LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning á milli sín
—English below—
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning til loks maí. Samningurinn veitir okkur m.a. skrifstofuhúsnæði og rétt á þátttöku í stefnumótun bandalagsins um sameiginlega hagsmuna- og réttindamál. LÍS og BHM skulu vera hvor öðrum innan handar, og LÍS munu sérstaklega vera í ráðgefandi hlutverki þar sem það varðar málefni stúdenta. Samningurinn verður endurskoðaður í apríl 2022.
Samstarfið á milli þessara vinkla hefur ávallt verið öflugt, og þess vegna er það mikið fagnaðarefni að geta haldið þessu samstarfi gangandi.
///
LÍS and BHM (Bandalag háskólamanna, English name: Icelandic Confederation of University Graduates) have renewed their partnership agreement until the end of May. The agreement provides us with, among other things, office space and the right to help shape the policies of BHM. LÍS and BHM will offer each other support, and LÍS will especially help BHM when it comes to everything relating to students. The contract will be reviewed in April 2022.
The partnership between these organizations has always been strong. It is, therefore, a cause for celebration that we get to continue this partnership.
Bandalag háskólamanna styður LÍS í kröfum um hærri framfærslu og frítekjumark hjá LÍN
Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur stúdenta um betri Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur stúdenta um betri Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Yfirlýsingin hljóðar svo:
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa réttilega bent á að framfærslulán Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) duga ekki til framfærslu hér á landi. Námsmaður í leigu- eða eigin húsnæði fær nú að hámarki um 184 þúsund krónur í framfærslulán á mánuði. Sjóðurinn veitir slík lán aðeins í níu mánuði á ári og er gert ráð fyrir að námsmenn brúi bilið milli ófullnægjandi lána og raunverulegs framfærslukostnaðar með vinnu í þrjá mánuði. Hins vegar eru möguleikar námsmanna til að gera slíkt afar takmarkaðir því frítekjumark sjóðsins er lágt, aðeins 930 þúsund krónur fyrir skatt. Séu tekjur umfram þetta mark skerðast lánin. LÍS hafa því krafist þess að bæði framfærslulánin og frítekjumarkið verði hækkuð.
BHM lýsir yfir fullum stuðningi við þessar sanngjörnu og réttmætu kröfur LÍS.
LÍS þakka fyrir mikilvægan stuðning í baráttunni fyrir bættum kjörum stúdenta.
LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning sinn með það fyrir augum að efla samstarfið enn frekar. Í samningnum felst meðal annars að LÍS munu eiga rétt til þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og að BHM mun leita til LÍS um málefni sem bandalagið ályktar um og varða stúdenta. Aðilar munu beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verða BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu LÍS vera tengiliður BHM við Gæðaráð íslenskra háskóla.
LÍS og BHM (Bandalag háskólamanna) hafa endurnýjað samstarfssamning sinn með það fyrir augum að efla samstarfið enn frekar. Í samningnum felst meðal annars að LÍS munu eiga rétt til þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og að BHM mun leita til LÍS um málefni sem bandalagið ályktar um og varða stúdenta. Aðilar munu beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verða BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu LÍS vera tengiliður BHM við Gæðaráð íslenskra háskóla.
Sameiginleg kynning á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra
Enn fremur munu aðilar standa sameiginlega að kynningu á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra á vinnumarkaði fyrir aðildarfélög LÍS og undirbúa ráðstefnu eða fundaraðir um það efni fyrir stúdenta. Fulltrúar LÍS munu hafa seturrétt á upplýsingafundum BHM og fá afnot af skrifstofu- og fundaaðstöðu í húsakynnum bandalagsins.
Gildistími samningsins er frá 18. maí 2018 til 31. maí 2019 og skal hann endurskoðaður í apríl 2019.