Kynning á niðurstöðum rannsóknar á stöðu foreldra í háskólanámi
Næstkomandi þriðjudag mun Katrín Björk Kristjánsdóttir kynna niðurstöður rannsóknar sinnar um stöðu foreldra í háskólanámi. Kynningin verður kl. 17-18 í stofu HT - 101 á neðri hæð Háskólatorgs í Háskóla Íslands.
Síðastliðið sumar hlaut LÍS styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og réði í kjölfarið Katrínu Björk til þess að starfa við rannsóknina. Hún starfaði undir umsjá Ásdísar Arnald, forstöðukonu Félagsvísindastofnunar, og Guðnýjar Eydal, prófessors í félagsráðgjöf.
Rannsóknin skoðar stöðu foreldra í háskólanámi. Rannsóknin dregur fram hver lífskjör foreldra í námi eru samanborið við barnlausa stúdenta, sem og hvernig foreldrum í námi farnast í háskólanámi samanborið við barnlaust fólk. Markmiðið var að kortleggja upplifun af náminu, framfærslu og reynslu foreldra af stuðningi stjórnvalda við barnafjölskyldur svo hægt sé að vinna að úrbótum og skilja stöðu þessa stóra hóps betur.
Við hvetjum öll áhguasöm um að mæta en stór hluti stúdenta á Íslandi eru foreldrar og mikilvægt að vinna að hagsmunum þessa hóps.