Mánaðarlegur pistill forsetans - 27. júlí 2021
—English below—
Ágætu lesendur,
Öðrum mánuðinum í embætti forsetans er nú lokið. Eins og búast mætti við var júlí tiltölulega rólegt tímaskeið, en margir hagsmunaaðilar þessarar baráttu voru í fríi, ég þar á meðal. Það þýðir samt ekki að allt var sett á ís á meðan, en stúdentabaráttan er alltaf mikilvægt að heyja.
Byrjun mánaðarins var eytt í áframhaldandi verkefnum sem lýst voru í fyrri pistlinum. Annað slíkra verkefna er þátttaka í stýrihóp Menntamálaráðuneytisins sem rýnir í menntastefnu til 2030 og hugsanlegar aðgerðir í takt við hana. Þó að engir fundir með þessum hóp hafa átt sér stað nýlega hefur samt verið tími nýttur í því að tryggja að allar aðgerðir taka einnig tillit til háskólastigsins, en stefnan er frekar miðuð að leik-, grunn- og framhaldsskólastigum.
Hitt verkefnið felur í sér að halda viðburð þar sem frambjóðendum í Alþingiskosningum næstu væri veitt vettvang til þess að koma sínum skoðunum á framfæri varðandi málefni stúdenta. Ýmsir frambjóðendur hafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Við fögnum þessum viðbrögðum og hlökkum innilega til þessa viðburðar, væntanlega í byrjun septembers.
Í þessum síðastliðnum mánuði var miklu púðri eytt í að styrkja okkar alþjóðlegt tengslanet. Á meðan frítíminn minn stóð yfir fór ég til Belgíu og Lúxemborgar og hitti stúdentasamtök þar. Í höfuðborg Belgíu fékk ég það yndislegt tækifæri að hitta forseta og annan tveggja varaforseta Samtaka evrópskra stúdenta (e. European Students‘ Union, eða ESU). Þessi hittingur var í óformlegri kantinum, en hann var samt fróðlegur. Það var einkum rætt hlutverk okkar sem stúdentafulltrúar og hvernig við eigum að koma opinberlega fram.
Nokkrum dögum síðar var ég kominn til Lúxemborgar. Þrátt fyrir ástandið þar fékk ég að hitta forseta og aðalritara Samband lúxemborgískra stúdenta (f. Union Nationale des Étudiant-e-s du Luxembourg, eða UNEL). UNEL og LÍS funduðu formlega til að ræða stöðu mála innan beggja samtaka og landa. Rætt var m.a. aukin fjöltyngni í háskólasamfélaginu og geðheilsu stúdenta.
Mikið var lært af þessum fundi og við vonum að við fáum fleiri tækifæri til prýðilegs samstarfs með UNEL.
Siglt var í gegnum júlí 2021 eins og nærri mætti geta. Hins vegar bíður ágúst okkur mikið fjör, en skólaárið fer þá að hefjast. Krefjandi en samt spennandi tímar eru framundan fyrir okkur stúdenta, og ég veit að við munum standa okkur eins og hetjurnar sem við erum.
Kærar kveðjur,
Derek Terell Allen, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
——————
Dear readers,
The second month of the presidency is now over. As might be expected, July was a relatively quiet period, as many of us in the student battle were on vacation, myself included. That does not mean that everything was put on ice though, as there is always work to be done in this fight.
The beginning of the month was spent on the ongoing projects described in the previous column. One such project is participation in a steering group under the auspices of the Ministry of Education, Science, and Culture (i. Menntamálaráðuneytið). This steering group reviews the education policy spanning from the current year to 2030 and possible measures in line with it. Although no meetings with this group have taken place recently, time has been to put to use ensuring that all measures also take higher education into account, as the policy is rather focused on pre-school, primary and secondary school levels.
The other project involves holding an event where candidates in the next Althingi elections would be given a platform to express their views on student issues. Various candidates have expressed interest in participating. We welcome this response and sincerely look forward to this event, presumably in early September.
This last month, a lot of moves have been made in strengthening our international network. During my vacation, I went to Belgium and Luxembourg and met student unions there. In the Belgian capital, I had the wonderful opportunity to meet the President and one of the two Vice Presidents of the European Students' Union (ESU). This meeting was on the informal side, but it was still informative. In particular, our role as student representatives and how we should present ourselves in the public sphere was discussed. The first photo above captures said meeting.
A few days later I arrived in Luxembourg. Despite the situation there, I met the President and Secretary-General of the National Union of Luxembourgish Students (f. Union Nationale des Étudiants-e-s du Luxembourg, or UNEL). UNEL and LÍS formally met to discuss the state of affairs within both organizations and countries. Discussions included increased multilingualism in the university community and the mental health of students. The second picture above captures said meeting.
Much has been learned from this meeting and we hope to have more opportunities for a magnificent partnership with UNEL.
As expected, July 2021 was smooth sailing. However, a lot awaits us in August, as the school year is getting ready to begin. Challenging but still exciting times lie ahead for us students, and I know that we students will take them on heroically.
Best regards,
Derek Terell Allen, President of the National Association of Icelandic Students