Auglýst eftir framboðum í stöðu forseta LÍS

Untitled design.png

LÍS auglýsa í stöðu forseta fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 28. október og skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Kostur er að frambjóðandi hafi reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta, félagsstarfi í háskóla eða sambærilegu starfi. Kjörgengi til forseta hafa stúdentar sem eru, eða hafa verið síðustu tvö árin, meðlimir í aðildarfélögum LÍS, fulltrúaráði, framkvæmdastjórn eða nefndum LÍS.

Yfirlit yfir helstu hlutverk forseta úr verklagi LÍS:

  • Forseti skal hafa yfirsýn yfir alla starfsemi samtakanna og þekkja þau mál sem liggja fyrir samtökunum hverju sinni.

  • Forseti skal boða framkvæmdastjórnar- og fulltrúaráðsfundi, leggja fram dagskrá og stýra fundum.

  • Forseti hefur umsjón með sameiginlegum gögnum samtakanna – að á þeim sé gott skipulag og að hægt ég að finna öll þau gögn er samtökin varða.

  • Forseti er yfir landsþingsnefnd.

  • Forseti skal koma fram fyrir hönd félagsins og vera málsvari þess á opinberum vettvangi.

  • Forseti skal hafa umsjón með yfirlýsingum í nafni samtakanna og skal hann leggja þær fyrir fulltrúaráð til samþykktar áður en þær eru gefnar út. 

  • Forseti skal gæta jafnt að hagsmunum allra aðildarfélaga og gæta hlutleysis í hvívetna.

  • Forseti er talsmaður samtakanna og skal því vera í samskiptum við mennta- og menningarmálaráðuneyti og aðra hagaðila. Skal halda ræður og erindi á ráðstefnum og fundum sem varða stúdenta sé þess óskað.

  • Forseti skal vera ábyrgur fyrir miðlun upplýsinga til fulltrúa og varafulltrúa í  fulltrúaráði um alla starfsemi LÍS og til aðildarfélaga.

  • Forseti verður að kynna sér allt útgefið efni samtakanna (stefnur, verklag, ársskýrslur, handbækur og svo framvegis). 

Kosið verður í stöðu forseta á fulltrúaráðsfundi samtakanna 29. október og verður forseti að geta hafið störf sem fyrst. Fulltrúaráð LÍS ákvarðar starfs- og launakjör forseta en sóst er eftir einstakling sem getur sinnt 50-100% starfshlutfalli. 

Fyrirspurnir má senda á lis@studentar.is.

Previous
Previous

Sigrún Jónsdóttir kjörin nýr forseti LÍS

Next
Next

Markaðsstjóri LÍS 2019 - 2020