Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa
Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa LÍS. Framboð skulu berast á kjorstjorn.lis@gmail.com fyrir kl 23:59 þann 2. júní og skal fylgja ferilskrá og nokkur orð um ástæðu framboðs. Kosið verður á fundi fulltrúaráðs LÍS í júní, dagsetning auglýst síðar.
Lýsing á hlutverkum úr lögum LÍS:
25. gr. Fjármálastjóri
Fjármálastjóri skal hafa yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Fjármálastjóri ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða og innheimta kröfur. Fjármálastjóri skal sjá um gerð fjárhagsáætlunar í upphafi starfsárs og leggja fyrir fulltrúaráð til samþykktar. Fjármálastjóri hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Fjármálastjóri skal sjá til þess að ársreikningur sé gerður, kynna hann á landsþingi og bera hann upp til samþykktar. Fjármálastjóri er ábyrgur fyrir fjáröflun og hefur umsjón með gerð styrktar- og viðskiptasamninga. Fjármálastjóri er yfir fjármálanefnd.
28. gr. Jafnréttisfulltrúi
Jafnréttisfulltrúi skal gæta þess að jafnrétti ríki innan samtakanna. Hann skal leitast við að tryggja öllum stúdentum jafnan rétt, jafna stöðu og leggja ríka áherslu á að allir samfélagsþegnar búi við jafnrétti til náms. Jafnréttisfulltrúi skal sjá til þess að jafnréttisstefnu samtakanna sé fylgt. Jafnréttisfulltrúi er yfir jafnréttisnefnd.
Nánari upplýsingar veitir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS á lis@haskolanemar.is.