
Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa
Í dag fór fram skiptafundur LÍS en kosið var í helstu embætti framkvæmdastjórnar og formaður samtakanna, sem kosinn var á Landsþingi LÍS í mars, tók við stjórnartaumunum.
Í dag fór fram skiptafundur LÍS en kosið var í helstu embætti framkvæmdastjórnar og formaður samtakanna, sem kosinn var á Landsþingi LÍS í mars, tók við stjórnartaumunum. Nýja framkvæmdastjórn LÍS skipa:
Formaður: Davíð Erik Mollberg
Varaformaður: Aldís Mjöll Geirsdóttir, SHÍ
Fjármálastjóri: Kolbrún Þorfinnsdóttir, SÍNE
Alþjóðaforseti: Þórður Jóhannsson, SÍNE
Gæðastjóri: Sunna Mjöll Sverrisdóttir, SHÍ
Markaðsstjóri: Hallur Guðmundsson, NFHB
Jafnréttisfulltrúi: Elsa María Guðlaugsdóttir, NLHÍ
Kynningarfulltrúi: Sólbjört Sigurðardóttir, NLHÍ
Á meðfylgjandi mynd má sjá fráfarandi formann, Nönnu Elísu Jakobsdóttur, afhenda núverandi formanni, David Erik Mollberg, LÍS-hestinn Erik.
Hefð er fyrir því að nýr formaður fái afhendan sænska hestinn Erik en það er einstaklega skemmtileg tilviljun að hesturinn og núverandi formaður eru nafnar og báðir ættaðir frá Svíþjóð!
LÍS fékk aðild að ESU með einróma kosningu
Fulltrúar LÍS eru á okkar merkilegasta stjórnarfundi ESU hingað til þessa en í gærkvöldi var LÍS samþykkt sem fullgildur meðlimur samtakanna. Við erum í skýjunum enda markar þetta lok á löngu umsóknarferli og upphaf á nýjum tímum í sögu íslenskra stúdenta.
Fulltrúar LÍS eru á okkar merkilegasta stjórnarfundi ESU hingað til þessa en í gærkvöldi var LÍS samþykkt sem fullgildur meðlimur samtakanna. Við erum í skýjunum enda markar þetta lok á löngu umsóknarferli og upphaf á nýjum tímum í sögu íslenskra stúdenta. Umsóknarferlið tók um það bil ár en í því fólst meðal annars heimsókn teymis frá ESU sem skoðuðu ítarlega samtökin og samskipti okkar við helstu aðila menntakerfisins sem og þátttöku stúdenta í þróun þess.
Stjórnarfundurinn er að þessu sinni haldinn í Noregi og stendur yfir fram á laugardag. Á fundinum koma saman fulltrúar frá 45 aðildarfélögum úr 38 löndum í Evrópu til að ræða og afgreiða ýmis mál sem varða eflingu æðri menntunar í Evrópu. Fulltrúar LÍS voru þau Aldís Mjöll Geirsdóttir, Helga Lind Mar og Þórður Jóhannsson.
LÍS og BHM semja um samstarf
Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna hafa gert með sér samstarfssamning sem m.a. hefur að markmiði að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði. LÍS fær afnot af skrifstofu- og fundaraðstöðu í húsakynnum BHM að Borgartúni 6.
Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna hafa gert með sér samstarfssamning sem m.a. hefur að markmiði að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði. LÍS fær afnot af skrifstofu- og fundaraðstöðu í húsakynnum BHM að Borgartúni 6. Samkvæmt samningnum munu aðilar vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál. LÍS mun aðstoða BHM við kannanir á stöðu háskólamenntaðra í samfélaginu og á móti mun bandalagið aðstoða samtökin við kynningu á kjara- og réttindamálum félagsmanna þeirra. Gildistími samningsins er frá 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017.
Á myndinni má sjá Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann BHM, og Nönnu Elísu Snædal Jakobsdóttur, fráfarandi formann LÍS, handsala samstarfssamninginn.