Yfirlýsing LÍS um starfsnám stúdenta
LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.
Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.
LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.
Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.
Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:
Stúdentar mega ekki hafa það gott
Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkarog snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri.
Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkarog snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri.
Meginmarkmið okkar með því verkefni var að efla stúdenta í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll, hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, tengja stúdenta saman á vettvangi þar sem hægt er að rökræða málefni og forgangsraða þeim. Allt er þetta í þágu stúdenta með það að leiðarljósi að bæta háskólann og umhverfi okkar. Með þessu vonaðist Stúdentaráð sömuleiðis til að standa fyrir aðgengilegri hagsmunabaráttu.
Verkefnið Ódýrara að lifa sem námsmaðurvar sigur úr býtum og næst kom Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur. Þessi tvö málefni tengjast óneitanlega, þar sem takmörkuð framfærsla lánasjóðsins og skerðing frítekjumarksins hefur áhrif á lífsgæði okkar og því viljum við umhverfi þar sem er ódýrara að vera námsmaður, til dæmis með sérstökum afsláttum fyrir stúdenta.
Stúdentaráð lagði því af stað í mikla undirbúningsvinnu. Ákveðið var að einblína á úthlutunarreglur Lánasjóðsins, þar sem þeim er breytt árlega og við höfum þar raunverulegt tækifæri til áhrifa. Leitast var eftir samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS) þar sem þetta er málefni sem snertir alla stúdenta Íslands. Herferðin er því farin fyrir hönd allra stúdenta Íslands undir formerkjum LÍS.
Herferðin sem fer nú af stað snýst um að hækka frítekjumarkið, sem myndi valda minni skerðingu á framfærslu námsmanna, og því að framfærslan hækki. Þetta eru gífurlegir hagsmunir stúdenta sem eru að veði hér, þar sem raunverulegur fjárhagslegur stuðningur gerir stúdentum kleift að eyða tíma í lærdóm og menntun. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru lán, sem stúdentar þurfa að borga til baka. Það mætti halda að miðað við uppbyggingu sjóðsins að stúdentar megi ekki hafa það gott. Stúdentar mega ekki fá lán sem myndi raunverulega framfleyta þeim. Lán, sem er borgað til baka. Stúdentar þurfa að velja á milli þess að læra eða lifa.
Það er kominn tími til breytinga.
Fyrir hönd Stúdentaráðs,
Elísabet Brynjarsdóttir
Forseti Stúdentaráðs
Þessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Student Refugees hlýtur styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans
Landsbankinn úthlutaði styrkjum úr Samfélagssjóði Landsbankans 18. desember síðastliðinn og fengu alls 37 verkefni styrkveitingu. Þar á meðal var verkefnið Student Refugees sem er á vegum LÍS en verkefnið hlaut 500.000 krónur.
Frá vinstri: Guðrún Agnarsdóttir, formaður dómnefndar, Salka Sigurðardóttir, Sonja Björg Jóhannsdóttir og Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn úthlutaði styrkjum úr Samfélagssjóði Landsbankans 18. desember síðastliðinn og fengu alls 37 verkefni styrkveitingu. Þar á meðal var verkefnið Student Refugees sem er á vegum LÍS en verkefnið hlaut 500.000 krónur. Verkefnið felur í sér að útbúa leiðarvísi, handbók og vefsíðu með öllum þeim upplýsingum sem flóttafólk þarf á að halda til þess að eiga kost á að sækja um háskólanám á Íslandi. Styrkurinn mun koma til góðra nota við uppsetningu verkefnisins.
Verkefnastýrur Student Refugees eru Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti LÍS, og Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS. Í byrjun nóvember var skipaður starfshópur sem mun vinna að uppsetningu verkefnisins og eru spennandi tímar framundan hjá hópnum. Verkefnið er sett upp eftir danskri fyrirmynd en Student Refugees varð til vegna frumkvæðis stúdenta í Danmörku. Studenterhuset leiðir verkefnið í Danmörku í samvinnu við landssamtök danskra stúdenta (DSF).
Jólakveðja frá LÍS
Landssamtök íslenskra stúdenta óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Við þökkum kærlega fyrir samstarfið og allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða og hlökkum til að takast á við ný verkefni á komandi ári.
Við viljum einnig benda ykkur á að skrifstofa LÍS verður lokuð frá 21. desember til 2. janúar.
Nýr markaðsstjóri LÍS
Kosið var um nýjan markaðsstjóra LÍS í rafrænni kosningu sem fór fram innan fulltrúaráðs í lok nóvember. Kamilla Dögg Guðmundsdóttir hlaut kjör til embættisins en Kamilla sinnti áður nefndarstörfum innan markaðsnefndar.
Kosið var um nýjan markaðsstjóra LÍS í rafrænni kosningu sem fór fram innan fulltrúaráðs í lok nóvember. Kamilla Dögg Guðmundsdóttir hlaut kjör til embættisins en Kamilla sinnti áður nefndarstörfum innan markaðsnefndar. Kamilla útskrifast úr miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst næstkomandi febrúar og er það mikil gæfa fyrir samtökin að fá öflugan einstakling eins og Kamillu með í lið.
Framkvæmdastjórn er þar með fullskipuð að nýju en mörg verkefni eru fyrir höndum og eru LÍS full tilhlökkunar fyrir nýju ári.
Nýr markaðsstjóri LÍS - Kamilla Dögg