NUS National Conference í Brighton
Aldís Mjöll Geirsdóttir og Sunna Mjöll Sverrisdóttir, fóru fyrir hönd LÍS til Brighton á mánudaginn til þess að fylgjast með og taka þátt á landsþingi landssamtaka breskra stúdenta (NUS-UK).
Samtökin buðu okkur að koma á ráðstefnuna til að fylgjast með hvernig hún fer fram og hvernig þau nálgast ýmis deilumál, en samtökin eru í forsvari fyrir 7 milljónir nemenda. Þau vildu einnig að við myndum varpa ljósi á það hvað það þýðir fyrir stúdenta að vera utan ESB og þess vegna tókum við þátt í panel um Brexit. Brexit og komandi kosningar í Bretlandi voru tíðrædd á ráðstefnunni og mjög áhugavert er að heyra hvað stúdentum finnst um stöðuna í landinu.
Við erum að sýna frá ráðstefnunni á snapchat-aðgangi Háskóla Íslands og aðgangi LÍS (lisnemar)! Fylgist með okkur og ekki hika við að hafa samband ef þið hafið spurningar.
Hér má lesa umfjöllun mbl.is um stöðu stúdenta vegna Brexit út frá umræðum sem áttu sér stað í pallborði sem við tókum þátt í en tekið var viðtal við Aldísi. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið en ljóst er að hagsmunabarátta NUS-UK (National Union of Students) verður lituð af Brexit næstu ár.
“Aldís segir að umræður hafi ekki eingöngu verið neikvæðar en úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í fyrra hafi vakið mikla athygli meðal ungs fólks. „Ungt fólk er að átta sig á mikilvægi þess að kjósa og kynna sér málefnin. Þetta eru málefni sem hafa áhrif á framtíð ungs fólks, það er verið að kjósa um framtíð ungs fólks.”