Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Stuðningur við kröfur stúdenta frá samstarfsnefnd háskólastigsins

Samstarfsnefnd háskólastigsins - samráðsvettvangur rektora íslenskra háskóla, hefur sent út bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stúdenta við úrbætur á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Samstarfsnefnd háskólastigsins - samráðsvettvangur rektora íslenskra háskóla, hefur sent út bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stúdenta við úrbætur á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Mikilvægt er að frítekjumark verði hækkað úr 930.000 kr á ári í 1.330.000 kr í samræmi við launaþróun. Einnig þarf að endurskoða húsnæðisgrunn framfærslulána á gagnsæjan máta í samráði við stúdenta, en húsnæðisgrunnur er í dag 75.000 kr á mánuði.

Yfirlýsingin er undirrituð af Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands og formanni samstarfsnefndarinnar.

Yfirlýsinguna má lesa hér:

yfirlysing samstarfsnefnd.JPG


Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Áskorun til þingflokka um að sýna kröfum stúdenta samstöðu í verki

Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl  09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.

Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl  09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.

Áskorunina í heild sinni má lesa hér að neðan:

Screenshot+2019-02-25+at+09.01.57.jpg
Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Bandalag háskólamanna styður LÍS í kröfum um hærri framfærslu og frítekjumark hjá LÍN

Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur stúdenta um betri Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Logo-BHM.JPG

Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur stúdenta um betri Lánasjóð íslenskra námsmanna.


Yfirlýsingin hljóðar svo:

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa réttilega bent á að framfærslulán Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) duga ekki til framfærslu hér á landi. Námsmaður í leigu- eða eigin húsnæði fær nú að hámarki um 184 þúsund krónur í framfærslulán á mánuði. Sjóðurinn veitir slík lán aðeins í níu mánuði á ári og er gert ráð fyrir að námsmenn brúi bilið milli ófullnægjandi lána og raunverulegs framfærslukostnaðar með vinnu í þrjá mánuði. Hins vegar eru möguleikar námsmanna til að gera slíkt afar takmarkaðir því frítekjumark sjóðsins er lágt, aðeins 930 þúsund krónur fyrir skatt. Séu tekjur umfram þetta mark skerðast lánin. LÍS hafa því krafist þess að bæði framfærslulánin og frítekjumarkið verði hækkuð.

BHM lýsir yfir fullum stuðningi við þessar sanngjörnu og réttmætu kröfur LÍS.


LÍS þakka fyrir mikilvægan stuðning í baráttunni fyrir bættum kjörum stúdenta.

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Loftslagsverkfall

LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, ásamt SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar efna til loftslagsverkfalls. Verkfallið mun eiga sér stað á Austurvelli næsta föstudag, þann 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12–13.

LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, ásamt SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar efna til loftslagsverkfalls. Verkfallið mun eiga sér stað á Austurvelli næsta föstudag, þann 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12–13.

climate.jpg

Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, m.a. í Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Svíþjóð.

Nýjustu tölur Gallup sýna að fleiri Íslendingar en nokkru sinni fyrr hafa áhuga á – og áhyggjur af – umhverfismálum (http://bit.ly/2IuvEp4), en þó fer losun gróðurhúsalofttegunda enn vaxandi. Við viljum sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji rótttækar aðgerðir.

Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 og gera meðal annars ráð fyrir kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerðum, en betur má ef duga skal. Núverandi aðgerðaáætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu og við krefjumst aðgerða sem eru líklegar til að skila þeim árangri.

Ljóst er að stórauka þarf fjárframlög til loftslagsaðgerða. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) reiknast til að verja þurfi 2,5% af heimsframleiðslu til loftslagsmála á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan við 1,5 gráður. Núverandi áætlun er upp á 0,05% af þjóðarframleiðslu á ári næstu fimm árin.

Við krefjumst þess að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða. Þar verður atvinnulífið einnig að axla ábyrgð og til þess verður ákveðin viðhorfsbreyting að eiga sér stað.



Read More
Guest User Guest User

Fyrsti fundur NAIS

Í október 2017 varð til vísir að samstarfsneti á milli LÍS - Landssamtaka íslenskra stúdenta, MFS - Landssamtaka færeyskra stúdenta, Ili ili - Landssamtaka grænlenskra stúdenta og Avalak - Samtaka grænlenskra stúdenta í Danmörku. Þetta var upphafið að NAIS - The North-Atlantic Islands’ Student cooperation.

Í október 2017 varð til vísir að samstarfsneti á milli LÍS - Landssamtaka íslenskra stúdenta, MFS - Landssamtaka færeyskra stúdenta, Ili ili - Landssamtaka grænlenskra stúdenta og Avalak - Samtaka grænlenskra stúdenta í Danmörku. Þetta var upphafið að NAIS - The North-Atlantic Islands’ Student cooperation. Markmið samstarfsins er að einbeita sér að sértækum málefnum og sameiginlegum hagsmunum stúdenta sem fyrrnefnd samtök standa vörð um.

Dagana 24.-28. janúar 2019 fór fram fyrsti formlegi NAIS fundurinn í Reykjavík. Umræðuefni fundarins var gæðamál og var yfirheiti þess ,,Let’s talk about quality’’. LÍS tóku á móti átta alþjóðlegum gestum, fjórum stúdentafulltrúum frá Grænlandi og fjórum frá Danmörku.

Fulltrúar NAIS fundarins fengu innsýn inn í gæðamál íslensks háskólakerfis frá hagaðilum og íslenskum stúdentum. Fulltrúar MFS, Ili ili og Avalak kynntu sömuleiðis hvernig gæðamálum er háttað í þeirra heimalandi og samtökum, og voru aðal hindranir og framtíðarsýn gæðamála ræddar.

LÍS héldu utan um skipulag vinnustofa og var tilgangur þeirra að móta sameiginlega framtíðarsýn fyrir NAIS. Út frá niðurstöðum vinnustofanna var ákveðið að skrifa handbók sem myndi skýra frá uppbyggingu og tilgangi samstarfsnetsins og einnig sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi gæðamála.

Við gerð handbókarinnar var tekin sú ákvörðun að hver samtök þurfi að tilnefna fulltrúa sem mun sitja í stjórn NAIS og sinna ábyrgðarhlutverki fyrir sín samtök innan samstarfsnetsins. Þeir fulltrúar eru skyldugir til þess að funda í gegn um fjarfundarbúnað einu sinni í mánuði og upplýsa aðra meðlimi NAIS um stöðu mála innann sinna samtaka.

Fulltrúar NAIS sem sóttu fundinn 24.-28. janúar 2019.

Fulltrúar NAIS sem sóttu fundinn 24.-28. janúar 2019.

NOM, sem er mikilvægur samskipta- og samráðsvettvangur fyrir landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrarsaltsríkjunum, verður næst haldið í apríl í Danmörku og ætla fulltrúar NAIS að halda stöðufund í framhaldi af NOM þar sem handbókin verður samþykkt.

Næsti fundur NAIS mun fara fram í Færeyjum í október 2019. Umræðuefni fundarins verður fjarnám og ætla MFS að standa fyrir vinnustofum um þátttöku stúdenta innan stúdentahreyfinga.

LÍS hlakka til áframhaldandi samstarfs.


Read More