Guest User Guest User

LÍS og BHM semja um áframhaldandi samstarf

LÍS og Bandalag háskólamanna (BHM) hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem felur í sér breytingar á eldri samningi aðila.  

LÍS og Bandalag háskólamanna (BHM) hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem felur í sér breytingar á eldri samningi aðila.  

Aðilar munu vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál. Meðal annars munu aðilar beita sér sameiginlega fyrir því að settar verði skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi, auk þess sem LÍS verður BHM til ráðgjafar vegna hugsanlegra breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá munu aðilar standa sameiginlega að kynningu á kjara- og réttindamálum háskólamenntaðra á vinnumarkaði fyrir aðildarfélög LÍS og undirbúa sameiginlega ráðstefnu um það efni fyrir stúdenta enda hefur samningurinn það að markmiði að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði.
LÍS mun eiga rétt á þátttöku í stefnumótun BHM um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál og munu fulltrúar LÍS hafa seturrétt á formannaráðs- og upplýsingafundum BHM.

LÍS fær afnot af skrifstofu- og fundaaðstöðu í húsakynnum BHM.

Gildistími samningsins er frá 1. mars 2017 til 1. maí 2018 og skal hann endurskoðaður í mars 2018.

Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir

Aldís Mjöll Geirsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir

Á myndinni má sjá Aldísi Mjöll Geirsdóttur, formann LÍS, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann BHM, handsala samninginn.

Read More
Guest User Guest User

Skiptafundur LÍS – Ný stjórn tekur við

Í dag tók ný framkvæmdastjórn LÍS formlega við keflinu á skiptafundi samtakanna.

Í dag tók ný framkvæmdastjórn LÍS formlega við keflinu á skiptafundi samtakanna.

Framkvæmdastjórn auk nefndarmeðlima 2016-2017 á landsþingi samtakanna í mars

Framkvæmdastjórn auk nefndarmeðlima 2016-2017 á landsþingi samtakanna í mars

Við þökkum fráfarandi stjórn fyrir samstarfið og alla þá vinnu sem þau hafa lagt af mörkum á liðnu starfsári. Á sama tíma tökum við vel á móti nýrri stjórn og hlökkum til að takast á við komandi verkefni með þeim!

David Erik Mollberg og Aldís Mjöll Geirsdóttir

David Erik Mollberg og Aldís Mjöll Geirsdóttir

Á myndinni má sjá formannsskiptin eiga sér stað með afhendingu formannshestsins, Erik. David Erik Mollberg lætur af störfum sem formaður og Aldís Mjöll Geirsdóttir tekur við. Þess má til gamans geta að hesturinn er ekki skírður í höfuðið á fráfarandi formanni.

Spennandi tímar framundan!

Read More
Guest User Guest User

Stjórnarfundur ESU á Möltu

Síðan á mánudag hafa fjórir fulltrúar LÍS sótt viðburðaríkan stjórnarfund ESU eða European Students' Union, sem eru regnhlífarsamtök landssamtaka stúdenta í Evrópu. Stjórnarfundurinn er æðsta ákvörðunarvald ESU þar sem meðal annars er kosið í stjórn samtakanna og um nýjar stefnur og áætlanir.

Síðan á mánudag hafa fjórir fulltrúar LÍS sótt viðburðaríkan stjórnarfund ESU eða European Students' Union, sem eru regnhlífarsamtök landssamtaka stúdenta í Evrópu. Stjórnarfundurinn er æðsta ákvörðunarvald ESU þar sem meðal annars er kosið í stjórn samtakanna og um nýjar stefnur og áætlanir.

Sunna Mjöll Sverrisdóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Þórður Jóhannsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, fulltrúar LÍS á BM72

Sunna Mjöll Sverrisdóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Þórður Jóhannsson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, fulltrúar LÍS á BM72

Í dag var meðal annars kosið um og innleidd stefna um málefni LGBT+ sem eru sannkölluð tímamót í sögu samtakanna! Stefnan var skrifuð af lokuðum hópi einstaklinga innan ESU sem samsvara sig við LGBT+. Það er gríðarlega mikilvægt að samtök á við ESU eigi sér skýra og framsýna stefnu í málefnum LGBT+ og fagnar LÍS því einlæglega að í dag hafi það gengið eftir.

Einnig voru teknar fyrir breytingar á gæðastefnu ESU. Undirbúningsvinna LÍS hefur staðið yfir síðastliðinn mánuð og þá sérstaklega síðustu daga enda er um að ræða yfirgripsmiklar breytingar sem ræddar voru í marga klukkutíma.

Næsti stjórnarfundur (BM73) verður haldinn í Ísrael en það er að mati LÍS þvert á mannréttindastefnu ESU. Vegna þess bárum við upp yfirlýsingu þar sem bent var á mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi og að ESU fylgi stefnum sínum eftir. 

LÍS lagði fram yfirlýsingu og óskaði eftir stuðningi frá ESU þar sem vakin er athygli á og fjallað um langvarandi undirfjármögnun íslenskra háskóla og kallað eftir úrbótum á þessari höllu stöðu. Það eru mikil gleðitíðindi að tilkynna að yfirlýsing okkar var samþykkt einróma en við vonum að stuðningurinn muni efla baráttu okkar fyrir auknum fjárveitingum til háskólakerfisins á Íslandi.

Við höfum sýnt og sagt frá fundinum á twitter og snapchat en þar finnið þið okkur undir nafninu lisnemar.

ESU er í forsvari fyrir fimmtán milljónir stúdenta og er mikilvægt að geta talað máli íslenskra stúdenta með þátttöku í starfi samtakanna og mikill heiður fyrir LÍS að fá að njóta þess að tala fyrir hönd íslenskra stúdenta á eins stórum vettvangi og þessum. Sterkt alþjóðastarf leikur lykilhlutverk í hæfum samtökum, þar sem við getum lært, miðlað af reynslu okkar, eflt alþjóðamilliríkjasamstarf og nýtt það svo til þess að efla sameinaða rödd íslenskra stúdenta.

Sendinefnd LÍS ásamt Helgu Lind Mar, fyrrum alþjóðaforseta LÍS og núverandi meðlimi framkvæmdastjórnar ESU

Sendinefnd LÍS ásamt Helgu Lind Mar, fyrrum alþjóðaforseta LÍS og núverandi meðlimi framkvæmdastjórnar ESU

Read More
Guest User Guest User

NUS National Conference í Brighton

Aldís Mjöll Geirsdóttir og Sunna Mjöll Sverrisdóttir, fóru fyrir hönd LÍS til Brighton á mánudaginn til þess að fylgjast með og taka þátt á landsþingi landssamtaka breskra stúdenta (NUS-UK).

Aldís Mjöll Geirsdóttir og Sunna Mjöll Sverrisdóttir, fóru fyrir hönd LÍS til Brighton á mánudaginn til þess að fylgjast með og taka þátt á landsþingi landssamtaka breskra stúdenta (NUS-UK).

IMG_5522.JPG

Samtökin buðu okkur að koma á ráðstefnuna til að fylgjast með hvernig hún fer fram og hvernig þau nálgast ýmis deilumál, en samtökin eru í forsvari fyrir 7 milljónir nemenda. Þau vildu einnig að við myndum varpa ljósi á það hvað það þýðir fyrir stúdenta að vera utan ESB og þess vegna tókum við þátt í panel um Brexit. Brexit og komandi kosningar í Bretlandi voru tíðrædd á ráðstefnunni og mjög áhugavert er að heyra hvað stúdentum finnst um stöðuna í landinu.

Við erum að sýna frá ráðstefnunni á snapchat-aðgangi Háskóla Íslands og aðgangi LÍS (lisnemar)! Fylgist með okkur og ekki hika við að hafa samband ef þið hafið spurningar.

Hér má lesa umfjöllun mbl.is um stöðu stúdenta vegna Brexit út frá umræðum sem áttu sér stað í pallborði sem við tókum þátt í en tekið var viðtal við Aldísi. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið en ljóst er að hagsmunabarátta NUS-UK (National Union of Students) verður lituð af Brexit næstu ár.

Al­dís seg­ir að umræður hafi ekki ein­göngu verið nei­kvæðar en úr­slit þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í Bretlandi í fyrra hafi vakið mikla at­hygli meðal ungs fólks. „Ungt fólk er að átta sig á mik­il­vægi þess að kjósa og kynna sér mál­efn­in. Þetta eru mál­efni sem hafa áhrif á framtíð ungs fólks, það er verið að kjósa um framtíð ungs fólks.
— http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/04/27/hver_verda_ahrif_brexit_a_nemendur/
Read More
Guest User Guest User

Byggjum á bjargi

Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 

Á sandi byggði heimskur maður hús,
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx,
og húsið á sandinum féll.

Einu sinni byggði heimskur maður hús á sandi. Við vitum ekki hvaða maður þetta var en vitum öll hver örlög hans voru. Húsið var byggt á veikum grunnstoðum, réði ekki við íslensku veðráttuna og féll.

Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 

Baráttan gegn undirfjármögnun háskólanna er langþreytt. Við höfum lesið sömu fyrirsagnir frétta ár eftir ár um alvarleika stöðunnar en ekkert breytist. Rektorar háskólanna á Íslandi, stúdentahreyfingar og stúdentar hafa ítrekað kallað eftir breytingum. Þá tóku fulltrúar allra flokka á Alþingi undir áhyggjurnar á fundi sem haldinn var í Háskóla Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Frambjóðendur sammældust um mikilvægi þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna í fjárframlögum til háskólanna, á kjörtímabilinu. Í aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs var sett fram það markmið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún yrði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020. Af skýrslu OECD fyrir árið 2016, Education at a glance, má sjá að Ísland er enn undir meðaltali OECD-ríkjanna og á langt í land með að ná meðaltali Norðurlandanna.

Árið er 2017 og við höfum ekki enn náð markmiðum Vísinda- og tækniráðs en verði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt gengur hún enn frekar í berhögg við stefnu og loforð stjórnmálamanna.

Þess vegna veldur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mér miklum vonbrigðum og áhyggjum. Þar er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu á bágri stöðu háskólanna en á sama tíma lýsa stjórnmálamenn ríkisstjórnarinnar yfir að nú séu tímar efnahagslegs uppgangs í samfélagi okkar.

Enginn vafi leikur á gríðarlegu mikilvægi þess að á Íslandi sé gætt að því að framþróun sé í samfélaginu og að samkeppnishæfni sé haldið við í alþjóðlegu samhengi á sem flestum sviðum. Uppbygging og varsla um háskólamenntun á landinu er forsenda þess að þetta gangi eftir en ef við bregðumst er hætta á að það samfélag sem hér er að finna hrörni og nái ekki að halda í við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. 

Það virðist hafa skapast sú menning að háskólarnir eigi að vera undirfjármagnaðir. Ég velti því fyrir mér hvort stjórnmálamönnum þyki eðlilegt að háskólarnir starfi við þessar kringumstæður og ætli sér ekki að leiðrétta það. Stjórnmálamenn þurfa að horfast í augu við vandann og kallar LÍS því eftir því að stjórnvöld séu hyggin og styrki stoðir háskólanna. Ætlum við að leyfa háskólunum að byggjast upp og blómstra eða láta þá falla í næsta óveðri?

Við vitum öll hvernig sagan endar. Ef við höldum áfram að byggja á sandi í staðinn fyrir að fjárfesta í sterkum grunni mun húsið á endanum falla. Þegar öllu er á botninn hvolft verður enduruppbygging dýrari samanborið við trygga og stöðuga fjármögnun háskólakerfisins. 

Á bjargi byggði hygginn maður hús,
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx,
og húsið á bjarginu stóð fast.

Verum hyggin, byggjum á bjargi og húsið mun standa.

Landssamtök stúdenta á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum tóku undir þær miklu áhyggjur sem LÍS hefur á stöðu mála. Á nýliðnum fundi NOM, Nordisk Ordförande Möte, sem er bandalag landssamtaka stúdenta í þessum löndum, var yfirlýsing þess efnis tekin fyrir og samþykkt einróma. Aðildarfélögin átta sem sóttu fundinn voru öll hneyksluð yfir aðstæðum hérlendis og lýsa því yfir fordæmingu og krefja íslensk stjórnvöld um úrbætur á því óásættanlega ástandi sem hér ríkir.

Höfundur er Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.

Read More