LÍS og BHM semja um samstarf

Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna hafa gert með sér samstarfssamning sem m.a. hefur að markmiði að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði. LÍS fær afnot af skrifstofu- og fundaraðstöðu í húsakynnum BHM að Borgartúni 6. Samkvæmt samningnum munu aðilar vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál. LÍS mun aðstoða BHM við kannanir á stöðu háskólamenntaðra í samfélaginu og á móti mun bandalagið aðstoða samtökin við kynningu á kjara- og réttindamálum félagsmanna þeirra. Gildistími samningsins er frá 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017.

Á myndinni má sjá Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann BHM, og Nönnu Elísu Snædal Jakobsdóttur, fráfarandi formann LÍS, handsala samstarfssamninginn.

Þórunn Sveinbjargardóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir

Þórunn Sveinbjargardóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir

Previous
Previous

LÍS fékk aðild að ESU með einróma kosningu