Fundur með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra
Við fórum á fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, síðastliðinn föstudag þar sem ræddar voru fyrirhugaðar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Eins og greint var frá fyrir viku samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinganna en fengum við tækifæri á fundinum til að fara ítarlega yfir þær.
Á fundinum staðfesti ráðherra ósk stúdenta um sæti tveggja fulltrúa þeirra í starfshóp þann er kemur til með að endurskoða LÍN.
Við þökkum fyrir góðan fund og hlökkum til samstarfsins.