
Haust fréttabréf ´16 – ´17
Staðsetning og dagsetning á Landsþingi LÍS 2017 ákveðin
Þann 17. - 19. mars verður Landsþing LÍS 2017 haldið á Akureyri. Að þessu sinni mun FSHA taka við boltanum af SFHR og sjá um skipulagningu Landsþingsins. Undirbúningur er kominn af stað og verður yfirskrift þingsins „Samfélagið: Sjálfbærni og styrkur“. Þetta þema var ákveðið í samstarfi við FSHA en Háskólinn á Akureyri er með yfirlýsta stefnu um að verða kolefnisjafnaður innan nokkurra ára.
Framkvæmdastjórn þessa árs setti sér það markmið að upplýsa samstarfsaðila um störf samtakanna. Fréttabréfin eru liður í því. Í lok sumars sendi Alþjóðanefnd LÍS frá sér fyrsta fréttabréfið en í þessu bréfi er ætlunin að ná utan um alla starfsemi samtakanna. Margt hefur gengið á undanfarið og því segjum við frá í stuttu máli. Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að hafa samband ef þið hafið spurningar eða ábendingar um ákveðin atriði. Sömuleiðis ef þið hafið eitthvað við þetta fréttabréf að bæta þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við fulltrúa í framkvæmdastjórn eða á lis@haskolanemar.is.
Staðsetning og dagsetning á Landsþingi LÍS 2017 ákveðin
Þann 17. - 19. mars verður Landsþing LÍS 2017 haldið á Akureyri. Að þessu sinni mun FSHA taka við boltanum af SFHR og sjá um skipulagningu Landsþingsins. Undirbúningur er kominn af stað og verður yfirskrift þingsins „Samfélagið: Sjálfbærni og styrkur“. Þetta þema var ákveðið í samstarfi við FSHA en Háskólinn á Akureyri er með yfirlýsta stefnu um að verða kolefnisjafnaður innan nokkurra ára.
„Við erum mjög spennt fyrir komandi verkefni og getum ekki beðið eftir að fá ykkur norður“ - Logi Úlfarsson, varaformaður FSHA.
Aldís Mjöll Geirsdóttir, Helga Lind Mar og Þórður Jóhannsson á BM 69 í Bergen í síðastliðinn.
FYRRUM ALÞJÓÐAFORSETI LÍS TEKUR SÆTI Í FRAMKVÆMDASTJÓRN ESU
Nýlega losnaði sæti í framkvæmdastjórn European students’ Union (ESU). Fjöldi umsókna bárust í stöðuna og það gleður okkur að tilkynna að Helga Lind Mar, fyrrum alþjóðaforseti LÍS, var kosin. Helga Lind sat sem alþjóðaforseti LÍS á síðasta ári og hefur sótt ráðstefnur ESU fyrir okkar hönd.
ÁKALL UM BETRA MENNTAKERFI
Greinaskriftaátaki LÍS lauk í vikunni og viljum þakka öllum sem komu að því skrifa greinarnar fyrir hönd ykkar skóla. Birtingarmynd undirfjármögnunar er töluvert ólík eftir hverjum skóla og var vikilega gaman að sjá blæbrigði hvers skóla í greinunum. Greinarnar veraða allar aðgengilegar á heimasíðu LÍS (www.haskolanemar.is). Einnig viljum við hvetja ykkur ef þið hafið ekki nú þegar gert það, að skrifa undir þessa áskorun til stjórnvalda um aukið fjármagn til háskólanna á www.haskolarnir.is.
UMSÓKNIR Í NEFNDIR LÍS
Í september var auglýst eftir meðlimum í nefndir LÍS og voru undirtektirnar framar vonum. Þetta er frumraun á þessu fyrirkomulagi en við í framkvæmdastjórninni erum mjög spennt fyrir komandi starfi með nýjum meðlimum. Nefndir og nefndarmeðlimi er hægt að sjá hér að neðan:
Þórður Jóhannsson, alþjóðaforseti (SÍNE) Aldís Mjöll Geirsdóttir (SHÍ) Bryndís Pálmarsdóttir (HÍ) Elsa María Drífu Guðlaugsdóttir (NLHÍ) Hrefna Ósk Maríudóttir (HÍ) Ingvar Þór Björnsson (HÍ) |
Jafnréttisnefnd Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður (NLHÍ) Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir (HÍ) Unnur Helgadóttir (HÍ) Sigríður Borghildur Jónsdóttir (HÍ) Þórður Jóhannsson (SÍNE) Sigvaldi Sigurðarson |
Sunna Mjöll Sverrisdóttir, gæðastjóri (SHÍ) Erna Sigurðardóttir (SFHR) Svandís Sigurðardóttir (HÍ) Jóhann Már Berry (NLBHÍ) |
Lagabreytinganefnd Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður (SHÍ) Brynhildur Sörensen (HÍ) Unnur Helgadóttir (HÍ) Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir (HÍ) |
Viðburðanefnd Erna Hlín (NFHB) Maria Araceli (HÍ) |
Enn er opið fyrir umsóknir í fjármálanefnd LÍS og markaðsnefnd sjá lýsingu hér hér.
GÆÐANEFND LÍS
LÍS er með fulltrúa í Ráðgjafanefnd Gæðaráðs íslenskra háskóla. Fundir nefndarinnar hafa undanförnu snúist um gerð handbókar fyrir næstu gæðaúttekt háskólanna (QEF II). Handbókin verður notuð við næsta hring úttektanna sem hefst haustið 2017. Fulltrúar og varafulltrúar LÍS í ráðgjafanefnd gæðaráðs eru David Erik Mollberg, Sunna Mjöll Sverrisdóttir og Jóhann Már Berry. Þátttaka stúdenta í úttektunum er afar mikilvæg og við viljum efla þátttöku þeirra. Því fögnum við því að hafa fengið í gegn að gefin verði út handbók stúdenta samhliða gæðahandbókinni. Gæðanefndin vinnur nú einnig náið með Rannís að verkefni sem snýr að því að koma stúdentum meira inn í ákvörðunartöku gæðamála háskólanna.
FAGHÁSKÓLI
LÍS átti sæti í nefnd um fagháskóla sem var skipuð af menntamálaráðráðuneytinu. Verkefni nefndarinnar var að gera skýrslu um stofnun fagháskóla á Íslandi. Niðurstaðan var kynnt þann 16. október við formlega undirskrift þeirra fjármögnunaraðila sem koma að verkefninu, en stofnaður var 150 milljóna króna þróunarsjóður. Markmið með fagháskóla er að fjölga nemendum í verk- og starfsnámi á háskólastigi í takti við þarfir atvinnulífs og samfélags, og að gera verk- og starfsnám að meira aðlaðandi valkosti fyrir ungt fólk. Lesa má meira hér. Fulltrúar LÍS í nefndinni voru David Erik Mollberg og Sunna Mjöll Sverrisdóttir. LÍS kemur til með að fá sæti í nefndinni sem kemur að því að þróa og innleiða fagháskóla í íslenskt samfélag.
Við undirritun hæfnirammanns
HÆFNIRAMMI Í MENNTAMÁLUM
LÍS átti sæti í nefnd sem falið var að endurskrifa og bæta íslenska hæfnirammann í menntamálum. Ferlið tók um tvö ár og lauk þann 12. nóvember með formlegri undirskrift hagsmunaaðila. Hæfniramminn hefur tvíþættan tilgang; annars vegar að auka gegnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hinsvegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa. Upplýsingar um hæfni má t.a.m. nýta í ferilskrá, við starfsþróun og í umsókn um nám. Lesa má meira hér, en ramminn verður fljótlega aðgengilegur á www.haskolanemar.is.
Lea Meister formaður ESU flytur ávarp á ESC 32
MENNTUN OG HÆFNI Í EVRÓPU
Þann 30. september sendi LÍS tvo fulltrúa, Þórð Jóhannsson og Aldísi Mjöll Geirsdóttur, á European Students Convention (ESC32) í Bratislava. Þema ráðstefnunnar var “Education and Skills for the Future of Europe”. Þemað er víðtækt og hægt að taka á mörgu. Rauði þráðurinn í gegnum alla ráðstefnuna var alls kyns umfjöllun um óformlegt nám (informal/nonformal/prior-learning). Fjallað var m.a. um það hvort og hvernig meta ætti slíkt nám. Einnig var fjallað um “the rise of extremism” í Evrópu og hvert hlutverk stúdenta og menntunar í heild sinni væri í þeim efnum.
Fyrir utan fyrirlestra og vinnustofur áttu fulltrúar okkar einnig lærdómsríkar samræður við fulltrúa nágrannaþjóða okkar og fengu smörþefinn af því hvernig farið er að þar í ýmsum málum.
ESU heldur 4 ráðstefnur ár hvert. Tvær þeirra eru svokallaðar ESC og eru þær á hefðbundnu ráðstefnuformi. Hinar tvær eru BM (Board Meeting) þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar með kosningu aðildafélaga, ekkert ólíkt landsþingi LÍS.
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Jafnréttisnefnd LÍS er að koma á fund með jafnréttisfulltrúum/-nefndum háskólanna. Þar stendur til að kynna hugmynd að sameiginlegu verkefni um gagnagrunn yfir réttindi og kjör nemenda sem eru fatlaðir og/eða með sértæka námsörðugleika. Hugmyndin byggist á verkefninu „Réttinda Ronja“ sem varð til hjá SHÍ og var unnið af nemendum þar. Fundurinn verður haldinn í byrjun nóvember og eru áhugasamir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Elsa María Guðlaugs Drífudóttir; elsa14@lhi.is.
FUND OUR FUTURE
LÍS var nýverið boðið að taka þátt í herferð sem mun fara fram á heimsvísu, FoF herferðin vill vekja athygli á því að aðangur að menntun er réttur allra nemenda, sem þarf að vera fjármagnaður af hverju landi fyrir sig. Það gengur gegn réttindum nemenda að útiloka þá frá skóla vegna fjárskorts. Skipuleggjendur átaksins FoF vilja veita nemendasamtökum frá öllum löndum aðstoð til þess að breiða út kröfur nemenda í sameiningu. Við samþykkjum að sjálfsögðu að taka þátt í þessu átaki og var greinaskriftaátak LÍS okkar fyrsta skref í átakinu.Frekari upplýsingar fást á heimasíðu FoF.
RÁÐSTEFNUR
LÍS kemur til með senda fulltrúa á Northern-European Regional HousErasmus+ Conference. Ráðstefnan verður í Malmö þann 22. - 23. nóvember næstkomandi. Skipuleggjendur ráðstefnunnar koma til með að borga þátttökugjald fyrir einn og flugkostnað að 230 evrum. Fulltrúi LÍS á ráðstefnunni verður Hrefna Ósk Maríudóttir. Lesa má frekar um ráðstefnuna hér. Við köllum þess vegna eftir því að ræða við aðila sem hafa þekkingu á íbúðakerfinu fyrir skiptinema á Íslandi, endilega hafið samband með ábendingar við David Erik Mollberg á davidemollberg@gmail.com.
LÍS kemur einnig til með að senda fulltrúa á European Quality Assurance Forum (EQAF) sem fer fram þann 17. - 19. nóvember í Ljubljana í Slóveníu. Rannís greiðir allan ráðstefnu- og ferðakostnað fyrir fulltrúa LÍS sem verður David Erik Mollberg. Ráðstefnan er skipulögð af Slovenian Student Union en lesa má meira um ráðstefnuna hérna.
Fulltrúar LÍS á Nordic Organizational Meeting (NOM), sem haldinn verður í Helsinki 4. - 7. nóvember, verða Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórður Jóhannsson. NOM er samráðsvettvangur fyrir landssamtök á Norðurlöndunum og Eystrarsaltslöndunum. Hagsmunir þessara samtaka liggja oftar en ekki saman og því eru þessir fundir notaðir til að stilla saman strengi þegar kemur að stjórnarfundum en á þeim eru mikilvægar kosningar um framtíð ESU og menntamála í Evrópu. Þess má svo geta að röðin er komin að LÍS að halda NOM á næsta ári, í apríl.
LÍS mun senda fulltrúa á stjórnarfund ESU (Board Meeting, BM) sem verður haldinn í Gdansk, Póllandi 25. nóvember til 4. desember. Stjórnarfundir eru mjög mikilvægir fyrir meðlimi ESU að sækja og er þar LÍS alls ekki undanskilin. Á fundunum eru kosningar um lagabreytingar, stefnur, yfirlýsingar o.s.frv.
FÆRUM ÞEKKINGUNA HEIM
Ritaðar eru skýrslur eftir allar ráðstefnur og stjórnarfundi ESU sem LÍS sækir. Markmiðið með þeim er að tryggja að sú þekking og reynsla sem áunnin er á þessum viðburðum skili sér til Íslands. Skýrslurnar verða aðgengilegar aðildarfélögum um leið og þær eru tilbúnar. Skýrslurnar eru kynntar framkvæmdastjórnarmeðlimum á framkvæmdastjórnarfundum þar sem er rætt þau málefni sem eru hvað mest viðeigandi fyrir LÍS og menntamál á Ísland en þeir fundir eru opnir öllum.
Ráðstefna í Bratislava: „Education and Skills for the Future of Europe“
Helgina 30. september til 2. október fóru fulltrúar LÍS, Þórður Jóhannsson og Aldís Mjöll Geirsdóttir, á European Students’ Convention (ESC). ESC er ráðstefna sem haldin er tvisvar á ári og sækja hana landssamtök stúdenta frá 38 mismunandi löndum í Evrópu sem jafnframt eru aðildarfélög European Students’ Union (ESU).
Helgina 30. september til 2. október fóru fulltrúar LÍS, Þórður Jóhannsson og Aldís Mjöll Geirsdóttir, á European Students’ Convention (ESC). ESC er ráðstefna sem haldin er tvisvar á ári og sækja hana landssamtök stúdenta frá 38 mismunandi löndum í Evrópu sem jafnframt eru aðildarfélög European Students’ Union (ESU). Á ráðstefnunum eru mismunandi fyrirlestrar og vinnustofur um hin ýmsu málefni stúdenta. Þema ráðstefnunnar í þetta skiptið var „Education and Skills for the Future of Europe“ og var hún haldin í Bratislava í Slóvakíu.
Helge Scwhitters, Human Rights and Solidarity Coordinatior í ESU, tekur hér þátt í vinnustofu um #FundOurFuture herferðina
Markmið ráðstefnunnar voru að ræða um hæfni og það hvernig óformleg menntun er metin eða ætti að vera metin. Einnig var formleg og óformleg menntun rædd, borin saman og skoðuð voru ýmisleg sjónarhorn. Eins og t.d. hvað óformleg menntun er, hvert hlutverk formlegrar menntunar er, hver tækifæri fólks á vinnumarkaðinum eru, hvaða væntingar höfum við til menntunar o.s.frv. Einnig var öfgahyggja rædd og hvernig nota megi menntun til þess að berjast gegn henni. Það stóð upp úr á ráðstefnunni var umfjöllunin um óformlega menntun og verður henni því gerð nánari skil.
Non-formal education, informal learning and formal education
Við fengum sýn á það hver munurinn er á formlegri og óformlegri menntun. Einnig fengum við kynningu á því hvaða hindranir við stöndum frammi fyrir varðandi formlega og óformlega menntun en þá sérstaklega það síðara – hvernig og hvort við metum hana og síðan togstreitu hennar og vinnumarkaðarins. Við komumst að því að fólk er ekki sammála um hvernig matið eigi að fara fram og er fólk þá fyrst og fremst hrætt við að gæði æðri menntastofnana (e. Higher Education Institutions, HEI) minnki. Einnig hvort það sé í raun og veru hægt að gæta jafnræðis við mat á námi fólks sem hefur ólíka menntun og bakgrunn. Þá getur verið sérstaklega mikil hindrun á milli landa.
Spenna milli vinnumarkaðarins og menntunar
Það fór fram áhugaverð umfjöllun um þær miklu breytingar sem eiga sér stað á vinnumarkaðnum í dag í því samhengi að vegna þess, myndast spenna milli menntunar og vinnumarkaðarins. Starf sem til er í dag er það kannski ekki á morgun. Þá vakna spurningar um það hvernig menntun eigi að vera háttað. Á vinnumarkaðurinn að aðlaga sig háskólunum, og þeirri menntun sem í boði er, eða öfugt? Um þetta eru mjög skiptar skoðanir og sjónarmið. Þá voru einnig ræddar mögulegar lausnir á þessari spennu en það helsta sem kom fram var eftirfarandi:
- Draga þyrfti fram mikilvægi annarra greina en þeirra sem eru vinsælastar t.d. með rannsóknum.
- Efla þyrfti samtal milli æðri menntunar (e. Higher Education) og vinnumarkaðarins þar sem menntun nær ekki að halda í við vinnumarkaðinn.
- Þar sem til eru margar mismunandi æðri menntastofnanir (e. Higher Education Institutions) þyrfti að vera meðvitund um það og aðlaga fjármagn að því.
Aðrir dagskrárliðir voru:
- The rise of extremism and the combating power of education.
- Deconstructing gender roles in extremism,
- Who gets there voice heard in a debate.
- Recognition of prior learning – what, why and how? Alternative access routes to HE.
- Recognition of qualifications of refugees.
Ráðstefnan var vel heppnuð og virkilega áhugaverð. Við komum til með að vinna nánar með þá þekkingu sem af ráðstefnunni hlaust, í starfi LÍS.
Frétt unnin af Aldís Mjöll Geirsdóttur og Þórði Jóhannssyni
Opið fyrir umsóknir í nefndir LÍS 2016-17
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í alþjóðanefnd, jafnréttisnefnd, gæðanefnd, viðburðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd og markaðsnefnd.
The National Association of Icelandic Students (LIS) encourage interested people to apply for any the following committees: International committee, Equal rights committee, Quality Assurance committee, Events committee, Legislative committee, finance committee and Marketing committee.
Hefur þú áhuga á félagsstörfum og langar þig að hafa áhrif? Þá hvetjum við þig til að lesa áfram því LÍS leitar nú að liðsauka.
------------ Scroll down for the english version ------------
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í alþjóðanefnd, jafnréttisnefnd, gæðanefnd, viðburðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd og markaðsnefnd.
Hvað er LÍS?
Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð í nóvember árið 2013 sem hagsmunasamtök allra íslenskra stúdenta. Lestu meira hér www.haskolanemar.is/about/
Hversu margir komast að?
Við viljum taka við tveimur einstaklingum í hverja nefnd og umsóknarfrestur er til kl: 23:59 þann 17. september. Umsóknir má senda á lis@haskolanemar.is með fyrirsögninni: Umsókn í Nefnd. Umsækjendur þurfa að vera í háskólanámi eða að ekki sé meira en ár liðið frá því að umsækjandi var háskólanemi.
Alþjóðanefnd
Alþjóðanefnd sér um að sinna alþjóðlegum skuldbindingum LÍS, sækja fróðleik til erlendra stúdenta og færa þann fróðleik heim til Íslands. Framundan er eitt stærsta verkefni alþjóðanefndar en það er að halda fjölþjóðlegan fund í Reykjavík í apríl á næsta ári. Vilt þú taka þátt í almennu alþjóðastarfi LÍS, aðstoða við skipulagningu fundarins, kynnast og mynda tengsl við fulltrúa landsstamtaka annara landa? Ef svo er mátt þú endilega senda okkur stutta lýsingu á þér og svara spurningunni: Hvers vegna vilt þú starfa í alþjóðanefnd LÍS?
Jafnréttisnefnd
Jafnréttisnefnd tekur þátt í og sér um öll þau verkefni og viðburði sem LÍS tekur sér fyrir hendur sem tengjast jafnréttismálum sem og að vinna að sjálfstæðum verkefnum. Jafnréttisnefnd ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdarstjórn LÍS til leiðbeiningar og ráðgjafar þegar jafnrétti kemur til sögunnar í störfum og málefnum stjórnar. Jafnréttisnefnd óskar eftir umsækjendum sem hafa einlægan áhuga á jafnréttismálum stúdenta og á að starfa á því sviði innan LÍS. Ef þú hefur áhuga á stöðu innan nefndarinnar, skrifaðu þá stutta lýsingu á þér og þínum hugmyndum um störf jafnréttisnefndar LÍS.
Gæðanefnd
Gæðanefnd hefur það að markmiði að efla þátttöku stúdenta í gæðaúttektum og efla áhuga hins almenna stúdents á gæðamálum. Gæðanefnd starfar náið með Rannís og gæðastjórum háskólanna. Vilt þú efla gæði háskólanáms á Íslandi? Sendu okkur þá stutta lýsingu á þér sem og svar við spurningunni: Hvers vegna vilt þú starfa í Gæðanefnd LÍS?
Viðburðanefnd
Viðburðanefnd LÍS kemur að skipulagningu og framkvæmd allra viðburða samtakanna. Á þessu ári kemur viðburðanefndin til með að koma að skiplagningu málþinga um málefni líðandi stunda, vísindaferða, NOM (Nordiskt Ordförande Möte) og landsþings LÍS. Hefur þú brennandi áhuga á skipulagningu viðburða? Sendu þá umsókn ásamt stuttri lýsingu af þér.
Markaðsnefnd
Markaðsnefnd LÍS hefur það að markmiði að koma samtökunum á framfæri innan hákskólasamfélagsins og efla þekkingu stúdenta á réttindum sínum í námi ýmist í gegnum netið, prent, póst eða hvað eina sem þarf til. Hefur þú áhuga á að vinna í almannatenglsum, grafískri hönnun eða efla þekkingu stúdenta á réttindum sínum? Sendu þá umsókn ásamt stuttri lýsingu af þér.
Lagabreytinganefnd
Lagabreytinganefnd sér um að endurskoða lög LÍS á hverju ári og tryggja að þau séu í samræmi við starf samtakanna og að samtökin fari eftir lögunum í hvívetna. Þá skal lagabreytinganefnd endurskoða verklagsreglur samtakanna á hverju ári. Lagabreytinganefnd óskar eftir umsækjendum sem hafa áhuga á lögum og lagabreytingum. Lögfræðiþekking er ekki skilyrði en þó kostur. Ef þú hefur áhuga sendu stutta lýsingu af þér ásamt ástæðu umsóknar.
Fjármálanefnd
Fjármálanefnd sér um utanumhald fjármála og bókhalds LÍS auk fjármögnunar samtakanna. Því er óskað eftir einstaklingum sem hafa áhuga á annað hvort fjármálum eða fjáröflun, þátttaka í nefndinni getur m.a. falið í sér vinnu tengda bókhaldi og ársreikningagerð, eða samskipti við styrktaraðila, gerð styrkjaumsókna o.fl. Hafir þú áhuga á einhverju framangreindu, endilega sendu okkur stutta lýsingu á þér og ástæðu umsóknar.
------------ English version ------------
Are you interested in social activities and want to have an influence? we encourage you to reads on because lIs now seeks reinforcements
The National Association of Icelandic Students (LIS) encourage interested people to apply for any the following committees: International committee, Equal rights committee, Quality Assurance committee, Events committee, Legislative committee, finance committee and Marketing committee.
What is LIS?
The national Union of Icelandic Students were established in November 2013 as interest groups for all Icelandic students. Read more here: www.haskolanemar.is/english/
How many people is LÍS looking for?
We want to add two individuals to each committee and the deadline is on the 17th of September before 23:59. Applications may be submitted to lis@haskolanemar.is headed: Committee application. Applicants must be university students or no more than a year has passed since the applicant was a university student.
The International Committee
The committee is responsible for all International obligations of LÍS. It gathers knowledge from foreign student unions and brings that knowledge back to Iceland. Ahead is one of the largest projects the committee has undertaken and that is the preparation of a transnational student meeting in Reykjavík in April 2017. Would you like to participate in the general LIS international efforts, assist in the organization of the meeting, meet and form relationships with representatives from other European National Associations of students? If so, please send us a brief description about yourself and answer the question: Why do you want to work in the LÍS International Committee?s
The Equal Rights Committee
The Equal Rights Committee is involved in and responsible for all the tasks and events that LIS undertakes related to equality in all forms as well as working on independent projects. The Committee is responsible for overseeing that equality is implemented in all of LIS´s activities and shall guide and advise LIS if equality issues arise. The committee wishes for applicants who have a keen interest in student equal rights and wish to work in that field within LIS. If you are interested in a position within the committee, please write a brief description of yourself and your ideas of projects for the committee.
Quality Assurance Committee
The Quality Assurance Committee aims to promote the participation of students in quality revision and raise awareness of all students in quality assurance. The Committee works closely with the Icelandic Centre for Research and the university's Quality managers. Would you like to enhance the quality of university education in Iceland? Send us a brief description of you and answer the question: Why do you want to work in the LÍS Quality Committee?
Event Committee
The LIS Event Committee plans and executes all events of the association. This term the committee will plan symposiums on current affairs, field trips, NOM (The Nordic Presidential meeting) and the LIS national congress. Do you have a burning interest in organization of events? Send us an application along with a brief description of you.
Marketing Commitee
The LIS Marketing Committee aims to bring the organization forward within the university community and enhance the knowledge of students on their rights in education either through the internet, print, mail or whatever is needed. Are you interested in working in public relation, graphic design or enhancing the knowledge of students on their rights? Send us an application along with a brief description of you.
Legislative committee
The Legislative committee reviews LIS´s laws each year to ensure that they are consistent with the organization and the organization complies with the law in all respects. The committee also reviews all procedures of the association each year. The Legislative Committee wishes for applicants interested in law and legal amendments. Knowledge of the law is not necessary, but beneficial. If you are interested send a brief description of you along with reason for applying.
The Finance Committee
The Finance Committee’s role is to is to provide financial oversight for the organization, including budgeting and financial planning as well as funding the organization. The Committee therefore seeks an individual interested in either finance or organizational funding. If any of these matters interest you please send us a short description of yourself as well as reasons for applying.
Sumarþing LÍS 2016
Helgina 23. til 24. júlí fór fram Sumarþing framkvæmdastjórnar LÍS í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Þingið er fyrsti stóri viðburður nýrrar framkvæmdarstjórnar LÍS.
Helgina 23. til 24. júlí fór fram Sumarþing framkvæmdastjórnar LÍS í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Þingið var fyrsti stóri viðburður nýrrar framkvæmdarstjórnar LÍS. Meðal annars voru gerð drög að umsókn í styrktarsjóð Evrópu unga fólksins til að tryggja fjármögnun fyrir komandi átök. Einnig var unnin stefnumótunarvinna og starfsáætlun fyrir árið.
Við hlökkum mikið til að fá að starfa fyrir hönd íslenskra stúdenta í vetur!
ESU fordæmir harðlega aðför tyrkneskra stjórnvalda að akademísku samfélagi
urope Student Union, ESU, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðför tyrkneskra stjórnvalda að akademísku samfélagi þar í landi eru harðlega gagnrýnd. Eftir misheppnað valdarán tyrneska hersins hafa stjórnvöld haldið áfram að kúga starfsmenn menntageirans með því að reka meira en 15000 starfsmenn í Menntamálaráðuneyti landsins, allt frá grunnskólakennurum til háskólaprófessora. Auk þess hafa yfir 1500 skólastjórar verið neyddir til að segja af sér.
Europe Student Union, ESU, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðför tyrkneskra stjórnvalda að akademísku samfélagi þar í landi eru harðlega gagnrýnd. Eftir misheppnað valdarán tyrneska hersins hafa stjórnvöld haldið áfram að kúga starfsmenn menntageirans með því að reka meira en 15000 starfsmenn í Menntamálaráðuneyti landsins, allt frá grunnskólakennurum til háskólaprófessora. Auk þess hafa yfir 1500 skólastjórar verið neyddir til að segja af sér.
Formaður ESU, Lea Meister, segir að þessi viðbrögð stjórnvalda séu á engan hátt lögmæt. Hún segir að með þessu hafi stjórnvöld hafið stríð gegn akademísku frelsi í landinu. Stjórn ESU kallar eftir því að stjórnvöld í Tyrklandi snúi aftur til lýðræðislegra gilda og tryggi málfrelsi og skoðanafrelsi í landinu.
Meira um málið má lesa á heimasíðu ESU.
LÍS er aðildafélag að Europe Student Union ásamt 43 öðrum aðildafélögum og sækir fjórar ráðstefnur á ári á vegum þeirra.