Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra.
Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Framkvæmdastjóri hefur rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt.
Hæfniskröfur:
Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi
Menntun sem nýtist í starfi er kostur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Góð kunnáttu í íslensku og ensku
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi
Framkvæmdarstjóri verður ráðinn í 40% starf frá 1. ágúst næstkomandi til 1. júní 2020 og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 6, 105 Reykjavík.
Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrá.
Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS:
Sonja Björg Jóhannsdóttir, sonja@studentar.is, s. 616-2620
Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 17. júlí