Ert þú næsti gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta? Framlengdur framboðsfrestur í hlutverk gæðastjóra LÍS!

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir framboði Gæðastjóra LÍS fyrir starfsárið 2022-2023. Framboðsfrestur er til og með 12. júní 2022. Kynningarbréf og ferilskrá sendist á kjorstjorn@studentar.is

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.

Mikilvægar upplýsingar:

  • Starfsárið hefst í júlí 2022 og er til maí 2023.

  • Gæðastjóri er forseti gæðanefndar LÍS og situr jafnframt í Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla fyrir hönd stúdenta. Hlutverk gæðastjóra er að stuðla að þekkingu og áhuga stúdenta á gæðamálum og hafa umsjón með stúdentum í gæðaúttektum.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska.

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn og aðrir viðburðir eru almennt á íslensku.

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS. (getur til dæmis verið í námi erlendis en samt hluti af SÍNE!)

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum.


Frambjóðendur kynna sig fyrir aðildarfélögum LÍS og í framhaldi af því verður kosið í hlutverk framkvæmdastjórnar á fulltrúaráðsfundi samtakanna sem verður haldinn fljótlega í kjölfar framboðsfrests.

Björgvin Ægir - Gæðastjóri LÍS 2021-2022

Nokkur orð frá Björgvini, gæðastjóra LÍS 2021-2022

,,Ég hef lært ótrúlega margt af því að vera Gæðastjóri LÍS á líðandi starfsári. Verkefnin eru krefjandi en á sama tíma ótrúlega skemmtileg og fjölbreytt.

Helstu verkefnin fela í sér beina tengingu við Gæðaráð í gegnum Ráðgjafanefnd Gæðaráðs og náið samstarf með þeim í að bæta gæði náms í háskólum á Íslandi.

Ég hef kynnst fullt af frábæru fólki af framlínu hagsmunabráttu stúdenta sem, ásamt LÍS, eru öll að berjast fyrir betri framtíð fyrir stúdenta.

Þetta er frábær vettvangur til að hafa áhrif og láta rödd þína heyrast svo ef þú hefur áhuga þá gæti ég ekki mælt nógu mikið með því að sækja um stöðu hjá LÍS.

Previous
Previous

LÍS og Gæðaráð íslenskra háskóla óska eftir stúdentafulltrúa í stofnanaúttekt á Landbúnaðarháskóla Íslands

Next
Next

Nánar um framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023 // More info on applications for LÍS Executive committee 2022-2023