Framkvæmdastjóri LÍS 2019-2020

Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Theodóra Listalín Þrastardóttir við starfi framkvæmdastjóra LÍS.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu samtakanna sem framkvæmdastjóri er ráðinn en samkvæmt lögum LÍS ber framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna. Framkvæmdastjóri skal sjá um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum LÍS. Einnig hefur hann rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt.

Theodóra hefur lokið BS-gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands (HÍ) og mun hefja diplómanám á meistarastigi í vefmiðlun við HÍ í haust. Samhliða námi sínu í sálfræði tók Theodóra þátt í ýmsum félagsstörfum, bæði á vegum félags sálfræðinema, Animu, og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).

Bjóðum við Theodóru velkomna til starfa.

Framkvæmdastjóri LÍS (1).png
Previous
Previous

Sjálfboðaliðar óskast í Student Refugees // Seeking volunteers for Student Refugees

Next
Next

Hefur þú áhuga á stöðu framkvæmdastjóra LÍS