LÍS fékk aðild að ESU með einróma kosningu

Fulltrúar LÍS eru á okkar merkilegasta stjórnarfundi ESU hingað til þessa en í gærkvöldi var LÍS samþykkt sem fullgildur meðlimur samtakanna. Við erum í skýjunum enda markar þetta lok á löngu umsóknarferli og upphaf á nýjum tímum í sögu íslenskra stúdenta. Umsóknarferlið tók um það bil ár en í því fólst meðal annars heimsókn teymis frá ESU sem skoðuðu ítarlega samtökin og samskipti okkar við helstu aðila menntakerfisins sem og þátttöku stúdenta í þróun þess.

Stjórnarfundurinn er að þessu sinni haldinn í Noregi og stendur yfir fram á laugardag. Á fundinum koma saman fulltrúar frá 45 aðildarfélögum úr 38 löndum í Evrópu til að ræða og afgreiða ýmis mál sem varða eflingu æðri menntunar í Evrópu. Fulltrúar LÍS voru þau Aldís Mjöll Geirsdóttir, Helga Lind Mar og Þórður Jóhannsson.

Aldís Mjöll Geirsdóttir, Helga Lind Mar og Þórður Jóhannsson

Aldís Mjöll Geirsdóttir, Helga Lind Mar og Þórður Jóhannsson

Previous
Previous

Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa

Next
Next

LÍS og BHM semja um samstarf