Stuðningur við kröfur stúdenta frá samstarfsnefnd háskólastigsins

Samstarfsnefnd háskólastigsins - samráðsvettvangur rektora íslenskra háskóla, hefur sent út bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stúdenta við úrbætur á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Mikilvægt er að frítekjumark verði hækkað úr 930.000 kr á ári í 1.330.000 kr í samræmi við launaþróun. Einnig þarf að endurskoða húsnæðisgrunn framfærslulána á gagnsæjan máta í samráði við stúdenta, en húsnæðisgrunnur er í dag 75.000 kr á mánuði.

Yfirlýsingin er undirrituð af Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands og formanni samstarfsnefndarinnar.

Yfirlýsinguna má lesa hér:

yfirlysing samstarfsnefnd.JPG


Previous
Previous

Ert þú vefsíðu- og/eða grafískur hönnuður?

Next
Next

Áskorun til þingflokka um að sýna kröfum stúdenta samstöðu í verki