Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Mánaðarlegur pistill forsetans - 27. júlí 2021

—English below—

Ágætu lesendur,

Öðrum mánuðinum í embætti forsetans er nú lokið. Eins og búast mætti við var júlí tiltölulega rólegt tímaskeið, en margir hagsmunaaðilar þessarar baráttu voru í fríi, ég þar á meðal. Það þýðir samt ekki að allt var sett á ís á meðan, en stúdentabaráttan er alltaf mikilvægt að heyja. 

Byrjun mánaðarins var eytt í áframhaldandi verkefnum sem lýst voru í fyrri pistlinum. Annað slíkra verkefna er þátttaka í stýrihóp Menntamálaráðuneytisins sem rýnir í menntastefnu til 2030 og hugsanlegar aðgerðir í takt við hana. Þó að engir fundir með þessum hóp hafa átt sér stað nýlega hefur samt verið tími nýttur í því að tryggja að allar aðgerðir taka einnig tillit til háskólastigsins, en stefnan er frekar miðuð að leik-, grunn- og framhaldsskólastigum.

Hitt verkefnið felur í sér að halda viðburð þar sem frambjóðendum í Alþingiskosningum næstu væri veitt vettvang til þess að koma sínum skoðunum á framfæri varðandi málefni stúdenta. Ýmsir frambjóðendur hafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Við fögnum þessum viðbrögðum og hlökkum innilega til þessa viðburðar, væntanlega í byrjun septembers.

Í þessum síðastliðnum mánuði var miklu púðri eytt í að styrkja okkar alþjóðlegt tengslanet. Á meðan frítíminn minn stóð yfir fór ég til Belgíu og Lúxemborgar og hitti stúdentasamtök þar. Í höfuðborg Belgíu fékk ég það yndislegt tækifæri að hitta forseta og annan tveggja varaforseta Samtaka evrópskra stúdenta (e. European Students‘ Union, eða ESU). Þessi hittingur var í óformlegri kantinum, en hann var samt fróðlegur. Það var einkum rætt hlutverk okkar sem stúdentafulltrúar og hvernig við eigum að koma opinberlega fram.

Ég ásamt forseta ESU Martina Darmanin og öðrum tveggja varaforseta Jakub Grodecki í Brússel /// I alongside ESU President Martina Darmanin and one of two Vice Presidents Jakub Grodecki in Brussels

Ég ásamt forseta ESU Martina Darmanin og öðrum tveggja varaforseta Jakub Grodecki í Brússel /// I alongside ESU President Martina Darmanin and one of two Vice Presidents Jakub Grodecki in Brussels

Nokkrum dögum síðar var ég kominn til Lúxemborgar. Þrátt fyrir ástandið þar fékk ég að hitta forseta og aðalritara Samband lúxemborgískra stúdenta (f. Union Nationale des Étudiant-e-s du Luxembourg, eða UNEL). UNEL og LÍS funduðu formlega til að ræða stöðu mála innan beggja samtaka og landa. Rætt var m.a. aukin fjöltyngni í háskólasamfélaginu og geðheilsu stúdenta.

Mynd með Estelle Nee og Lauru Dominicy, forseta og aðalritara UNEL /// Picture with Estelle Nee and Laura Dominicy, President and Secretary-General of UNEL

Mynd með Estelle Nee og Lauru Dominicy, forseta og aðalritara UNEL /// Picture with Estelle Nee and Laura Dominicy, President and Secretary-General of UNEL

Mikið var lært af þessum fundi og við vonum að við fáum fleiri tækifæri til prýðilegs samstarfs með UNEL.

Siglt var í gegnum júlí 2021 eins og nærri mætti geta. Hins vegar bíður ágúst okkur mikið fjör, en skólaárið fer þá að hefjast. Krefjandi en samt spennandi tímar eru framundan fyrir okkur stúdenta, og ég veit að við munum standa okkur eins og hetjurnar sem við erum.

Kærar kveðjur,

Derek Terell Allen, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta

——————

Dear readers,

The second month of the presidency is now over. As might be expected, July was a relatively quiet period, as many of us in the student battle were on vacation, myself included. That does not mean that everything was put on ice though, as there is always work to be done in this fight.

The beginning of the month was spent on the ongoing projects described in the previous column. One such project is participation in a steering group under the auspices of the Ministry of Education, Science, and Culture (i. Menntamálaráðuneytið). This steering group reviews the education policy spanning from the current year to 2030 and possible measures in line with it. Although no meetings with this group have taken place recently, time has been to put to use ensuring that all measures also take higher education into account, as the policy is rather focused on pre-school, primary and secondary school levels.

The other project involves holding an event where candidates in the next Althingi elections would be given a platform to express their views on student issues. Various candidates have expressed interest in participating. We welcome this response and sincerely look forward to this event, presumably in early September.

This last month, a lot of moves have been made in strengthening our international network. During my vacation, I went to Belgium and Luxembourg and met student unions there. In the Belgian capital, I had the wonderful opportunity to meet the President and one of the two Vice Presidents of the European Students' Union (ESU). This meeting was on the informal side, but it was still informative. In particular, our role as student representatives and how we should present ourselves in the public sphere was discussed. The first photo above captures said meeting.

A few days later I arrived in Luxembourg. Despite the situation there, I met the President and Secretary-General of the National Union of Luxembourgish Students (f. Union Nationale des Étudiants-e-s du Luxembourg, or UNEL). UNEL and LÍS formally met to discuss the state of affairs within both organizations and countries. Discussions included increased multilingualism in the university community and the mental health of students. The second picture above captures said meeting.

Much has been learned from this meeting and we hope to have more opportunities for a magnificent partnership with UNEL.

As expected, July 2021 was smooth sailing. However, a lot awaits us in August, as the school year is getting ready to begin. Challenging but still exciting times lie ahead for us students, and I know that we students will take them on heroically.

Best regards,

Derek Terell Allen, President of the National Association of Icelandic Students

Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Kall eftir starfskrafti í Samtökum evrópskra stúdenta /// Call for job applications to work for the European Students' Union

ESU.png

Samtök evrópskra stúdenta (e. European Students’ Union, eða ESU) kallar eftir starfskrafti í stöðum félagsaðildarstjóra (e. Membership Coordinator), jafnréttisstjóra (e. Equality Coordinator) og mannréttinda- og samstöðustjóra (e. Human Rights and Solidary Coordinator). Þau sem hafa áhuga mega hafa samband við okkur á lis@studentar.is til þess að nálgast fleiri upplýsingar.

Ath.: Samtökin eru með aðstöðu í höfuðborg Belgíu, Brússel. Þó að verið sé að leita að einhverjum sem gæti unnið að heiman er það samt nauðsynlegt að geta ferðast reglulega.

___

The European Students Union, also known as ESU, is looking for people to fill the positions of Membership Coordinator, Equality Coordinator, and Human Rights and Solidarity Coordinator. Those interested may contact us at lis@studentar.is in order to receive more information.

Note: The union is headquartered in the capital of Belgium, Brussels. Although they are looking for someone that can work from home, it is still necessary to be able to travel often.

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Evrópskir stúdentar standa með íslenskum stúdentum í baráttu gegn aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum í Háskóla Íslands

Á stjórnarfundi ESU, Evrópusamtaka stúdenta (European Students’ Union), kölluðu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, eftir stuðningi við baráttu gegn aldursgreiningum með rannsóknum á tönnum hælisleitenda tanngreiningum sem framkvæmdar hafa verið af Háskóla Íslands sem þjónusta við Útlendingastofnun.

Á stjórnarfundi ESU, Evrópusamtaka stúdenta (European Students’ Union), kölluðu LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, eftir stuðningi við baráttu gegn aldursgreiningum með rannsóknum á tönnum hælisleitenda tanngreiningum sem framkvæmdar hafa verið af Háskóla Íslands sem þjónusta við Útlendingastofnun.

ESU eru regnhlífarsamtök 45 landssamtaka stúdenta frá 39 evrópskum löndum. ESU talar þar af leiðandi fyrir hönd um það bil 20 milljón stúdenta í Evrópu. Á stjórnarfundinum koma saman um 150 stúdentafulltrúar hvaðanæva úr Evrópu og taka stefnumótandi ákvarðanir fyrir samtökin, fundurinn var að þessu sinni haldinn í Sofiu, Búlgaríu, 6.-11. maí sl.

Stuðningsyfirlýsing var samþykkt einróma, en í henni er kallað eftir því að Háskóli Íslands láti af aldursgreiningunum. Þar er einnig undirstrikað, að sem menntastofnun og lykilhluti samfélagsins eigi Háskólinn frekar að beita sér við að taka vel á móti innflytjendum og að styðja við samfélagshópa í viðkvæmri stöðu. Stuðningsyfirlýsingin staðfestir þær efasemdir og rökfærslur sem íslenskir stúdentar, og þá sér í lagi SHÍ, Stúdentaráð Háskóla Íslands, hafa fært fram gegn þessari starfsemi. Tuttugu milljón evrópskir stúdentar krefjast þess, ásamt íslenskum stúdentum, að háskólinn láti af þessari framkvæmd og sjái sóma sinn í því að þjónusta hælisleitendur í krafti þekkingar sinnar með öðrum, mannúðlegri hætti og veita þeim aðstoð. Íslenskir stúdentar búast við því að Háskóli Íslands og Útlendingastofnun taki kröfur stúdenta loks alvarlega til greina og láti af þessari siðferðislega óverjandi framkvæmd.

Evrópskir stúdentar ganga því til liðs við SHÍ, LÍS, starfsfólk og doktorsnema á Menntavísindasviði HÍ, Félagsvísindasviði HÍ og Hugvísindasviði HÍ, Rauða krossinn, UNICEF, Barnaréttardeild Evrópuráðsins og fleiri mannúðarsamtök sem leggjast gegn þeim aðferðum sem háskólinn beitir.

Yfirlýsingin í heild sinni:

Regarding the University of Iceland (UI) performing age assessment via dental x-rays on unaccompanied asylum seeking minors as a service to the Icelandic Directorate

In 2018, students at the University of Iceland (UI) brought to light that the institution had been performing age assessment via dental x-rays on unaccompanied asylum seeking minors as a service to the Icelandic Directorate of Immigration. These services were performed when the age of unaccompanied asylum seekers was put to doubt by the Directorate. The UI had been performing these services since 2014 without any contract or regulation and has received payment for it. No assessment had been made on the ethical implications of the practice at that time.

The results of these practices have been used in academic publications and are therefore scientific and academic research which must be in line with scientific ethical codes. Scientific ethic rules and the laws on patients of medical health demand informed consent of the patient undergoing a medical procedure of any kind. Individuals do not have to be ill or sick to be categorized as a patient. This means that these services given to the directorate must have informed consent from the unaccompanied minors seeking asylum. Informed consent has not been guaranteed in the time the services have been provided, and according to the ethic rules of the UI an unaccompanied minor can not give an informed consent. In addition, these x-rays are not a choice for the minors despite the UI arguing it is. The Icelandic Directorate of Immigration has publicly claimed that if a minor refuses to have the dental assessment, they are evaluated as an adult which can negatively affect their application for refuge in Iceland.

The Student Council of the University of Iceland (SHÍ) and the National Union of Icelandic Students (LÍS) have protested these practices being performed by the UI. In addition to the student unions, the Red Cross of Iceland and UNICEF Iceland have protested the measures being used in Iceland. A number of Phd students and academic staff within the UI signed a petition, publicly criticising this treatment of migrant children and demanded the UI to stop taking part in the process of migrants in this way. It was stated in the petition that the UI is a Higher Education Institution (HEI) that conducts research which aims to clarify and help the situations of this particular group in society. It is not responsible or fair for HEI to take part in the procedure of migrants in this way. The results of these proceedings can after all be used against asylum seekers and lead to them being sent out of the country. This has happened at least once in the recent years. In October of 2017 a 17 year old boy was to be deported since he was wrongly concluded to be 19 years of age by the UI

Regardless of the criticism and arguments received and complete lack of adequate counterarguments, the UI still continues performing these procedures and has now established a contract with the Directorate of Immigration. The UI is firm in their stand that it is important that they conduct these services with their best practices, but students have pointed out that they are indeed not even doing so by using x-rays, which are more harmful than an MRI. In the light of the ethical concerns and the incompatibility of HEIs and services such as this, these steps are unacceptable. The UI should immediately cease performing age assessment via dental x-rays on unaccompanied asylum seeking minors as a service to the Icelandic Directorate of Immigration.

ESU takes a stand with Icelandic students in this matter. X-ray use of unaccompanied migrant children as a service to governmental structures is a practice which HEIs as educational institutions with a key role in society should not be involved in. This is also in line with the stance of the Council of Europe, the British Dental Association and the United Nations Committee on the Protection of the Rights of All Migrant Workers and Members of Their Families and the Committee on the Rights of the Child on State Obligations Regarding the Human Rights of Children in the Context of International Migration in Countries of Origin, Transit Destination and Return.


Read More
Guest User Guest User

Stjórnarfundur ESU á Möltu

Síðan á mánudag hafa fjórir fulltrúar LÍS sótt viðburðaríkan stjórnarfund ESU eða European Students' Union, sem eru regnhlífarsamtök landssamtaka stúdenta í Evrópu. Stjórnarfundurinn er æðsta ákvörðunarvald ESU þar sem meðal annars er kosið í stjórn samtakanna og um nýjar stefnur og áætlanir.

Síðan á mánudag hafa fjórir fulltrúar LÍS sótt viðburðaríkan stjórnarfund ESU eða European Students' Union, sem eru regnhlífarsamtök landssamtaka stúdenta í Evrópu. Stjórnarfundurinn er æðsta ákvörðunarvald ESU þar sem meðal annars er kosið í stjórn samtakanna og um nýjar stefnur og áætlanir.

Sunna Mjöll Sverrisdóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Þórður Jóhannsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, fulltrúar LÍS á BM72

Sunna Mjöll Sverrisdóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Þórður Jóhannsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, fulltrúar LÍS á BM72

Í dag var meðal annars kosið um og innleidd stefna um málefni LGBT+ sem eru sannkölluð tímamót í sögu samtakanna! Stefnan var skrifuð af lokuðum hópi einstaklinga innan ESU sem samsvara sig við LGBT+. Það er gríðarlega mikilvægt að samtök á við ESU eigi sér skýra og framsýna stefnu í málefnum LGBT+ og fagnar LÍS því einlæglega að í dag hafi það gengið eftir.

Einnig voru teknar fyrir breytingar á gæðastefnu ESU. Undirbúningsvinna LÍS hefur staðið yfir síðastliðinn mánuð og þá sérstaklega síðustu daga enda er um að ræða yfirgripsmiklar breytingar sem ræddar voru í marga klukkutíma.

Næsti stjórnarfundur (BM73) verður haldinn í Ísrael en það er að mati LÍS þvert á mannréttindastefnu ESU. Vegna þess bárum við upp yfirlýsingu þar sem bent var á mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi og að ESU fylgi stefnum sínum eftir. 

LÍS lagði fram yfirlýsingu og óskaði eftir stuðningi frá ESU þar sem vakin er athygli á og fjallað um langvarandi undirfjármögnun íslenskra háskóla og kallað eftir úrbótum á þessari höllu stöðu. Það eru mikil gleðitíðindi að tilkynna að yfirlýsing okkar var samþykkt einróma en við vonum að stuðningurinn muni efla baráttu okkar fyrir auknum fjárveitingum til háskólakerfisins á Íslandi.

Við höfum sýnt og sagt frá fundinum á twitter og snapchat en þar finnið þið okkur undir nafninu lisnemar.

ESU er í forsvari fyrir fimmtán milljónir stúdenta og er mikilvægt að geta talað máli íslenskra stúdenta með þátttöku í starfi samtakanna og mikill heiður fyrir LÍS að fá að njóta þess að tala fyrir hönd íslenskra stúdenta á eins stórum vettvangi og þessum. Sterkt alþjóðastarf leikur lykilhlutverk í hæfum samtökum, þar sem við getum lært, miðlað af reynslu okkar, eflt alþjóðamilliríkjasamstarf og nýtt það svo til þess að efla sameinaða rödd íslenskra stúdenta.

Sendinefnd LÍS ásamt Helgu Lind Mar, fyrrum alþjóðaforseta LÍS og núverandi meðlimi framkvæmdastjórnar ESU

Sendinefnd LÍS ásamt Helgu Lind Mar, fyrrum alþjóðaforseta LÍS og núverandi meðlimi framkvæmdastjórnar ESU

Read More