Fulltrúaráðsfundur 20. febrúar
Mánudaginn 20. febrúar kl 17:00 verður haldinn fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Haskóla Íslands í stofu 101 á Háskólatorgi. Er það nýjung í starfsemi LÍS að halda fulltrúaráðsfundi í skólum aðildarfélaganna en er það gert til þess að styrkja sambönd þeirra félaga sem mynda LÍS.
Dagksrá fundarins er eftirfarandi:
Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (17:00 - 17:05)
Kynning frá auglýsingaskrifstofunni Sahara um samfélagsmiðla (17:05-18:00)
Fréttir (18:00-18:05)
Auglýsingaherferð (18:05 - 18:10)
Lagabreytingar og fjöldi þingfulltrúa á landsþingi LÍS 2023 (18:10 - 18:45)
Fjárhagsáætlun (18:45 - 19:00)
Kynning á Erasmus Student Network (19:00 - 19:20)
Önnur mál (19:20-19:30)