Ályktanir og yfirlýsingar Elsa Drífudóttir Ályktanir og yfirlýsingar Elsa Drífudóttir

Yfirlýsing LÍS vegna frumvarps til fjárlaga 2019

Ríkisstjórnin hefur haldið á lofti áformum um að fjárframlög til háskólastigsins nái meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020 og svo Norðurlandanna árið 2025 með stigvaxandi fjármögnun eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Það endurspeglast hins vegar ekki í fjármálaáætlun þar sem enn vantar u.þ.b. 900 milljónir árið 2023 til að ná meðaltali OECD-ríkjanna. Frumvarp til fjárlaga ársins 2019 bætir svo ekki úr skák þar sem ekki einu sinni markmið fjármálaáætlunar nást. Enn á ný eru markmið ríkisstjórnar að ná meðaltali OECD-ríkjanna og Norðurlandanna orðin tóm.

Yfirlýsing Landssamtaka íslenskra stúdenta vegna frumvarps til fjárlaga 2019.

„Frumvarp til fjárlaga ársins 2019 eru mikil vonbrigði og er það krafa LÍS að úr sé bætt í samræmi við loforð og markmið ríkisstjórnarinnar og að háskólakerfið fái þá fjárveitingu sem þörf er á.“

Yfirlýsinguna í heild seinni er hægt að lesa hér fyrir neðan:



Read More