Yfirlýsing LÍS um starfsnám stúdenta

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingu um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneyti.

Í stefnu LÍS um gæði í íslensku háskólasamfélagi, sem samþykkt var á landsþingi samtakanna 23. mars 2018, er það skýr krafa stúdenta að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað. Þá skuli tryggt að starfsnemi hljóti viðunandi laun í samræmi við kjarasamninga annarra starfsmanna á viðkomandi vinnustað með tilliti til ábyrgðar sem starfsnemi axlar.    

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan:

starfsnam
Previous
Previous

Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu ?

Next
Next

Stúdentar mega ekki hafa það gott