðkoma stúdenta frá upphafi. Ásamt því krefjumst við umbóta á húsnæðismálum en tryggja þarf nægt framboð á húsnæði fyrir stúdenta. Hér að neðan má lesa áherslur stúdenta í heild sinni fyrir Alþingiskosningar 2017.

LIS-Poster-kjóstumenntun.jpg

Reykjavík, 19. nóvember 2017

Virðingarfyllst,

Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta

Previous
Previous

73. stjórnarfundur ESU í Jerúsalem

Next
Next

NOM72 í Litháen: Quality Assurance in Higher Education