Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Making Gender Equality and Student Well-Being a Priority

—English below—

LÍS tóku þátt í ráðstefnu að nafni Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority (í. Forgangsröðun af vellíðan stúdenta og kynjajafnrétti). Ráðstefnan átti sér stað í Kaupmannahöfn 15.-17. október. Umsjón ráðstefnunnar var á vegum Danske Studerendes Fællesråd (í. Samtök danskra stúdenta) og Meginfélag føroyskra studenta (í. Samtök færeyskra stúdenta). Fyrirlesarar fluttu mismunandi atriði um málefni þvert á sviðum kynjajafnrétti og vellíðanar stúdenta. Eitt slíkt erindi var flutt af tveimur konum í forystu Ladies First, feminísk samtök í Danmörku. Fyrirlesararnir Louise Marie Genefke og Nikoline Nybo hvöttu þátttakendur að hugsa til kynjamunsins og einnig til eigin bjaga (e. biases) þar sem það varðar kynvitund. Annað erindi snérist um kostnaðarlausa ráðgjöf fyrir stúdenta á vegum Studenterrådgivningen (í. Stúdentaráðgjöf) og var flutt af Mariu Storgaard. Síðasta erindi var flutt af Sascha Faxe, verkefnisstjóri af Ventilen. Ventilen eru samtök sem spornar við einmannaleika ungmenna víða um Danmörku. Kynnt var fyrir þátttakendum hvað veldur einmannaleika og hvernig hægt er að koma í veg fyrir hann. Lært var mikið af þessum erindum. Vinnustofur unnaðar í kjölfar hvers erindis voru einnig okkur til hags.

Fulltrúar ráðstefnunnar / The conference’s representatives

Við skilum þökkum til allra þátttakenda í þessari ráðstefnu. Við hlökkum til að innleiða það sem við lærðum inn í starfsemi okkar samtaka.

LÍS participated in a conference called „Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority“. The conference was held in Copenhagen from October 15th-17th. The conference was overseen by Danske Studerendes Fællesråd (English: Association of Danish Students) and Meginfélag føroyskra studenta (English: Association of Faroese Students). Presenters gave presentations about things relating to gender equality and student well-being. One such presentation was done by the two leaders of Ladies First, a feminist organization in Denmark. Lectureres Louise Marie Genefke and Nikoline Nybo encouraged participants to ponder the gender gap and also their own biases regarding gender. Another presentation was centered on free counsel that students are given by Studenterrådgivningen (English: The Student Counselling Service) and was carried out by Maria Storgaard. The last presentation was done by Sascha Faxe, project manager of Ventilen, a program meant to prevent loneliness amongst young adults in Denmark. Participants were told what contributes to loneliness and how to lessen it. A lot was learned from these presentations. Workshops were done after said presentations, which was to our benefit.

We thank everyone that took part in this conference. We look forward to incorporating all of what we learned into LÍS.

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Gleðilega hinsegin daga!

Dagana 7.-12.ágúst fara fram Hinsegin dagar í Reykjavík í 19. sinn!

Ýmsir viðburðir eru í gangi í tilefni hinsegin daga og má þar m.a. nefna uppistand, tónleika og vinnustofur en hátíðina í heild sinni má sjá á www.hinsegindagar.is. Stærsti viðburðurinn er svo að sjálfsögðu gleðigangan sem fer fram laugardaginn 11.ágúst.

Dagana 7.-12.ágúst fara fram Hinsegin dagar í Reykjavík í 19. sinn!

Ýmsir viðburðir eru í gangi í tilefni hinsegin daga og má þar m.a. nefna uppistand, tónleika og vinnustofur en hátíðina í heild sinni má sjá á www.hinsegindagar.is. Stærsti viðburðurinn er svo að sjálfsögðu gleðigangan sem fer fram laugardaginn 11.ágúst.

Í gleðigöngunni fögnum við fjölbreytileikanum og sýnum heiminum að það sé hægt að vera alls konar. Við þurfum ekki að passa inn í eitthvað form sem samfélagið hefur sagt að við eigum að vera í. Það eiga allir rétt á því að skilgreina sig eins og þeir vilja, það eiga allir rétt á því að elska þann sem þau vilja elska, burtséð frá kyni, kynhneigð eða öðru. Það eiga allir rétt á því að vera hamingjusamir. Öll erum við einstakir einstaklingar sem eigum að fá það frelsi að tjá okkur eins og við viljum.

Hinsegin fólk sameinast í gleðigöngunni ásamt fjölskyldum sínum og vinum, lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar. Með því að mæta í gönguna sýnir þú samstöðu og stuðning við alla þá sem taka þátt í göngunni. Hinsegin dagar þjóna mikilvægu hlutverki í að opna augu fólks fyrir því hversu mikill fjölbreytileikinn getur verið og mikilvægi þess að vera víðsýnn. Tvíhyggjan getur verið sterk í fólki og ollið því að erfitt er að skilja að ekki er bara svart og hvítt, karlkyn og kvenkyn. Með opinni umræðu og þýðingarmiklum viðburðum eins og gleðigöngunni næst að fræða og upplýsa fólkið í kringum okkur.

Þrátt fyrir að hinsegin dagar og gleðigangan einkennist í dag af einskærri gleði þá liggur gífurleg vinna og margra ára barátta þar á bakvið. Baráttan á sér stað alla daga og taka stúdentar að sjálfsögðu þátt í þeirri baráttu. Þar má nefna Q - Félag Hinsegin Stúdenta en það er með það að markmiði að gefa hinsegin stúdentum tækifæri til að hittast og veita stuðning og samheldni. Q-félagið er hópur stúdenta og ungs fólks sem hittast reglulega og halda margvíslega viðburði. Félagið er opið öllum, hvort sem þú ert hinsegin eða óörugg/ur/t með kynhneigð og/eða kynvitund þína.

Barátta stúdenta um hinsegin málefni nær einnig á alþjóðlegan vettvang. Bæði með IGLYO sem eru evrópusamtök hinsegin stúdenta. Einnig hafa ESU, European Students Union samþykkt ályktun um aðstæður hinsegin stúdenta á stjórnarfundi vorið 2017. Hefur aukin vitundavakning um aðstæður hinsegin stúdenta komið í kjölfarið, en innan ESU má finna starfrækan óformlegan samráðsvettvang hinsegin stúdenta. Mikilvægt er að allir stúdentar láta sig hinsegin málefni varða, enda er framför í þeim málefnum framför fyrir okkur öll. LÍS munu ekki láta sitt eftir liggja en drög að stefnu um jafnréttismál hafa nú þegar litið dagsins ljós og verður stefnan innleidd á landsþingi samtakanna næsta vor. Mun stefnan koma til með að þjóna hlutverki hornsteins starfsemi LÍS í hinsegin málefnum og jafnréttismálum almennt, þar sem við sem sameinuð rödd stúdenta leggjum okkur fram um að styðja við þá vitundarvakningu sem hefur farið sívaxandi á síðustu árum.

Til hamingju öllsömul með hinsegin daga!

sonja

Greinarskriftarhöfundur, Sonja Björg Jóhannsdóttir er jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta

Read More