Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

European Students’ Convention í Cardiff, Wales: “Securing our Future”

European Students’ Convention (ESC) er reglubundinn atburður sem LÍS sækir tvisvar á ári á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 48 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á fundinum eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

European Students’ Convention (ESC) er reglubundinn atburður sem LÍS sækir tvisvar á ári á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 48 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á fundinum eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

Fulltrúar LÍS: Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Fulltrúar LÍS: Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Dagana 10.- 13. október sóttu fulltrúar LÍS 34. ESC ráðstefnuna í Cardiff, Wales. Yfirskrift ráðstefnunnar var “Securing our Future”, þar sem málefni eins og minnihlutatungumál og sjálfbærni voru í brennidepli. Fengu gestir ráðstefnunnar kynningu á verkefnum eins og Menther Lauth, sem beitir sér fyrir því að vernda og efla velska tungumálið. Það framtak var sérstaklega áhugavert fyrir fulltrúa LÍS í ljósi þess hver staða íslenskrar tungu er og þjónaði sem áminning um hversu mikilvægt er að gæta að tungumáli í námi og námsgögnum í háskólanámi.

Einnig fór fram kynning á sjálfbærnistefnu Wales, sem ber yfirskriftina “Well Being of Future Generations”. Þótt að landssamtök stúdenta í Wales hafi ekki verið hluti af stefnumótuninni sjálfri, fengu ráðstefnugestir kynningu á því hvernig þau hafa beitt sér fyrir því að ríkisstjórn Wales standi við þær áherslur sem kynntar eru í stefnunni með því að uppfylla sjálf markmið stefnunnar og setja pressu á yfirvöld til þess að gera slíkt hið sama. Framtak sem þetta er mjög gott dæmi um hvernig stúdentar geta beitt sér sem þrýstiafl fyrir samfélagslegum framförum og breytingum til hins betra.

Varaforseti NUS-Wales, Carmen Ria Smith fer með ræðu

Varaforseti NUS-Wales, Carmen Ria Smith fer með ræðu

Ásamt slíkum kynningum voru einnig haldnar vinnustofur í undirbúningi fyrir stjórnarfund ESU. Unnið var í verkáætlun fyrir árið 2018 og pólitískum áherslum fyrir ESU. Verkáætlanir eru gerðar með ársmillibili og eru byggðar á pólitísku áherslunum sem eru gefnar út á þriggja ára fresti, hvort tveggja fer í gegnum stjórnarfund ESU þar sem farið er yfir breytingatillögur og síðan samþykkt með atkvæðagreiðslu. Með þessu móti er hægt að gæta að því að vinna ESU sé hnitmiðuð og fylgi vilja aðildarfélaganna í hvívetna. 

Fulltrúar LÍS eru ánægðir með ráðstefnuna og hlakka til að færa þá vitneskju sem þeir öðluðust heim og koma henni í nyt í gegnum starfsemi LÍS.

Frétt unnin af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur

Read More
Guest User Guest User

Opinn fundur í HA 10. október vegna #kjóstumenntun

FSHA, Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS stóð fyrir opnum fundi með fulltrúum stjórnmálaflokka, þann 10. október s.l. í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Tilefni fundarins var að vekja athygli á stöðu háskólanna á Íslandi og opna umræðu um málefnið milli stúdenta og frambjóðenda til Alþingis.

FSHA, Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS stóð fyrir opnum fundi með fulltrúum stjórnmálaflokka, þann 10. október s.l. í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Tilefni fundarins var að vekja athygli á stöðu háskólanna á Íslandi og opna umræðu um málefnið milli stúdenta og frambjóðenda til Alþingis.

Í pallborði sátu Hildur Betty Kristjánsdóttir fyrir Viðreisn, Hrafndís Bára Einarsdóttir fyrir Pírata, Hörður Finnbogason fyrir Bjarta framtíð, Steingrímur J. Sigfússon fyrir Vinstrihreyfinguna - Grænt framboð, Logi Einarsson fyrir Samfylkinguna, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Hjálmar Bogi Hafliðason fyrir Framsóknarflokkinn og Karl Liljendal Hólmgeirsson fyrir Miðflokkinn.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA opnaði fundinn þar sem hann undirstrikaði hvaða áhrif undirfjármögnun háskólanna hefði. Þar vísaði hann sérstaklega í þjónustustig, nýjungar í kennslu og aðgengi að námi. Lokaorð Eyjólfs lýsa ástandi háskólans ansi vel, „starfsfólk skólans gefur sig 150%. Það vinnur og kennir meira en góðu hófi gegnir og það hefur áhrif á rannsóknir. Það er sá þáttur sem veldur mér sem rektor, mestum áhyggjum.“

Fundarstjórar lögðu fyrir tvær undirbúnar spurningar, fyrir hönd LÍS, áður en opnað var fyrir spurningar úr sal. Fyrri spurningin snéri að stefnu flokkanna í menntamálum, með áherslu á háskólanna og sú síðari snérist um LÍN, Lánasjóð íslenskra námsmanna. Bent var á þá staðreynd að gjarnan væri vísað til Norrænnar fyrirmyndar þegar spurt væri hvernig stjórnmálamenn sæju fyrir sér að breyta LÍN. Staðreyndin er sú að kerfin eru mjög ólík á milli Norðurlandanna og því er mikilvægt að vita, til hvaða fyrirmyndar sé horft. Enginn fulltrúanna gat tilgreint til hvaða fyrirmyndar væri horft, en fulltrúarnir voru þó allir þeirrar skoðunar að LÍN þarfnaðist breytinga, þar sem horft væri til styrkjakerfis af einhverju tagi, stúdentum til hagsbóta.

Fundurinn heppnaðist einstaklega vel, þétt var setið í hátíðarsal skólans og tóku fundargestir þátt í umræðum við frambjóðendur. Sérstaklega var ánægjulegt að heyra viljayfirlýsingar frambjóðenda, þess efnis að fjármagna þyrfti háskólakerfið betur og samstaða var um vilja þeirra allra, til þess að bæta kerfið og gera betur. Það er því von okkar að sú verði raunin, þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa.

Read More
Guest User Guest User

LÍS og mennta- og menningarmálaráðuneyti gera með sér styrktarsamning

Þann 19. september síðastliðinn héldu Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS, og David Erik Mollberg, gæðastjóri LÍS, á fund með mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, í mennta- og menningarmálaráðuneyti (MRN). Það eru gleðitíðindi að tilkynna að ritað var undir samning við MRN sem tryggir fjármögnun samtakanna fyrir starfsárið 2017-2018.

Þann 19. september síðastliðinn héldu Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS, og David Erik Mollberg, gæðastjóri LÍS, á fund með mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, í mennta- og menningarmálaráðuneyti (MRN). Það eru gleðitíðindi að tilkynna að ritað var undir samning við MRN sem tryggir fjármögnun samtakanna fyrir starfsárið 2017-2018.

Mynd: MRN

Frá því að Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð, þann 3. nóvember 2013, hefur verið unnið að leiðum til að fjármagna tilvist og starf samtakanna. Á starfsárinu 2015-2016 sótti framkvæmdastjórn um þjónustusamning við MRN, enda kominn tími til að tryggja langtíma fjármögnun samtakanna.
Í janúar 2016 féll það í hlut framkvæmdastjórnar starfsársins 2016-2017 að halda umsóknarferlinu áfram. Unnið var að endurskoðun á fyrri umsókn sem var í framhaldi send til ráðuneytis á ný. Ráðuneytið veitti LÍS bráðabirgðastyrk fyrir starfsárið 2016 og markaði það upphaf formlegra samningaviðræðna. Áskilið var að þær yrðu teknar upp að nýju í byrjun árs 2017. Framkvæmdastjórn 2017-2018 tók upp þráðinn og lauk viðræðum með undirskrift styrktarsamnings nú í vikunni.

Samtökin og verkefni sem þau halda utan um hafa vaxið ört frá stofnun enda hefur verið mikil þörf og eftirspurn fyrir landssamtökum stúdenta á Íslandi. Þessi samningur er því mikil lyftistöng fyrir rekstur samtakanna en hann var einungis mögulegur vegna fórnfýsi og ósérhlífni einstaklinga innan þeirra síðustu ára sem hafa viljað sjá samtökin vaxa og dafna.

Það mætti því segja að ferðalagið frá því að fyrsta umsókn var samin þangað til að samningur var endanlega undirritaður, hafi verið langt og lærdómsríkt en þó á sama tíma virkilega ánægjulegt. Við þökkum Kristjáni Þór Júlíussyni fyrir fundinn og hlökkum til frekara samtals og samstarfs við ráðuneytið á starfsárinu sem og um ókomna tíð!

Undirritun
Read More
Guest User Guest User

Vertu með: nefndir LÍS 2017-2018

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á FÉLAGSSTÖRFUM? BRENNUR ÞÚ KANNSKI FYRIR HAGSMUNABARÁTTU STÚDENTA? LANGAR ÞIG TIL AÐ HAFA ÁHRIF? VILTU STARFA MEРSTÚDENTUM FRÁ ÖLLUM HÁSKÓLUM LANDSINS?

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd, markaðsnefnd, jafnréttisnefnd og viðburðanefnd.

Opið fyrir umsóknir í nefndir LÍS 2017-2018

------------      Scroll down for the english version      ------------

Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Brennur þú kannski fyrir hagsmunabaráttu stúdenta? Langar þig til að hafa áhrif? Viltu starfa með stúdentum frá öllum háskólum landsins?

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í nefndir samtakanna en þær eru gæðanefnd, lagabreytinganefnd, fjármálanefnd, alþjóðanefnd, markaðsnefnd, jafnréttisnefnd og viðburðanefnd.

Hvað er LÍS?

Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, voru stofnuð 3. nóvember 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenskra stúdenta.
Lesa má meira um samtökin hér.

Hvernig sæki ég um?

Opið er fyrir umsóknir frá 12. september til miðnættis 18. september. Sótt er um hér eða með því að senda tölvupóst á lis@haskolanemar.is. Í umsókn skal koma fram: Nafn, nám, reynsla af félagsstörfum og/eða önnur reynsla sem gæti nýst og stutt lýsing á ástæðu umsóknar.

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um þær lausu stöður sem í boði eru. Nánari upplýsingar um nefndirnar og laus sæti í hverri nefnd er að nálgast hér að neðan.


Gæðanefnd

Brennur þú fyrir eflingu íslensks háskólaumhverfis? Þá er gæðanefndin fyrir þig. Nefndin sér um þátttöku stúdenta í gæðamálum háskólanna á landsvísu og vinnur náið með öðrum einingum og stofnunum sem vinna að eflingu gæða háskólanáms s.s. Rannís og Gæðaráði íslenskra háskóla.
Á starfsárinu verður, meðal annarra verkefna, unnið að skipulagningu viðburða tengdum gæðamálum og eflingu þekkingar á gæðamálum háskólanna innan framkvæmdastjórnar LÍS og meðal íslenskra stúdenta. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla gæði háskólanáms á Íslandi. Laust er fyrir þrjá einstaklinga í nefndina.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við David Erik Mollberg, gæðastjóra LÍS. Netfang: davidemollberg@gmail.com.

Lagabreytinganefnd

Lagabreytinganefnd sér um að endurskoða lög LÍS á hverju ári og tryggja að þau séu í samræmi við starf samtakanna og að samtökin fari eftir lögunum í hvívetna. Þá skal lagabreytinganefnd einnig endurskoða verklagsreglur samtakanna á hverju ári. Lagabreytinganefnd óskar eftir umsækjendum sem hafa áhuga á lögum og lagabreytingum. Lögfræðiþekking er ekki skilyrði en þó kostur. Í boði eru þrjár stöður.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Eygló Maríu Björnsdóttur, varaformann LÍS. Netfang: eyglombjorns@gmail.com.

Fjármálanefnd

Fjármálanefnd sér um utanumhald fjármála LÍS auk fjáröflunar samtakanna og helstu viðburða. Nefndin sér um að byggja upp samstarf samtakanna við fyrirtæki í gegnum þjónustusamninga eða styrktarveitingu sem og gerð styrkjaumsókna hjá stærri fyrirtækjum. Ár hvert halda samtökin landsþing þar sem fulltrúar frá öllum aðildarfélögum LÍS koma saman. Það er því stórt verkefni nefndarinnar að fjármagna viðburðinn með styrkjum. Leitað er að þremur áhugasömum aðilum til að sitja í fjármálanefnd auk fjármálastjóra og fjáröflunarstjóra LÍS.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Eygló Maríu Björnsdóttur, fjármálastjóra LÍS. Netfang: eyglombjorns@gmail.com.

Alþjóðanefnd

Alþjóðanefnd LÍS sinnir alþjóðlegum skuldbindingum LÍS, sækir fróðleik til erlendra stúdenta og færir þann fróðleik heim til Íslands. Á starfssárinu 2017-18 kemur alþjóðanefnd til með að sinna undirbúningsvinnu og úrvinnslu í kringum alla alþjóðlega viðburði sem fulltrúar LÍS sækja ásamt því að vinna með öðrum nefndum samtakanna að verkefnum sem snúa að samliggjandi málefnum. Einnig mun alþjóðanefnd standa fyrir minnst einu málþingi yfir veturinn. Laus sæti í nefndinni eru tvö.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur, alþjóðaforseta LÍS. Netfang: elsa14@lhi.is.

Markaðsnefnd

Hlutverk markaðsnefndar er að koma samtökunum á framfæri í samfélaginu og þá sérstaklega innan háskólasamfélagsins. Nefndin hefur umsjón með heimasíðu samtakanna og helstu miðlum. Reynsla og/eða þekking af grafískri hönnun og uppsetningu er kostur. Meðal verkefna í ár er gerð ýmissa myndbanda og óskar markaðsstjóri því einnig eftir eintaklingum sem hafa þekkingu og áhuga á því sviði. Laus sæti í nefndinni eru fjögur og jafnframt tvö sæti í sérstöku teymi innan markaðsnefndar sem vinnur að myndbandsgerð.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Kristrúnu Helgu Jóhannsdóttur, markaðsstjóra LÍS. Netfang: kristrunhj@gmail.com.

Jafnréttisnefnd

Jafnréttisnefnd heldur utan um verkefni og viðburði LÍS sem tengjast jafnréttismálum. Nefndin ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdarstjórn LÍS til ráðgjafar í störfum og málefnum stjórnar. Á þessu starfsári bíður jafnréttisnefnd stórt og áhugavert verkefni en það er Réttinda-Ronja sem er heimasíða og gagnagrunnur þar sem nemendur geta lesið sig til um réttindi sín og hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem þurfa á sértækum úrræðum í námi að halda (Nánar: http://www.student.is/ronja).
Jafnréttisnefnd mun einnig koma til með að smíða nýja jafnréttisstefnu LÍS og taka þátt í jafnréttisdögum háskólanna sem eru 9. - 20. október næstkomandi. Mjög viðburðarríkt og mótandi starfsár framundan hjá jafnréttisnefndinni. Þrjár stöður eru í boði.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Ágústu Björgu Kristjánsdóttur, jafnréttisfulltrúa LÍS. Netfang: agustabjkr@gmail.com.

Viðburðanefnd

Viðburðanefnd heldur utan um skipulagningu og framkvæmd allra viðburða samtakanna. Felur það í sér skipulagningu viðburða um málefni stúdenta líðandi stundar, nýárs- og landsþings LÍS, ýmissa skemmtiviðburða, afmælisviðburðar LÍS og fleira. Nefndin mun einnig halda utan um nýtt verkefni um kolefnaspor samtakanna sem lítur að því að skipuleggja plöntun trjáa þar sem öllum er velkomið að koma. Ef þú hefur áhuga á skipulagningu og að halda uppi fjörinu eru þrjú sæti laus!
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Kristínu Sólveigu Kormáksdóttur, viðburðastjóra LÍS. Netfang: kristink12@ru.is

 

------------      English      ------------

 

Are you interested in social activities? Are you enthusiastic about fighting for students’ rights? Do you want to have an influence? Do you want to work with students from all over the country?

The National Union of Icelandic Students (LÍS) is looking for interested personnel for the Unions’ committees. The committees are: the Quality Assurance Committee, Legislative Committee, Finance Committee, International Committee, Marketing Committee, Equal Rights Committee and Events Management Committee.

What is LÍS?

The National Union of Icelandic Students, or LÍS, was founded November 3rd, 2013, and is an union for students of higher education in Iceland and for Icelandic students abroad. LÍS is an umbrella organization within which there are eight member unions that represent the students of the University of Akureyri, Bifröst University, the Agricultural University of Iceland, Hólar University College, University of Iceland and for Icelandic students that study abroad. LÍS therefore represents about 20 thousand students.
Further information can be found here.

How do I apply?

Applications are open from September 12th until September 18th. Application go through here or by email to lis@haskolanemar.is. The application should include: Name, studies, experience of social activities and/or other relevant experience and a few sentences describing the application motivations.

We encourage individuals of every gender to apply for the available positions.
Further information about the committees and number of available seats below.


Quality Assurance Committee

Do you burn for the improvement of the Icelandic system of higher education? Then the Quality Assurance Committee is something for you. The Committee is responsible for the engagement of students in quality assurance nationwide and works closely with other units and institutions that work on the improvement of the quality of higher education. E.g. the Icelandic Centre for Research (RANNÍS) and the Quality Council of Icelandic Universities.
This working year the Committee will be working on, including other things, the planning of events on quality matters and promoting the knowledge of quality matters within the Executive Committee of LÍS and among Icelandic students. This is a unique opportunity to improve the quality of higher education in Iceland. There are three available seats in the Committee.
If you wish for further information you can contact David Erik Mollberg, the Quality Officer of LÍS. Email: davidemollberg@gmail.com.

Legislative Committee

The Legislative Committee reviews LÍS´s standing orders each year to ensure that they are consistent with the Union and that LÍS complies with the standing orders in all respects. The Committee also reviews all procedures of the Union each year. The Legislative Committee wishes for applicants interested in law and legal amendments. Knowledge of the law is not necessary, but beneficial. There are three available seats in the Committee.
If you wish for further information you can contact Eygló María Björnsdóttir, the Vice Chairperson of LÍS. Email: eyglombjorns@gmail.com.

The Finance Committee

The Finance Committee provides financial oversight for LÍS  as well as funding for the Union and its biggest events. The Committee takes care of building up and maintaining cooperation between the Union and companies through service contracts or grants as well as working on grant applications within bigger companies. LÍS hosts an annual assembly attended by delegates from its member unions. It is therefore a big task of the Committee to provide funding for that event through grants. Three interested individuals are wanted to sit in the Committee along with the Financial Officer and Funding Officer of LÍS.
If you wish for further information you can contact Eygló María Björnsdóttir, the Financial Officer of LÍS. Email: eyglombjorns@gmail.com.

The International Committee

The International Committee is responsible for the international obligations of LÍS. It gathers knowledge from foreign student unions and brings that knowledge back to Iceland. In the coming academic year, the Committee will undertake preparatory work and processing around all international events that LÍS delegates attend, as well as working with other LÍS committees on projects of corresponding topics. The International Committee will be preparing at least one panel in the year. The Committee has two available seats.
If you wish for further information you can contact Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, the International Affairs Officer of LÍS. Email: elsa14@lhi.is.

Marketing Committee

The Marketing Committee aims to bring the Union forward within the Icelandic community and especially the university community. The Committee manages the Union’s website and social media. Experience and/or knowledge of graphic design is an advantage. Among the projects this year is a production of various videos so the Marketing Officer also requests individuals that have the knowledge or interest in that field. Available seats in the Committee are four and there are also two available seats in a team within the Committee that manages the production of videos.
If you wish for further information you can contact Kristrún Helga Jóhannsdóttir, the Marketing Officer of LÍS. Email: kristrunhj@gmail.com.

The Equal Rights Committee

The Equal Rights Committee is involved in and responsible for tasks and events that LÍS undertakes that involve equality affairs. The Committee is responsible for overseeing that equality is implemented in all of LÍS’ affairs and shall guide and advise the Executive Committee of LÍS in equality matters. A big task awaits the Equal Rights Committee in the coming working year in implementing the website Réttinda-Ronja, which is a directory where students can seek out information on their rights and resources for students in need for special resources in their studies (Further info: http://www.student.is/ronja).
The Equal Rights Committee will also be writing a new Equal Rights Policy for the Union as well as participating in the Universities’ Equality Days which will be held coming October 9-20th. A very eventful and moulding working year is underway for the Equal Rights Committee. Three seats are open.
If you wish for further information you can contact Ágústa Björg Kristjánsdóttir, the Equal Rights Officer of LÍS. Email: agustabjkr@gmail.com.

Events Management Committee

The Events Management Committee plans and executes all events of the Union. That includes organizing events concerning students’ rights, the Union's General Assembly, various entertainment events, the birthday of LÍS and more. This term the Committee will also be working on a new project concerning the carbon footprint of the Union by organizing a gathering to plant trees where everyone is welcome to join. If you’re interested in event planning and keeping the party going there are three available spots!  
If you wish for further information you can contact Kristín Sólveig Kormáksdóttir, the Events Manager of LÍS. Email: kristink12@ru.is.

Read More
David Erik Mollberg David Erik Mollberg

GLEÐILEGT PRIDE kæru stúdentar

Nú standa yfir hinsegin dagar í Reykjavík sem hefur eflaust farið framhjá fáum, ef svo er þá fer það ekki framhjá neinum héðan í frá þar sem að miðbærinn skartar öllum sínum regnbogafánum um helgina. Hápunktur hinsegin daga er gleðigangan sem gengin er með pompi og prakt í miðbæ Reykjavíkur. Í göngunni...

Nú standa yfir hinsegin dagar í Reykjavík sem hefur eflaust farið framhjá fáum, ef svo er þá fer það ekki framhjá neinum héðan í frá þar sem að miðbærinn skartar öllum sínum regnbogafánum um helgina. Hápunktur hinsegin daga er gleðigangan sem gengin er með pompi og prakt í miðbæ Reykjavíkur. Í göngunni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar. Þar er einnig að finna aðstandendur og fjölskyldur þeirra sem tilheyra þessum hópum. Með því að mæta í gönguna með bros á vör og opið hjarta styður þú við alla sem taka þátt í þessari stórkostlegu göngu.


Að mæta í miðbæinn á meðan að gleðigöngunni stendur og veifa eins og einum regnbogafána er þó ekki það sama og að styðja málstaðinn og berjast fyrir honum. Hinsegin aktívistar berjast fyrir málstaðnum allan ársins hring og sinna honum daglega. Hinsegin stúdentar eru að sjálfsögðu meðal þeirra og vert er að nefna að Q - félagið fyrir hinsegin stúdenta er opið öllum en þar geta hinsegin stúdentar og allir áhugasamir fengið stuðning, tækifæri til þess að hittast og auka samheldnina þeirra á milli. Félag hinsegin stúdenta beitir sér fyrir réttindum hinsegin fólks innan og utan háskólanna og standa að allskyns fræðslu um málefnið.


Stúdentar í Evrópu hafa einnig unnið mikilvægan sigur nýlega en regnhlífarsamtök evrópskra stúdenta (ESU) samþykktu nýverið yfirlýsingu sem viðurkennir réttindi og ólíkar upplifanir hinsegin stúdenta. Þau réttindi sem eru til staðar í dag var barist hart fyrir og enn er langt í land á mörgum sviðum. ESU hefur samþykkt að berjast enn frekar og standa vörð um þessi réttindi fyrir hinsegin stúdenta. Að sjálfsögðu eru þetta gleðitíðindi og LÍS studdi þessa yfirlýsingu heilshugar þegar að hún var flutt fyrir aðildarfélögum ESU.


Af því tilefni er tilvalið að sækja einhvern af hinum fjölmörgu viðburðum hinsegin daga 2017 og halda áfram að styðja við hinsegin samnemendur okkar alla daga ársins.


Frétt unnin af Ágústa Björg Kettler kristjánsdóttir, fulltrúa SHÍ í framkvæmdastjórn LÍS og jafnréttisfulltrúa LÍS

 
Read More