LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning

LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning sinn með það fyrir augum að efla samstarfið enn frekar. Í samningnum felst meðal annars að LÍS munu eiga rétt til þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og að BHM mun leita til LÍS um málefni sem bandalagið ályktar um og varða stúdenta. Aðilar munu beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verða BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu LÍS vera tengiliður BHM við Gæðaráð íslenskra háskóla. 

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, við undirritun samningsins

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, við undirritun samningsins

Sameiginleg kynning á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra

Enn fremur munu aðilar standa sameiginlega að kynningu á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra á vinnumarkaði fyrir aðildarfélög LÍS og undirbúa ráðstefnu eða fundaraðir um það efni fyrir stúdenta. Fulltrúar LÍS munu hafa seturrétt á upplýsingafundum BHM og fá afnot af skrifstofu- og fundaaðstöðu í húsakynnum bandalagsins.

Gildistími samningsins er frá 18. maí 2018 til 31. maí 2019 og skal hann endurskoðaður í apríl 2019.

Previous
Previous

Opið er fyrir framboð til fjármálastjóra og jafnréttisfulltrúa

Next
Next

Skiptaráðstefna LÍS 2018