Yfirlýsing LÍS í ljósi endurskipunar í embætti framkvæmdastjóra LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leitast skal í hvívetna við að finna og skipa hæfasta einstaklinginn í öll embætti út frá faglegum forsendum, einungis er hægt að tryggja það með því að viðhafa gegnsætt og opið ráðningaferli. 

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sagði sjálf þegar hún var innt eftir því á landsþingi samtakanna í mars að hennar stefna væri að auglýsa í stöður sem þessar. Gefur það því að skilja að það eru enn frekari vonbrigði, að framkvæmd fylgi ekki orði. 

Yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast hér

Previous
Previous

Fullskipun og fyrsti fundur framkvæmdastjórnar

Next
Next

Framboðsfrestur til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa framlengdur