Fundur með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra
Við fórum á fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, síðastliðinn föstudag þar sem ræddar voru fyrirhugaðar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Eins og greint var frá fyrir viku samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinganna en fengum við tækifæri á fundinum til að fara ítarlega yfir þær.
Á fundinum staðfesti ráðherra ósk stúdenta um sæti tveggja fulltrúa þeirra í starfshóp þann er kemur til með að endurskoða LÍN.
“Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri öflugu og metnaðarfullu hagsmunagæslu sem LÍS stendur fyrir. Ég hef lagt áherslu á að námsmenn verði með í ráðum þegar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna verða útfærðar. Fulltrúar námsmanna munu fá fulltrúa í verkefnahóp um endurskoðun á námslánakerfinu. Við ætlum að klára endurskoðunina á þessu kjörtímabili og bæta kjör námsmanna. Ég hlakka til að starfa með námsmannahreyfingunni á þeirri vegferð,”
Við þökkum fyrir góðan fund og hlökkum til samstarfsins.