Stuðningsyfirlýsing LÍS við SHÍ vegna tanngreininga á hælisleitendum innan Háskóla Íslands
LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, lýsa yfir stuðningi allra stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis við afstöðu SHÍ, Stúdentaráðs Háskóla Íslands, gegn aldursgreiningum á hælisleitendum innan menntastofnana.
LÍS taka undir afstöðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að háskólar séu menntastofnanir. Hælisleitendur sem leita hingað til lands að öryggi eiga að hafa aðgang að menntun og njóta virðingar og mannréttinda innan samfélagsins. Skýtur skökku við að á sama tíma séu framkvæmdar slíkar rannsóknir innan veggja stærstu menntastofnunar landsins þegar fremur ætti að fullnýta möguleika háskólakerfisins til þess að styðja og efla þessa viðkvæmu hópa innan samfélagsins.
Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: