Fullskipun og fyrsti fundur framkvæmdastjórnar

Kosið var til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS á fulltrúaráðsfundi þann 18. júní. Bárust alls fimm framboð og fór það svo að Kristín Þóra Jónsdóttir hlaut kjör til fjármálastjóra og Sonja Björg Jóhannsdóttir til jafnréttisfulltrúa. Framkvæmdastjórn er þar með fullskipuð:

Formaður: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Varaformaður: Teitur Erlingsson
Gæðastjóri: Aldís Mjöll Geirsdóttir
Alþjóðaforseti: Salka Sigurðardóttir
Fjármálastjóri: Kristín Þóra Jónsdóttir
Markaðsstjóri: Sandra Rún Jónsdóttir
Jafnréttisfulltrúi: Sonja Björg Jóhannsdóttir
Ritari: Sigrún Jónsdóttir

Fullskipuð framkvæmdastjórn fundaði í fyrsta skipti þann 20. júní, þar sem var meðal annars rætt um aðkomu stúdenta að 100 ára fullveldishátíð Íslands og komandi skref í starfi framkvæmdastjórnar. Góður andi er í hópnum og hlakkar framkvæmdastjórn til þess að takast á við komandi verkefni.

Previous
Previous

Stuðningsyfirlýsing vegna Druslugöngunnar 28. júlí 2018

Next
Next

Yfirlýsing LÍS í ljósi endurskipunar í embætti framkvæmdastjóra LÍN