Markaðsstjóri LÍS 2019 - 2020
Þann 26. september síðastliðinn var Guðbjartur Karl Reynisson kosinn markaðsstjóri LÍS starfsárið 2019 - 2020 af fulltrúaráði samtakanna. Guðbjartur er með MSc gráðu í markaðsfræði og er auk þess þaulreyndur greinahöfundur.
Markaðsstjóri ber ábyrgð á því að vekja athygli á LÍS í samfélaginu og ber ábyrgð á miðlum samtakanna.
Við bjóðum Guðbjart velkominn til starfa.