Staða íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði: aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms erlendis
Föstudaginn 4. maí fer fram ráðstefna á Hotel Reykjavik Natura á vegum Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Landssamtaka íslenskra stúdenta um stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði. Tilefni ráðstefnunnar er útgáfa nýjustu Eurostudent könnunarinnar, þar sem Ísland er þátttakandi í fyrsta skipti. Á ráðstefnunni verður leitast við að varpa ljósi á félagslega og efnahagslega stöðu háskólanema í Evrópu og á Íslandi og rætt um hindranir og aðgengi að námi erlendis.
Skráning fer fram í hér og hér má sjá ráðstefnuna á Facebook.
Nánar um Eurostudent VI: