Mikil gleði á fimm ára afmæli LÍS!

Mynd frá ráðstefnunni sem haldin var yfir daginn, 3. nóvember.

Mynd frá ráðstefnunni sem haldin var yfir daginn, 3. nóvember.

Á laugardaginn síðasta, 3. nóvember urðu Landssamtök íslenskra stúdenta fimm ára og var haldið upp á það með glæsibrag. Yfir daginn sjálfann var haldin ráðstefna þar sem aðal áherslan var lögð á aðildarfélögin, uppbyggingu þeirra, helstu áskoranir og framtíðar samstarf með LÍS. Á ráðstefnuna mættu fríður hópur erlendra gesta. Það voru þau Robert Napier og Katrina Koppel frá ESU, evrópsku stúdenta samtökunum, Petteri Heliste frá SYL, öðrum landssamtökum finnskra stúdenta, Oisín Hassan frá USI, landssamtökum írskra stúdenta og Turið Jónleyg Johannesen og Hans Andrias Gregoriussen frá MFS, landssamtökum færeyskra stúdenta. Öll héldu þau stutta fyrirlestra um það helsta sem þeirra samtök eru að vinna að ásamt því að Oisín stjórnaði vinnustofu þar sem aðildarfélög LÍS kortlögðu starfsemi sína, baráttumál og helstu hindranir. Í framhaldi af því var rætt hvernig LÍS geta komið til móts við aðildarfélög sín og hvernig aðildarfélögin geta komið að frekari uppbyggingu landssamtakanna samhliða því.

Glöð framkvæmdastjórn LÍS í 5 ára afælisveislu samtakanna

Glöð framkvæmdastjórn LÍS í 5 ára afælisveislu samtakanna

Um kvöldið var haldin veisla þar sem öllum þeim er hafa komið að starfi samtakanna í gegn um árin og öðrum velunnurum samtakanna var boðið að fagna tímamótunum. Á dagskrá voru meðal annars ávörp frá núverandi og fyrrverandi formönnum LÍS, rektors Háskólans á Akureyri, uppistand frá fyndnasta háskólanemanum, Alice Bower og söngatriði frá Söndru Rún Jónsdóttur.

ScreenHunter_713-Oct.-03-15.48.jpg

Á sunnudagskvöldið var myndin “Bráðum verður bylting” sýnd í Stúdentakjallaranum. Myndin fjallar um baráttu námsmanna á 7. áratug síðustu aldar fyrir bættum kjörum íslenskra stúdenta. Fimmtíu ár eru liðin frá atburðunum og lýstu þáttakendur aðgerðanna upplifun sinni og áhrifunum sem þær höfðu á líf þeirra. Öllum stúdentum var boðið að mæta og fá innsýn í baráttu stúdenta þá í ljósi stöðu stúdenta í dag.

LÍS vilja þakka öllum þeim sem tóku þátt í fögnuðinum fyrir komuna. Við hlökkum til að halda áfram því góða starfi sem hefur tekist að byggja upp á þessum fimm árum.

Previous
Previous

Forskot til framtíðar

Next
Next

LÍS hefur skyldur við framtíðina