Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa!
Skiptaþing LÍS var haldið helgina 24.-26. júní. Markmið þingsins er að undirbúa nýja framkvæmdastjórn svo þau séu í stakk búin að takast á við verkefni og hagsmunabaráttu komandi starfsárs. Í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023 sitja:
Forseti: Alexandra Ýr van Erven
Varaforseti: Anton Björn Helgason
Ritari: Rannveig Klara Guðmundsdóttir
Alþjóðafulltrúi: Sigríður Helga Olafsson
Gæðastjóri: Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Jafnréttisfulltrúi: Erna Benediktsdóttir
Markaðsfulltrúi: Sigtýr Ægir Kárason
Áhersla var lögð á að fráfarandi og reyndir LÍS-arar deildu reynslu og þekkingu sinni með nýjum meðlimum LÍS. Dagskrá þingsins innihélt kynningar á sögu samtakanna, fræðslu, vinnustofur og að sjálfsögðu hópefli.
Fráfarandi framkvæmdastjórn lagði ýmis raunhæf verkefni fyrir nýja framkvæmdastjórn sem hún átti að leysa hratt og örugglega.
Ný framkvæmdastjórn hefur nú formlega tekið við keflinu. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir komandi starfsári og það er ljóst að mörg og fjölbreytt verkefni eru framundan.