Skiptaþing LÍS haldið helgina 11.-13. júní

-English below-

Helgina 11.-13. júní fór Skiptaþing LÍS fram en þetta er í fjórða skiptið sem slíkur viðburður er haldinn frá stofnun LÍS. Skiptaþing er vettvangur fyrir fráfarandi framkvæmdastjórn að deila þekkingu sinni og reynslu með nýrri framkvæmdastjórn en markmið þingsins er að undirbúa nýja framkvæmdastjórn fyrir starfsárið svo að þau séu í stakk búin að takast á við verkefni og hagsmunabaráttu. Dagskrá þingsins innihélt fyrirlestra, kynningar, hagnýtar vinnustofur og að sjálfsögðu hópefli

Executive committee 2021-2022Upper row from the left: Agnar Logi, Úlfur Atli, Björgvin Ægir og Erla GuðbjörgLower row from the left: Derek, Kolbrún Lára, Jonathan og Nhung

Executive committee 2021-2022

Upper row from the left: Agnar Logi, Úlfur Atli, Björgvin Ægir og Erla Guðbjörg

Lower row from the left: Derek, Kolbrún Lára, Jonathan og Nhung

Fráfarandi framkvæmdastjórn lagði ýmis raunhæf verkefni fyrir nýja framkvæmdastjórn sem hún átti að leysa hratt og örugglega. Framkvæmdastjórn þurfti til dæmis að bregðast við breytingum á úthlutunarreglum Menntasjóðs og frumvarpi til laga.

Mikil tilhlökkun ríkir hjá framkvæmdastjórn fyrir komandi starfsári og það er ljóst að mörg og fjölbreytt verkefni eru framundan.

Eftirfarandi eru meðlimir framkvæmdastjórnar LÍS starfsárið 2021-2022

Forseti - Derek T. Allen
Varaforseti - Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Framkvæmdastjóri: Agnar Logi Kristinsson
Alþjóðafulltrúi - Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir
Markaðstjóri - Nhung Hong Thi Ngo
Gæðastjóri - Björgvin Ægir Elisson
Jafnréttisfulltrúi - Jonathan Wood
Ritari - Úlfur Atli Stefaníuson

//

The weekend 11th-13th of June LÍS held a Skiptaþing or exchange conference for the fourth time since the establishment of LÍS. Skiptaþing is a forum for the former executive board to share its knowledge and experience with the newly elected executive board, but the aim of the conference is to prepare a new executive board for the operating year so that they are able to tackle tasks and conflicts of interest for students. The agenda of the sessions included lectures, presentations, practical workshops and of course group work.

The former executive board presented a number of realistic and practical tasks to the new board, which had to solve the tasks quickly and efficiently. They, for example, had to respond to changes in the Icelandic Student Loan Fund allocation rules and a bill of law.

The Executive Board is very much looking forward to the coming year, and it is clear that many and varied projects lie ahead.

The following are the members of the LÍS Executive Board for the operating year 2021-2022

President - Derek T. Allen
Vice President - Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Ececutive officer - Agnar Logi Kristinsson
International Representative - Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir
Market Manager - Nhung Hong Thi Ngo
Quality Manager - Björgvin Ægir Elisson
Equality Representative - Jonathan Wood
Secretary - Úlfur Atli Stefaníuson

Previous
Previous

Framlengdur umsóknarfrestur í stöðu Jafnréttisstjóra hjá Samtökum Evrópskra Stúdenta /// Extendend application time for Equality Coordinator for the European Students' Union

Next
Next

Kall eftir starfskrafti í Samtökum evrópskra stúdenta /// Call for job applications to work for the European Students' Union