Raddir stúdenta í Alþingiskosningum 2024
Íslenskir háskólanemar ganga til kosninga á erfiðasta tíma ársins - í prófatíð og knappri kosningabaráttu þar sem lítill tími er til stefnu til að kynna sér kosningaáherslur allra flokka.
Á tímum þar sem miklar breytingar á háskólaumhverfinu eru að eiga sér stað og heildarendurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur yfir er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist og að verðandi ríkisstjórn hafi málefni og sjónarmið stúdenta að leiðarljósi.
Á fulltrúaráðsfundi þann 15. október síðastliðinn voru fjórar lykilspurningar um málefni háskólanema ákveðnar af fulltrúaráði - stúdentafulltrúum allra háskólanna sjö sem og stúdentafulltrúum í háskólanámi erlendis - og í kjölfarið sendi framkvæmdastjórn LÍS spurningarnar á alla flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum 2024 (fyrir utan Ábyrga framtíð þar sem hann býður einungis fram í einu kjördæmi).
Framkvæmdastjórn LÍS heimsótti allar kosningamiðstöðvar til að ræða við frambjóðendur um málefni og áskoranir sem blasa við stúdentum og afhenda formlega spurningarnar fjórar. Smelltu á merkin til þess að sjá svör flokkanna við spurningum LÍS: