Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Haustþing LÍS 2022 og þema Landsþings afhjúpað!

Haustþing LÍS 2022 var haldið 8. september í Borgartúninu. Sérstakt þema var fjölskyldumál.

Haust er þegar laufin fara að falla, pumpkin spice latte fæst á kaffitár, gular viðvaranir snúa aftur og Haustþing LÍS er haldið.

Meðlimir LÍS í framkvæmdastjórn, fulltrúaráði og nefndum samtakanna hittust saman laugardaginn 8. október í höfuðstöðum LÍS í Borgartúni.

Helga Lind Mar með kynningu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins.

Sérstakur gestur og fyrrum LÍS-ari Helga Lind Mar setti þingið með hvetjandi hugvekju og umræðu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins okkar. Þar á eftir tóku meðlimir framkvæmdarstjórnar við og kynntu sínar verkáætlanir fyrir komandi starfsár.

Á síðasta fulltrúaráðsfundi var þema Landsþings LÍS ákveðið og verður þema ársins fjölskyldumál stúdenta. Í tengslum við það fengum við kynningar frá þremur mæðrum í háskólanámi, þeim Birgittu Ásbjörnsdóttur, hagsmunafulltrúa NFHB Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, forseta fjölskyldunefndar SHÍ og Nönnu Hermannsdóttur, meðstjórnanda SÍNE. Þær ræddu sína reynslu af því að vera foreldri, reynslu sína af lánasjóðskerfinu og háskólanámi almennt. Við þökkum þeim sérstaklega fyrir komuna og fyrir mjög fræðandi kynningar um mikilvægan málaflokk.

Jóna Guðbjörg, forseti Fjölskyldunefndar SHÍ með kynningu.

Við enduðum þingið í tveimur vinnustofum þar sem rætt var í þaula um hvaða málaflokkar innan stúdentabaráttunnar eiga að heyra undir fjölskyldustefnu og hvernig geta LÍS og stúdentahreyfingar beitt sér fyrir hagsmunabaráttu foreldra í námi?

Eftir þing var trítlað á happy hour og enduðum daginn í hlátrasköllum og skemmtilegheitum.

——— English —--—

Autumn is when the leaves start to fall, pumpkin spice lattes are available in Kaffitár, yellow warnings return and LÍS's Autumn assembly is held.

The members of LÍS's executive board, representative council and the association's committees met on Saturday, October 8, at LÍS's headquarters in Borgartún.

Special guest and former LÍS member Helga Lind Mar opened the session with an inspiring, thought-provoking discussion about the establishment of LÍS and the importance of our work. After that, the members of the executive board took over and presented their project plans for the coming working year.

At the last representative council meeting, the theme of LÍS's National Assembly was decided, and this year's theme will be student family issues. In connection with that, we received presentations from three mothers in university, Birgitta Ásbjörnsdóttir, NFHB representative, Jóna Guðbjörga Ágústsdóttir, president of SHÍ's family committee and Nanna Hermannsdóttir, co-member of SÍNE.

They discussed their experience of being a parent, their experience with the loan fund system and university education in general. We especially thank them for coming and for very informative presentations on an important issue.

We ended the session in two workshops where we discussed , which issues within the student struggle should come under family policy and how can LÍS and student movements act for the interest of parents in education?

After the meeting, we went to happy hour and ended the day with laughter and fun.

Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa!

Skiptaþing LÍS var haldið helgina 24.-26. júní. Markmið þingsins er að undirbúa nýja framkvæmdastjórn svo þau séu í stakk búin að takast á við verkefni og hagsmunabaráttu komandi starfsárs. Í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023 sitja:

Mynd af framkvæmdastjórn LÍS 2022.
Efri röð frá vinstri: Sigríður Helga, Erna, Alexandra Ýr, Kolbrún Lára og Anton Björn.
Neðri röð frá vinstri: Rannveig Klara og Sigtýr Ægir.

Forseti: Alexandra Ýr van Erven
Varaforseti: Anton Björn Helgason
Ritari: Rannveig Klara Guðmundsdóttir
Alþjóðafulltrúi: Sigríður Helga Olafsson
Gæðastjóri: Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Jafnréttisfulltrúi: Erna Benediktsdóttir
Markaðsfulltrúi: Sigtýr Ægir Kárason

Áhersla var lögð á að fráfarandi og reyndir LÍS-arar deildu reynslu og þekkingu sinni með nýjum meðlimum LÍS. Dagskrá þingsins innihélt kynningar á sögu samtakanna, fræðslu, vinnustofur og að sjálfsögðu hópefli.

Fráfarandi framkvæmdastjórn lagði ýmis raunhæf verkefni fyrir nýja framkvæmdastjórn sem hún átti að leysa hratt og örugglega.

Ný framkvæmdastjórn hefur nú formlega tekið við keflinu. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir komandi starfsári og það er ljóst að mörg og fjölbreytt verkefni eru framundan.

Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Nánar um framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023 // More info on applications for LÍS Executive committee 2022-2023

// English below

Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2022-2023. Framboðsfrestur er til og með 21. maí 2022.
Frambjóðendur kynna sig fyrir aðildarfélögum LÍS og í framhaldi af því verður kosið í hlutverk framkvæmdastjórnar á skiptafundi samtakanna sem verður haldinn laugardaginn 28. maí.

Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.

Mikilvægar upplýsingar:

  • Starfsárið hefst í júní 2022 og er til maí 2023.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska.

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku.

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS. (getur til dæmis verið í námi erlendis en samt hluti af SÍNE!)

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum.

Það eru sex embætti í framkvæmdastjórn LÍS sem kosið verður um á skiptafundi 28. maí

Hér fyrir neðan kemur stutt samantekt um hvert embætti sem er laust til framboðs en það eru forseti, varaforseti, gæðastjóri, markaðsstjóri, jafnréttisfulltrúi og ritari.

Forseti

  • Forsvarsaðili samtakanna

  • Boðar og stýrir fundum

  • Hefur yfirsýn yfir öll verkefni

  • Leiðir stefnumótun

Varaforseti

  • Tengiliður við aðildarfélög

  • Forseti lagbreytingarnefndar

  • Staðgengill forseta

Ritari

  • Ritar og heldur utan um fundargerðir

  • Sér um birtingu efnis á vefsíðu samtakanna

  • Þýðir skjöl samtakanna í samstarfi við forseta

Markaðsstjóri

  • Forseti markaðsnefndar

  • Sér um samfélagsmiðla, kynningarefni og hlaðvarp

  • Skipuleggur auglýsingaherferðir um málefni stúdenta

  • Vinnur í sýnileika samtakanna

Jafnréttisfulltrúi

  • Forseti jafnréttisnefndar

  • Berst fyrir auknu aðgengi að námi og bættri stöðu stúdenta

  • Verkefnastjóri Student Refugees Iceland

Gæðastjóri

  • Forseti gæðanefndar

  • Situr í ráðgjafarnefnd gæðaráðs

  • Stuðlar að þekkingu og áhuga stúdenta á gæðamálum

// ENGLISH

Dear students,

LÍS is opening the call for candidates for next year’s Executive Committee. The application deadline is 21st of May, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is

Candidates will be invitied to introduce themselves to the Board of Representatives. Elections will take place at the Hand-over meeting on Saturday 28th of march.

Important information:

  • The next operating year will begin in June 2022 and last until May 2023.

  • LÍS' working language is Icelandic.

    • Our published information is in Icelandic and English but meeting documents are generally in Icelandic.

  • Eligability to run…

    • Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).

    • Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.

    There are six positions available on the executive committee:

President

  • Official union representative

  • Convenes and chairs meetings

  • Oversees all activities

  • Leads policy work

Vice-President

  • Liaison with member unions

  • Chairs legislative committee

  • Stand in for president

Secretary

  • Writes and keeps track of meeting documents and notes

  • Oversees websites and publications

  • Incidental tasks and support

Marketing officer

  • Chairs marketing committee

  • Oversees social media, promotional material and podcast

  • Plans marketing campaigns on student issues

  • Maintains the unions' public visibility

Equal Rights Officer

  • Chairs the equal rights committee

  • Advocates for equal access to education and students' welfare

  • Project manager of Student Refugees Iceland

Quality Officer

  • Chairs the quality committee

  • Sits on the Quality Council

  • Supports knowledge of and interest in quality matters among students

Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar LÍS 2022-2023 // Candidates running for the executive committee of LÍS

Frambjóðandi til forseta //
Candidate for President

Derek - frambjóðandi til forseta

Derek Terell Allen er sitjandi forseti LÍS sem býr yfir víðtæka reynslu í stúdentabaráttunni. Ég hef sterka framtíðarsýn og vill gjarnan leiða samtökunum út úr heimsfaraldrinum. Ég er alltaf til í að heyra þínar hugmyndir, pælingar og uppbyggilegt gagnrýni. Hafa má samband við mig í gegnum tölvupóst á derek@studentar.is.

Derek Terell Allen is the current president of LÍS. I have an extensive experience in the interests of students. I have a strong vision for the future and I would like to lead the organization out of the pandemic. I am always ready to hear your ideas, reflections and constructive criticism.

You can contact me via e-mail at derek@studentar.is


Frambjóðandi til varaforseta //
Candidate for Vice President

Sölvi Steinn - frambjóðandi til varaforseta

Ég heiti Sölvi og hef áhuga á að gerast næsti varaforseti LÍS. Sá áhugi kviknaði í kjölfar starfs míns í lagabreytingarnefnd sem eru mín fyrstu kynni af samtökunum. Það að þetta voru mín fyrstu kynni af samtökum sem ættu að vera hverjum námsmanni kunn er einmitt ein af aðalástæðunum fyrir áhuganum, það er mikilvægt að samtökin leggist í kynningarstarf á komandi tímum svo hægt sé að gæta betur að hagsmunum stúdenta og réttindavitneskju þeirra.

Fyrir utan lagabreytingarnefndina hef ég nokkra reynslu af félagastörfum, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Ég var annar fulltrúi Íslands í ungmennadeild klúbbs-matreiðslumeistara. Þar skipulögðum við og héldum ráðstefnu matreiðslumeistara á norðurlöndunum, studdum aukið samstarf ungkokka og hjálpuðum til við að efla þá við að sækja ístarfsnám á milli landa. Síðar var ég meðlimur í hjálparsamtökum sem skipulagði, fjármagnaði og byggði geitaræktunarsetur í Mbale héraðinu í Úganda. Þar sinnti ég aðallega fjármögnun, skipulagningu og myndun tengsla.

My name is Sölvi and I am interested in becoming the next vice president of LÍS. That interest was sparked following my work in the Law Amendment Committee, which is my first acquaintance with the organization. The fact that this was my first acquaintance with an organization that every student should know is one of the main reasons for the interest, it is important that the organization engages in promotional work in the future so that the interests of students and their rights awareness can be better taken care of.

Apart from the Law Amendment Committee, I have some experience of social work, both domestically and internationally. I was another Icelandic representative in the youth department of the chef-club. There we organized and held a conference of chefs in the Nordic countries, supported increased co - operation between young chefs and helped to strengthen them in applying for internships between countries. Later, I was a member of an aid organization that organized, funded, and built a goat farm in the Mbale region of Uganda. There I mainly took care of financing, planning and networking.


Frambjóðandi til alþjóðafulltrúa //
Candidate for International Officer

Sigríður Helga Ólafsson er fædd og uppalin í Bandaríkjunum og flutti til Íslands 2018 eftir að hafa útskrifast frá Metea Valley High School. Ég stunda nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Ég hef brennandi áhuga á geðheilbrigðisvitund og jafnrétti og hef reynslu af sjálfboðavinnu en ég vinn með börnum á frístundaheimili. Í frítíma mínum finnst mér gaman að ferðast og upplifa nýja menningu. Ég er alin upp á milli tveggja landa og hef sterka hæfileika í að byggja upp alþjóðleg tengsl og persónulega reynslu af því að sigla um akademískar aðstæður sem erlendur skiptinemi og hér á landi.


Sigríður Helga Olafsson is born and raised in the United States and moved to Iceland 2018 after graduating cum laude from Metea Valley High School. I am currently studying Psychology at the University of Iceland. I feel passionate about mental health awareness and equality and have experience doing volunteer work and I work with children in an after-school program. In my free time I enjoy traveling and experiencing new cultures. Growing up between two countries, I’ve developed strong skills in building connections internationally and personal experience in navigating academic settings as a foreign exchange student and here in Iceland.

Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Rödd stúdenta til umbóta í háskólastarfi - Vinnustofa á vegum ráðgjafarnefndar gæðaráðs

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) tóku þátt í rafrænni vinnustofu á vegum Ráðgjafarnefndar Gæðaráðs miðvikudaginn 10. nóvember 2021. Þátttakendur vinnustofunnar voru gæðateymi, deildarforsetar, kennslunefndir, kennslustjórar (sviða/deilda),  kennsluþróarar, stúdentar og aðrir hagsmunaaðilar og áhugasöm um kennsluþróun. Frá LÍS mættu Derek T. Allen forseti, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, varaforseti og Björgvin Ægir Elisson, gæðastjóri samtakanna.

Fundarstjóri var Guðmunda Smáradóttir, gæða- og mannauðsstjóri, Landbúnaðarháskóla Íslands 

Löng hefð er fyrir því innan háskólasamfélagsins að leita eftir viðhorfum stúdenta til náms og kennslu með kennslukönnunum, ýmist í lok misseris eða með miðmisseriskönnunum. Markmiðið með vinnustofunni var að ræða hvernig megi styrkja rödd stúdenta til umbóta í námi og kennslu með áherslu á hvernig megi bæta ábyrga þátttöku og virkni nemenda sem og endurgjöf frá starfsfólki til stúdenta um hvernig þeirra rödd raunverulega nýtist til úrbóta (e. feedback on feedback). Með umræðum sem fóru fram á vinnustofunum gafst þátttakendum tækifæri til þess að læra hvert af öðru og deila því sem vel er gert (e. best practices).

Byrjað var á stuttum erindum:

  1. Nýjar leiðir til þess að virkja stúdenta til rýni og umbóta – Vaka Óttarsdóttir, gæða og mannauðsstjóri og Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, stúdent og forseti SHA, Háskólanum á  Akureyri.

  2. Reynsla við innleiðingu kennslukannanakerfis við Háskólann í Reykjavík – Rebekka  Helga Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri, Háskólanum í Reykjavík 

  3. Kostir og gallar kennslukannana: hvernig getum við gert betur? – Ása Björk  Stefánsdóttir, forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík og Selma Rún  Friðbjörnsdóttir, stúdent og varaforseti SFHR 

  4. Eftirfylgni við kannanir meðal stúdenta – Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri  kennslusviðs HÍ 

  5. Ánægjukannanir: hvernig hafa þær nýst til umbóta og getum við gert betur? – Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Félagsvísindastofnun  

Eftir erindin voru umræður og tækifæri fyrir spurningar en í öllum erindunum var lögð áhersla á endurgjöf á endurgjöf, þ.e. að kennarar ræði við stúdenta um endurjgöfina. Í umræðunum var rætt um leiðir til að virkja kennara í að virkja stúdenta. LÍS vill sérstaklega vekja athygli á erindum 1. og 3. þar sem leitað var leiða til að gera stúdenta að raunverulegum þátttakendum í ferlinu til umbóta.

Næst var þátttakendum vinnustofunnar skipt í umræðuhópa á vegum LÍS. Spurt var:

  1. Hvaða tæki eru best til þess að koma skoðunum stúdenta um námið á framfæri?

  2. Hvernig er best að bregðast við endurgjöf stúdenta á námið? 

Að lokum sagði hver umræðustjóri stutta samantekt af umræðum hjá sínum hóp en það sem var sameiginlegt var að þátttakendur töldu nauðsynlegt að nota blandaðar aðferðir til að fá víðari sýn á kennslumat og að kynna tilgang kennslukannana fyrir stúdentum. Að lokum var lögð mikil áhersla á þátttöku stúdenta, leiðir fyrir kennara til að virkja stúdenta og að stúdentar ræði við aðra stúdenta um gæðamál en við í LÍS tökum hjartanlega undir þau orð og minnum á stefnu samtakanna um gæði í íslensku háskólasamfélagi sem má lesa hér. Stefnan er skrifuð af stúdentum fyrir stúdenta.

LÍS þakka ráðgjafanefnd gæðaráðs kærlega fyrir að hvetja til samtals um mikilvægi raddir stúdenta til umbóta í háskólastarfi en við munum svo sannarlega halda því áfram.


Read More