Fulltrúaráð Visku fundar

Fulltrúaráð Visku kom saman 28. nóvember síðastliðinn í fyrsta sinn síðan félagið hóf starfsemi

Innan Visku starfar fulltrúaráð sem er skipað formanni félagsins og fulltrúum starfandi kjaradeilda og faghópa innan félagsins. Ennfremur tilnefnir Landssamband íslenskra stúdenta (LÍS) árlega fulltrúa í ráðið. Er fulltrúaráð stjórn félagsins til ráðgjafar í stefnumótandi málum.

Innan Visku eru nú starfandi ein kjaradeild, kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga, og ellefu faghópar: faghópar arkítekta, djákna, fjölskyldufræðinga, fræðafólks sem starfar sjálfstætt, listmeðferðafræðinga, íþróttafræðinga, myndlistafólks, safnafólks, táknmálstúlka, talmeinafræðinga og tómstunda- og félagsmálafræðinga og annars fagfólks í tómstundastarfi.

Á fundinum var farið yfir hvað hefur gerst á þessu fyrsta starfsári Visku og rætt um hvernig best sé að efla ólíka hópa innan félagsins. Á fundinum var farið yfir hugmyndir að uppbyggingu félagslegra innviða Visku, þar á meðal að útvíkka hópastarf innan félagsins svo að faghópar verði hér eftir nefndir „félagsnet“ sem sé ætlað að efla stöðu þess félagsfólks sem tilheyra þeim, styrkja tengslanet og stuðla að aukinni þekkingu og framþróun á sér- eða áhugasviði þeirra.

Mikill vilji og kraftur er í fulltrúaráði að taka þátt í uppbyggingastarfi Visku og efla félagsstarf á komandi misserum.

Frétt af vef Visku frá 5. desember

Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, á fulltrúaráðsfundi Visku

Previous
Previous

Stúdentar á milli steinns og sleggju

Next
Next

Opið fyrir umsóknir: Stúdentafulltrúi í stofnanaúttekt HR // Applications Open: Student Representative for a Quality Review of Reykjavík University