Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa

Í dag fór fram skiptafundur LÍS en kosið var í helstu embætti framkvæmdastjórnar og formaður samtakanna, sem kosinn var á Landsþingi LÍS í mars, tók við stjórnartaumunum. Nýja framkvæmdastjórn LÍS skipa:

Formaður: Davíð Erik Mollberg

Varaformaður: Aldís Mjöll Geirsdóttir, SHÍ

Fjármálastjóri: Kolbrún Þorfinnsdóttir, SÍNE

Alþjóðaforseti: Þórður Jóhannsson, SÍNE

Gæðastjóri: Sunna Mjöll Sverrisdóttir, SHÍ

Markaðsstjóri: Hallur Guðmundsson, NFHB

Jafnréttisfulltrúi: Elsa María Guðlaugsdóttir, NLHÍ

Kynningarfulltrúi: Sólbjört Sigurðardóttir, NLHÍ

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá fráfarandi formann, Nönnu Elísu Jakobsdóttur, afhenda núverandi formanni, David Erik Mollberg, LÍS-hestinn Erik.

Hefð er fyrir því að nýr formaður fái afhendan sænska hestinn Erik en það er einstaklega skemmtileg tilviljun að hesturinn og núverandi formaður eru nafnar og báðir ættaðir frá Svíþjóð!

Nanna Elísa Jakobsdóttir og David Erik Mollberg

Nanna Elísa Jakobsdóttir og David Erik Mollberg

Previous
Previous

ESU fordæmir harðlega aðför tyrkneskra stjórnvalda að akademísku samfélagi

Next
Next

LÍS fékk aðild að ESU með einróma kosningu